Apar pyntaðir í ágóðaskyni öðrum til skemmtunar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. júní 2023 08:49 Á myndinni sjást apar af þeirri tegund sem oftast er pyntuð á myndskeiðunum. Getty BBC hefur birt umfjöllun um fjölmenna hópa á samfélagsmiðlum þar sem rætt er um, óskað eftir og deilt myndskeiðum þar sem apar eru pyntaðir, stundum til dauða. Um er að ræða pyntinga-hring, þar sem fólk getur greitt fyrir myndskeið þar sem apar eru pyntaðir á umbeðinn máta. Samkvæmt BBC teygir „starfsemin“ sig frá Indónesíu til Bandaríkjanna en yfirvöld hafa málið til rannsóknar og hafa bæði gerendur og kaupendur verið handteknir. Hóparnir eru sagðir hafa byrjað að myndast á YouTube en fært sig yfir á Telegram. Blaðamenn fengu aðgang að einum hópnum á Telegram, þar sem hundruð manna skiptust á hugmyndum um pyntingar og greiddu einstaklingum á Indónesíu og víðar í Asíu fyrir að framkvæma þær og taka upp á myndband. Oftast er um að ræða Macaque-apa, sem eru misnotaðir, pyntaðir og stundum drepnir. Global network of sadistic monkey torture exposed by BBC https://t.co/l6uGfvTchd— BBC News (World) (@BBCWorld) June 20, 2023 Samkvæmt BBC sæta að minnsta kosti 20 einstaklingar rannsókn, meðal annars einstaklingar í Bandaríkjunum og Bretlandi. Einn þeirra sem er þekktur fyrir að dreifa myndskeiðunum, kallaður „The Torture King“, eða „Pyntingakonungurinn“, samþykkti að ræða við miðilinn. Hann lýsir meðal annars skoðanakönnun í einum Telegram-hópnum þar sem spurt var að því hvort menn vildu sjá hamar beitt, töngum eða skrúfjárni. Myndskeiðið sem var „framleitt“ í kjölfarið segir hann hafa verið eitt það ógeðfelldasta sem hann hafi séð. Aðrir sem hafa verið nefndir í tengslum við rannsókn lögreglu eru Stacey Storey, amma í Alabama í Bandaríkjunum, kölluð „Sadistic“, og maður sem BBC kallar einfaldlega „Mr Ape“. Mr Ape játaði í viðtali við BBC að hann bæri ábyrgð á dauða að minnsta kosti fjögurra apa og pyntingum mun fleiri. Hann hefði óskað eftir mjög grófum myndskeiðum. Lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum lögðu hald á síma Storey, sem geymdi nærri hundrað pyntingarmyndskeið auk gagna sem sýndu fram á að hún hafði greitt fyrir nokkur af grófustu myndskeiðunum sem vitað er um. Storey og Mr Ape hafa ekki verið ákærð en eiga yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsi. Tveir hafa þegar verið handteknir og dæmdir í fangelsi í Indónesíu. Dýr Dýraheilbrigði Indónesía Bandaríkin Bretland Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Samkvæmt BBC teygir „starfsemin“ sig frá Indónesíu til Bandaríkjanna en yfirvöld hafa málið til rannsóknar og hafa bæði gerendur og kaupendur verið handteknir. Hóparnir eru sagðir hafa byrjað að myndast á YouTube en fært sig yfir á Telegram. Blaðamenn fengu aðgang að einum hópnum á Telegram, þar sem hundruð manna skiptust á hugmyndum um pyntingar og greiddu einstaklingum á Indónesíu og víðar í Asíu fyrir að framkvæma þær og taka upp á myndband. Oftast er um að ræða Macaque-apa, sem eru misnotaðir, pyntaðir og stundum drepnir. Global network of sadistic monkey torture exposed by BBC https://t.co/l6uGfvTchd— BBC News (World) (@BBCWorld) June 20, 2023 Samkvæmt BBC sæta að minnsta kosti 20 einstaklingar rannsókn, meðal annars einstaklingar í Bandaríkjunum og Bretlandi. Einn þeirra sem er þekktur fyrir að dreifa myndskeiðunum, kallaður „The Torture King“, eða „Pyntingakonungurinn“, samþykkti að ræða við miðilinn. Hann lýsir meðal annars skoðanakönnun í einum Telegram-hópnum þar sem spurt var að því hvort menn vildu sjá hamar beitt, töngum eða skrúfjárni. Myndskeiðið sem var „framleitt“ í kjölfarið segir hann hafa verið eitt það ógeðfelldasta sem hann hafi séð. Aðrir sem hafa verið nefndir í tengslum við rannsókn lögreglu eru Stacey Storey, amma í Alabama í Bandaríkjunum, kölluð „Sadistic“, og maður sem BBC kallar einfaldlega „Mr Ape“. Mr Ape játaði í viðtali við BBC að hann bæri ábyrgð á dauða að minnsta kosti fjögurra apa og pyntingum mun fleiri. Hann hefði óskað eftir mjög grófum myndskeiðum. Lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum lögðu hald á síma Storey, sem geymdi nærri hundrað pyntingarmyndskeið auk gagna sem sýndu fram á að hún hafði greitt fyrir nokkur af grófustu myndskeiðunum sem vitað er um. Storey og Mr Ape hafa ekki verið ákærð en eiga yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsi. Tveir hafa þegar verið handteknir og dæmdir í fangelsi í Indónesíu.
Dýr Dýraheilbrigði Indónesía Bandaríkin Bretland Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira