„Það er verið að eyða litríkum húsum Reykjavíkur“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. júní 2023 21:56 Þingholtsstræti 1 er nú búið að mála dökkgrátt. Húsið var áður gult og er það enn að hluta. Viktor Stefánsson Íbúi í Reykjavík kveðst vera dauðþreyttur á fjölgun húsa og annarra bygginga í borginni sem málaðar eru í gráum og öðrum dökkum litum. Hann segist óttast að borgin sé að missa einkennismerki sitt; fjölbreytta liti ólíkra húsa. Viktor Stefánsson, íbúi í Reykjavík og stjórnmálahagfræðingur birti mynd af Þingholtsstræti 1 í Reykjavík á samfélagsmiðlum í gær. Húsið hýsir veitingastaðinn Primo og var áður gult en nú er búið að mála það að mestu dökkgrátt. „Það er verið að eyða litríkum húsum Reykjavíkur. Allt er að verða grátt, svart eða hvítt,“ skrifar Viktor og bætir því við að sér þyki þessi þróun sorgleg. Það er verið að eyða litríkum húsum Reykjavíkur. Allt er að verða grátt, svart eða hvítt. Fuck hvað þetta er sad. pic.twitter.com/1TEbP7Ihaz— Viktor Stefánsson (@ViktorStefnsso1) June 23, 2023 Þrjú hús orðin grá í stað þess að vera gul „Þetta er bara eitt hús, ég get nefnt þrjár byggingar bara í kringum Skólavörðustíg sem allar þrjár voru gular en eru nú orðnar hvítar eða gráar,“ segir Viktor í samtali við Vísi. Hann bætir því við að nýbyggingar séu auk þess allar í dökkum litum. Ef þær eru ekki málaðar í gráu eða hvítu sé skellt á þeim annarskonar jarðbundnum dökkum litum. „Sem er allt í lagi í sjálfu sér og getur alveg verið fallegt en við búum í landi þar sem er sól í mánuð. Það er sorglegt að þetta sé þróunin því að eitt af því sem hefur verið einkennandi við Reykjavík eru litirnir. Mismunandi litir á húsum í sömu götunni, mismunandi litir á þökum. Það er þetta sem borgin er þekkt fyrir.“ Viktor segist helst óttast að Reykjavík sé að missa eitt af karaktereinkennum sínum.Vísir Hann bætir því við að líklega sé miðborg Reykjavíkur þekktust fyrir þetta. Húsin og litir þeirra séu enda vel nýtt í auglýsingum sem beint sé að ferðamönnum. „Allar nýbyggingar eru hvítar, svartar eða gráar. Svo kemur nóvember, desember og janúar. Þá er niðamyrkur, kalt, blautt og ógeðslegt og þá eru húsin okkar líka grá og svört. Mér finnst það niðurdrepandi en burt séð frá minni eigin persónulegu skoðun hef ég áhyggjur af því að borgin missi hægt og bítandi karaktereinkenni sitt.“ Viktor bætir því við í gríni að sjálfur búi hann í hvítu húsi. Hann segir að hann væri til í að mála það öðrum lit. „Svo eru Íslendingar ekki beint þekktir fyrir að klæða sig í litríkum fötum heldur og veðrið er auk þess alltaf eins, það er alltaf gráskýjað. Allt er grátt og því þurfum við að breyta.“ Viktor segir húsin í Reykjavík hingað til hafa verið þekkt fyrir fjölbreytta liti á veggjum og þökum. Vísir/Vilhelm Reykjavík Húsavernd Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Viktor Stefánsson, íbúi í Reykjavík og stjórnmálahagfræðingur birti mynd af Þingholtsstræti 1 í Reykjavík á samfélagsmiðlum í gær. Húsið hýsir veitingastaðinn Primo og var áður gult en nú er búið að mála það að mestu dökkgrátt. „Það er verið að eyða litríkum húsum Reykjavíkur. Allt er að verða grátt, svart eða hvítt,“ skrifar Viktor og bætir því við að sér þyki þessi þróun sorgleg. Það er verið að eyða litríkum húsum Reykjavíkur. Allt er að verða grátt, svart eða hvítt. Fuck hvað þetta er sad. pic.twitter.com/1TEbP7Ihaz— Viktor Stefánsson (@ViktorStefnsso1) June 23, 2023 Þrjú hús orðin grá í stað þess að vera gul „Þetta er bara eitt hús, ég get nefnt þrjár byggingar bara í kringum Skólavörðustíg sem allar þrjár voru gular en eru nú orðnar hvítar eða gráar,“ segir Viktor í samtali við Vísi. Hann bætir því við að nýbyggingar séu auk þess allar í dökkum litum. Ef þær eru ekki málaðar í gráu eða hvítu sé skellt á þeim annarskonar jarðbundnum dökkum litum. „Sem er allt í lagi í sjálfu sér og getur alveg verið fallegt en við búum í landi þar sem er sól í mánuð. Það er sorglegt að þetta sé þróunin því að eitt af því sem hefur verið einkennandi við Reykjavík eru litirnir. Mismunandi litir á húsum í sömu götunni, mismunandi litir á þökum. Það er þetta sem borgin er þekkt fyrir.“ Viktor segist helst óttast að Reykjavík sé að missa eitt af karaktereinkennum sínum.Vísir Hann bætir því við að líklega sé miðborg Reykjavíkur þekktust fyrir þetta. Húsin og litir þeirra séu enda vel nýtt í auglýsingum sem beint sé að ferðamönnum. „Allar nýbyggingar eru hvítar, svartar eða gráar. Svo kemur nóvember, desember og janúar. Þá er niðamyrkur, kalt, blautt og ógeðslegt og þá eru húsin okkar líka grá og svört. Mér finnst það niðurdrepandi en burt séð frá minni eigin persónulegu skoðun hef ég áhyggjur af því að borgin missi hægt og bítandi karaktereinkenni sitt.“ Viktor bætir því við í gríni að sjálfur búi hann í hvítu húsi. Hann segir að hann væri til í að mála það öðrum lit. „Svo eru Íslendingar ekki beint þekktir fyrir að klæða sig í litríkum fötum heldur og veðrið er auk þess alltaf eins, það er alltaf gráskýjað. Allt er grátt og því þurfum við að breyta.“ Viktor segir húsin í Reykjavík hingað til hafa verið þekkt fyrir fjölbreytta liti á veggjum og þökum. Vísir/Vilhelm
Reykjavík Húsavernd Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent