Smyglaði amfetamíni í vínflöskum og hlaut þungan dóm Árni Sæberg skrifar 23. júní 2023 16:34 Landsréttur mildaði dóm konunnar. Vísir/Vilhelm Pólsk kona var í dag sakfelld í Landsrétti fyrir að hafa staðið að innflutningi á tæpum fjórum lítrum af amfetamínbasa frá heimalandinu. Landsréttur mildaði dóm hennar verulega, úr fimm og hálfu ári í fjögur ár. Fram kemur í dómnum að þann 14.ágúst 2022 hafi konan, Anna Lefik Gawryszczak, verið stöðvuð af tollvörðum í flugstöð Leifs Eiríkssonar ásamt samferðakonu sinni. Báðar eru þær pólskir ríkisborgarar. Við skoðun á farangri þeirra beggja fundust fjórar vínflöskur, tvær í farangurstösku hvorrar um sig, og vaknaði grunur um að í flöskunum væri amfetamín. Í dómi Landsréttar var til þess vísað að frásögn Önnu um það hvernig það hefði komið til að hún tók að sér að flytja umræddar flöskur til landsins væri um margt óskýr og á henni talsverður ólíkindablær. Þá hafi hann ekki samræmst framburði samferðakonunnar og fengi ekki heldur stoð í rannsóknargögnum. Framburður Önnu í heild sinni hafi verið metinn ótrúverðugur. Fyrir lægi að hún hefði tekið við flöskunum án þess að ganga úr skugga um innihald þeirra og því látið sér í léttu rúmi liggja um hvaða efni væri að ræða. Þótti ljóst að ásetningur hennar stóð til þess að flytja fíkniefnin til landsins. Með hliðsjón af magni og styrkleika efnanna þótti jafnframt ljóst að þau hefðu verið ætluð til sölu og dreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Ekki var fallist á með Önnu að meðferð málsins fyrir héraðsdómi hefði dregist. Með hliðsjón af dómaframkvæmd og magni og styrkleika efnanna var refsing hennar ákveðin fangelsi í fjögur ár. Fíkniefnabrot Dómsmál Smygl Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira
Fram kemur í dómnum að þann 14.ágúst 2022 hafi konan, Anna Lefik Gawryszczak, verið stöðvuð af tollvörðum í flugstöð Leifs Eiríkssonar ásamt samferðakonu sinni. Báðar eru þær pólskir ríkisborgarar. Við skoðun á farangri þeirra beggja fundust fjórar vínflöskur, tvær í farangurstösku hvorrar um sig, og vaknaði grunur um að í flöskunum væri amfetamín. Í dómi Landsréttar var til þess vísað að frásögn Önnu um það hvernig það hefði komið til að hún tók að sér að flytja umræddar flöskur til landsins væri um margt óskýr og á henni talsverður ólíkindablær. Þá hafi hann ekki samræmst framburði samferðakonunnar og fengi ekki heldur stoð í rannsóknargögnum. Framburður Önnu í heild sinni hafi verið metinn ótrúverðugur. Fyrir lægi að hún hefði tekið við flöskunum án þess að ganga úr skugga um innihald þeirra og því látið sér í léttu rúmi liggja um hvaða efni væri að ræða. Þótti ljóst að ásetningur hennar stóð til þess að flytja fíkniefnin til landsins. Með hliðsjón af magni og styrkleika efnanna þótti jafnframt ljóst að þau hefðu verið ætluð til sölu og dreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Ekki var fallist á með Önnu að meðferð málsins fyrir héraðsdómi hefði dregist. Með hliðsjón af dómaframkvæmd og magni og styrkleika efnanna var refsing hennar ákveðin fangelsi í fjögur ár.
Fíkniefnabrot Dómsmál Smygl Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira