Segir að einfalt ætti að vera að fá heimild fyrir Hvammsvirkjun Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júní 2023 21:30 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Einar Árnason Forstjóri Landsvirkjunar segir að það ætti að vera tiltölulega einfalt mál að fá aftur virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun, aðeins hafi vantað samtal milli tveggja ríkisstofnana. Hann gagnrýnir úrskurðarnefnd fyrir að fella leyfið úr gildi og koma þannig í veg fyrir að mikilvægar framkvæmdir hefjist í sumar. Daginn eftir að Skeiða- og Gnúpverjahreppur samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun þann 14. júní kom kjaftshöggið; Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi virkjunarleyfið úr gildi. „Úrskurðarnefndin fjallaði um mjög mörg álitaefni og öllum nema einu var vísað frá, sem gerir það að verkum að úrskurðarnefndin ákvað að fella virkjunarleyfið úr gildi,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í fréttum Stöðvar 2. Þetta hafi verið tiltölulega einfalt atriði sem sneri að málsmeðferð. „Úrskurðarnefndin segir að ef Orkustofnun hefði bara haft ákveðið samtal við Umhverfisstofnun þá hefði virkjunarleyfið ekki verið fellt út gildi. Þannig að það þurfti bara að eiga sér stað ákveðið samtal, sem því miður fór ekki fram,“ segir Hörður og telur að auðvelt ætti að vera að bæta úr. „Og eigi að vera alveg augljóst samkvæmt vatnatilskipuninni að virkjunin verði heimiluð.“ -Þarf þá ekki einhverjar tæknilegar breytingar á útfærslu og slíku? „Nei, þetta er eingöngu að leggja fram bara mikilvægi þeirra samfélagslegu áhrifa sem virkjunin hefur, sem eru náttúrlega augljós; til orkuskipta og til þess að styðja við markmið samfélagsins.“ Hörður vill ekki áætla hve langan tíma taki að fá nýtt virkjunarleyfi. „Þannig að ég geti ekki tjáð mig um þær tímasetningar. En vonandi er það í mánuðum.“ Með Hvammsvirkjun er áformað að stífla Þjórsá á móts við Skarðsfjall, ofan við bæinn Stóranúp.Landsvirkjun Forstjóri Landsvirkjunar er ekki sáttur við Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og telur að hún hafi gengið óþarflega langt. Svipting virkjunarleyfis þýði að ekki verði hægt að hefja mikilvægar undirbúningsframkvæmdir í sumar. „Þannig að mér finnst það mjög íþyngjandi af úrskurðarnefndinni að koma í veg fyrir að þær fari fram.“ Og telur að hægt hefði verði að tryggja framgang laganna með vægara úrræði. „Það eru skýrar heimildir í raforkulögum að veita virkjanaleyfi og setja síðan auknar kröfur á framkvæmdatímanum. Það hefði að mínu mati átt að fara þá leið og taka þannig tillit til samfélagslegs mikilvægis þessa verkefnis, sem er akkúrat andi laganna sem á eftir að úrskurða eftir. Það er fyrst og fremst að meta þau samfélagslegu áhrif sem eru, sem öllum ætti að vera ljóst að eru mjög mikil,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Landsvirkjun Deilur um Hvammsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Orkuskipti Vatnsaflsvirkjanir Umhverfismál Lax Stangveiði Rangárþing ytra Skipulag Tengdar fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10 Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20 Talsmaður laxaverndar fagnar og vonar að virkjunin sé úr sögunni Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. 15. júní 2023 20:20 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Daginn eftir að Skeiða- og Gnúpverjahreppur samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun þann 14. júní kom kjaftshöggið; Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi virkjunarleyfið úr gildi. „Úrskurðarnefndin fjallaði um mjög mörg álitaefni og öllum nema einu var vísað frá, sem gerir það að verkum að úrskurðarnefndin ákvað að fella virkjunarleyfið úr gildi,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í fréttum Stöðvar 2. Þetta hafi verið tiltölulega einfalt atriði sem sneri að málsmeðferð. „Úrskurðarnefndin segir að ef Orkustofnun hefði bara haft ákveðið samtal við Umhverfisstofnun þá hefði virkjunarleyfið ekki verið fellt út gildi. Þannig að það þurfti bara að eiga sér stað ákveðið samtal, sem því miður fór ekki fram,“ segir Hörður og telur að auðvelt ætti að vera að bæta úr. „Og eigi að vera alveg augljóst samkvæmt vatnatilskipuninni að virkjunin verði heimiluð.“ -Þarf þá ekki einhverjar tæknilegar breytingar á útfærslu og slíku? „Nei, þetta er eingöngu að leggja fram bara mikilvægi þeirra samfélagslegu áhrifa sem virkjunin hefur, sem eru náttúrlega augljós; til orkuskipta og til þess að styðja við markmið samfélagsins.“ Hörður vill ekki áætla hve langan tíma taki að fá nýtt virkjunarleyfi. „Þannig að ég geti ekki tjáð mig um þær tímasetningar. En vonandi er það í mánuðum.“ Með Hvammsvirkjun er áformað að stífla Þjórsá á móts við Skarðsfjall, ofan við bæinn Stóranúp.Landsvirkjun Forstjóri Landsvirkjunar er ekki sáttur við Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og telur að hún hafi gengið óþarflega langt. Svipting virkjunarleyfis þýði að ekki verði hægt að hefja mikilvægar undirbúningsframkvæmdir í sumar. „Þannig að mér finnst það mjög íþyngjandi af úrskurðarnefndinni að koma í veg fyrir að þær fari fram.“ Og telur að hægt hefði verði að tryggja framgang laganna með vægara úrræði. „Það eru skýrar heimildir í raforkulögum að veita virkjanaleyfi og setja síðan auknar kröfur á framkvæmdatímanum. Það hefði að mínu mati átt að fara þá leið og taka þannig tillit til samfélagslegs mikilvægis þessa verkefnis, sem er akkúrat andi laganna sem á eftir að úrskurða eftir. Það er fyrst og fremst að meta þau samfélagslegu áhrif sem eru, sem öllum ætti að vera ljóst að eru mjög mikil,“ segir forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun Deilur um Hvammsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Orkuskipti Vatnsaflsvirkjanir Umhverfismál Lax Stangveiði Rangárþing ytra Skipulag Tengdar fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10 Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20 Talsmaður laxaverndar fagnar og vonar að virkjunin sé úr sögunni Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. 15. júní 2023 20:20 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10
Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20
Talsmaður laxaverndar fagnar og vonar að virkjunin sé úr sögunni Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. 15. júní 2023 20:20