Myglan hafi engin áhrif á skólahaldið Máni Snær Þorláksson skrifar 19. júní 2023 18:46 Elín H. Jónsdóttir, forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst, Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, forseti félagsvísindadeildar. Aðsend Mygla hefur greinst í húsnæði Háskólans á Bifröst. Byggingar skólans eru nú lokaðar vegna þessa. Rektor háskólans segir þó að myglan muni ekki hafa nein áhrif á skólahaldið þar sem námið er kennt í fjarkennslu. „Staðan er í greiningu þannig við höfum ekki yfirsýn. En gæfa okkar er að vera fjarkennsluháskóli. Við gátum flutt skrifstofurnar í húsin á háskólasvæðinu auk þess sem við erum með skrifstofur í Reykjavík líka. Til allrar hamingju er sumarfrí framundan og þar sem við erum í skýjunum þá getum við haldið áfram að vera í sjöunda himni,“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor háskólans, í samtali við fréttastofu. Margrét segir ljóst að skólahald verður ekki í þessum byggingum næsta vetur. Það sé þó ennþá ljósara að þá verði komin lausn á því hvar það verður. „Það er alltaf tækifæri í öllum áskorunum, þannig þarf maður að mæta þessu öllu saman,“ segir hún. „Þetta mun ekki hafa nein áhrif á skólahaldið af því við erum með staðlotur þegar aðrar menntastofnanir eru í helgarfríi. Þá veit ég að við munum finna mjög góða lausn á því að hafa staðloturnar annars staðar en á Bifröst.“ Myglan mun ekki hafa nein áhrif á skólahald Háskólans á Bifröst að sögn rektors.Vísir/Vilhelm Bjartsýn þrátt fyrir bagalegar fréttir Margrét bendir á að hægt verði að halda starfsemi háskólans hnökralaust áfram þrátt fyrir mygluna. Til að mynda hafi þau farið áfallalaust í gegnum Covid-19. „Við vorum sá háskóli á Íslandi sem varð ekki fyrir neinni truflun,“ segir hún. „Þetta eru mjög bagalegar fréttir og mikill kostnaður sem fylgir mygluframkvæmdum en hins vegar erum við mjög vel í stakk búin til þess að geta haldið áfram allri okkar starfsemi hnökralaust. Það er það jákvæða við þetta allt saman.“ Margrét er bjartsýn á að hægt verði að laga húsnæðið: „Við erum búin að takast á að algjörlega laga fjármál háskólans á Bifröst, við erum búin að laga gæðamál háskólans á Bifröst, af hverju skyldum við ekki geta lagað þetta?“ Borgarbyggð Háskólar Mygla Skóla - og menntamál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
„Staðan er í greiningu þannig við höfum ekki yfirsýn. En gæfa okkar er að vera fjarkennsluháskóli. Við gátum flutt skrifstofurnar í húsin á háskólasvæðinu auk þess sem við erum með skrifstofur í Reykjavík líka. Til allrar hamingju er sumarfrí framundan og þar sem við erum í skýjunum þá getum við haldið áfram að vera í sjöunda himni,“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor háskólans, í samtali við fréttastofu. Margrét segir ljóst að skólahald verður ekki í þessum byggingum næsta vetur. Það sé þó ennþá ljósara að þá verði komin lausn á því hvar það verður. „Það er alltaf tækifæri í öllum áskorunum, þannig þarf maður að mæta þessu öllu saman,“ segir hún. „Þetta mun ekki hafa nein áhrif á skólahaldið af því við erum með staðlotur þegar aðrar menntastofnanir eru í helgarfríi. Þá veit ég að við munum finna mjög góða lausn á því að hafa staðloturnar annars staðar en á Bifröst.“ Myglan mun ekki hafa nein áhrif á skólahald Háskólans á Bifröst að sögn rektors.Vísir/Vilhelm Bjartsýn þrátt fyrir bagalegar fréttir Margrét bendir á að hægt verði að halda starfsemi háskólans hnökralaust áfram þrátt fyrir mygluna. Til að mynda hafi þau farið áfallalaust í gegnum Covid-19. „Við vorum sá háskóli á Íslandi sem varð ekki fyrir neinni truflun,“ segir hún. „Þetta eru mjög bagalegar fréttir og mikill kostnaður sem fylgir mygluframkvæmdum en hins vegar erum við mjög vel í stakk búin til þess að geta haldið áfram allri okkar starfsemi hnökralaust. Það er það jákvæða við þetta allt saman.“ Margrét er bjartsýn á að hægt verði að laga húsnæðið: „Við erum búin að takast á að algjörlega laga fjármál háskólans á Bifröst, við erum búin að laga gæðamál háskólans á Bifröst, af hverju skyldum við ekki geta lagað þetta?“
Borgarbyggð Háskólar Mygla Skóla - og menntamál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira