33 milljónir flaskna af íslensku vatni til Bandaríkjanna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. júní 2023 13:30 Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar, sem segir að íslenska vatnið verði okkar olía Íslendinga. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sala á íslensku vatni úr landi hefur sjaldan eða aldrei gengið eins vel og um þessar mundir enda hafa vélarnar hjá Ölgerðinni ekki undan að tappa vatninu í flöskur þrátt fyrir að vera að störfum allan sólarhringinn. Á síðasta ári seldi fyrirtækið 33 milljónir flaskna í tvö þúsund og fimm hundruð gámum, sem fóru aðallega til Bandaríkjanna. Útflutningur á íslensku vatni er vaxandi hluti í starfsemi Ölgerðarinnar enda hafa vélarnar varla undan við að koma vatninu í flöskur. Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar er að sjálfsögðu kampakátur hvað vatnsútflutningurinn gengur vel. „Þetta er nú loksins orðið arðbært en við erum búin að vera í þessu í rúm tuttugu ár og það má segja að það sé að rætast núna spá, sem er áratuga gömul að vatnið verða okkar olía Íslendinga.Ég held að það séu miklir möguleikar með íslenska vatnið og þetta sé bara rétt byrjunin,“ segir Andri. Andri segir að unnið sé allan sólarhringinn í kringum vatnið og að afkastageta fyrirtækisins sé að verða uppurinn vegna vinsælda íslenska vatnsins. „Við erum með án efa eitt hreinasta vatn í heimi og það sem er líka kannski ólíkt venjulegu vatni ef við getum orðað það þannig, að við erum með tiltölulega hátt PH gildi, 8,88 í okkar vatni, sem er þá næstum basískt og það þykir mjög eftirsóknarvert,“ segir Andri. Sala á íslensku vatni erlendis, aðallega til Bandaríkjanna hefur aldrei verið eins mikil og á síðasta ári hjá Ölgerðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvar fær Ölgerðin allt þetta vatn? „Það kemur úr okkar eigin borholu í Gvendarbrunni, sem er merkt V11 og er leidd hérna í lögn alla leið þaðan og inn í verksmiðjuna hjá okkur og það er engin annar, sem notar þetta vatn nema Iceland Spring vatnið okkar,“ segir Andri Þór. Vélarnar hjá Ölgerðinni eru í gangi allan sólarhringinn og þær hafa varla undan þegar íslenska vatnið er annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Útflutningur á íslensku vatni er vaxandi hluti í starfsemi Ölgerðarinnar enda hafa vélarnar varla undan við að koma vatninu í flöskur. Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar er að sjálfsögðu kampakátur hvað vatnsútflutningurinn gengur vel. „Þetta er nú loksins orðið arðbært en við erum búin að vera í þessu í rúm tuttugu ár og það má segja að það sé að rætast núna spá, sem er áratuga gömul að vatnið verða okkar olía Íslendinga.Ég held að það séu miklir möguleikar með íslenska vatnið og þetta sé bara rétt byrjunin,“ segir Andri. Andri segir að unnið sé allan sólarhringinn í kringum vatnið og að afkastageta fyrirtækisins sé að verða uppurinn vegna vinsælda íslenska vatnsins. „Við erum með án efa eitt hreinasta vatn í heimi og það sem er líka kannski ólíkt venjulegu vatni ef við getum orðað það þannig, að við erum með tiltölulega hátt PH gildi, 8,88 í okkar vatni, sem er þá næstum basískt og það þykir mjög eftirsóknarvert,“ segir Andri. Sala á íslensku vatni erlendis, aðallega til Bandaríkjanna hefur aldrei verið eins mikil og á síðasta ári hjá Ölgerðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvar fær Ölgerðin allt þetta vatn? „Það kemur úr okkar eigin borholu í Gvendarbrunni, sem er merkt V11 og er leidd hérna í lögn alla leið þaðan og inn í verksmiðjuna hjá okkur og það er engin annar, sem notar þetta vatn nema Iceland Spring vatnið okkar,“ segir Andri Þór. Vélarnar hjá Ölgerðinni eru í gangi allan sólarhringinn og þær hafa varla undan þegar íslenska vatnið er annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira