Óttast flótta dagforeldra eftir samþykkt borgarráðs Bjarki Sigurðsson skrifar 17. júní 2023 12:01 Einar Þorsteinsson er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar. Halldóra Björk Þórarinsdóttir, formaður félags dagforeldra í Reykjavík, segir tillögur ráðsins ekki falla vel í kramið hjá dagforeldrum. Vísir/Vilhelm/Aðsend Dagforeldrar eru afar ósáttir með fyrirætlarnir Reykjavíkurborgar um að greiða nýjum dagforeldrum milljón krónur í stofnstyrk. Formaður félags dagforeldra í Reykjavík, segist óttast flótta úr stéttinni. Fyrr í vikunni greindi Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, frá því að samþykktar hafi verið tillögur um að nýir dagforeldrar í Reykjavík fengu milljón króna í stofnstyrk. Þá yrði settur árlegur aðstöðustyrkur upp á 150 þúsund krónur sem tekur gildi eftir tvö ár í starfi. Halldóra Björk Þórarinsdóttir, formaður Barnsins, félagsdagforeldra í Reykjavík, segir þessa samþykkt Reykjavíkurborgar ekki vera það sem dagforeldrar vildu heyra. „Við tökum ekki vel í það því það hjálpar ekki fækkuninni, flóttanum úr stéttinni. Við viljum halda í þessa sem eru nú þegar starfandi, við viljum ekki að þeir hverfi á braut. Þeir urðu frekar slegnir að heyra þetta með þessa milljón í stofnstyrk. Svo kemur þessi aðstöðustyrkur upp á 150 þúsund sem Einar talar um að dagforeldrar fái árlega, sem er frábært. En upphaflega átti þessi styrkur að vera 200 þúsund þannig hann er lækkaður líka,“ segir Halldóra. Milljóninni verður skipt þannig að nýir dagforeldrar fá greiddar 250 þúsund krónur við undirritun þjónustusamnings og svo 750 þúsund krónur ári síðar. Halldóra segir að umræddur þjónustusamningur hafi ekki verið kynntur fyrir dagforeldrum. „Svo er talað um þjónustusamning, hvaða þjónustusamningur er það? Það er eitthvað sem við höfum aldrei séð og vitum ekki hvað felur í sér, hvað verður inni í honum og neitt þannig. Þannig við komum af fjöllum þegar þessi þáttur í Reykjavík síðdegis sem Einar var í kemur, þannig við vorum öll slegin yfir þessu. Við vissum ekki neitt hvað var í gangi,“ segir Halldóra. Hún harmar að ekki sé haft samráð við dagforeldra er unnið er að málefnum þeirra. Til að mynda hafi áður verið loforð um daggæsluhús sem dagforeldrar hafa mikinn áhuga á. Þau loforð hafa hins vegar aldrei verið efnd. „En hvar eru þau? Hvar á að setja þau niður? Hverjum stendur þeim til boða? Við erum ekki höfð með í neinni umræðu. Við erum ekki boðuð til fundar, við höfum óskað eftir fundum bæði með Einar og skóla- og frístundaráði en við höfum verið hunsuð, okkur er ekki svarað,“ segir Halldóra. Leikskólar Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Fyrr í vikunni greindi Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, frá því að samþykktar hafi verið tillögur um að nýir dagforeldrar í Reykjavík fengu milljón króna í stofnstyrk. Þá yrði settur árlegur aðstöðustyrkur upp á 150 þúsund krónur sem tekur gildi eftir tvö ár í starfi. Halldóra Björk Þórarinsdóttir, formaður Barnsins, félagsdagforeldra í Reykjavík, segir þessa samþykkt Reykjavíkurborgar ekki vera það sem dagforeldrar vildu heyra. „Við tökum ekki vel í það því það hjálpar ekki fækkuninni, flóttanum úr stéttinni. Við viljum halda í þessa sem eru nú þegar starfandi, við viljum ekki að þeir hverfi á braut. Þeir urðu frekar slegnir að heyra þetta með þessa milljón í stofnstyrk. Svo kemur þessi aðstöðustyrkur upp á 150 þúsund sem Einar talar um að dagforeldrar fái árlega, sem er frábært. En upphaflega átti þessi styrkur að vera 200 þúsund þannig hann er lækkaður líka,“ segir Halldóra. Milljóninni verður skipt þannig að nýir dagforeldrar fá greiddar 250 þúsund krónur við undirritun þjónustusamnings og svo 750 þúsund krónur ári síðar. Halldóra segir að umræddur þjónustusamningur hafi ekki verið kynntur fyrir dagforeldrum. „Svo er talað um þjónustusamning, hvaða þjónustusamningur er það? Það er eitthvað sem við höfum aldrei séð og vitum ekki hvað felur í sér, hvað verður inni í honum og neitt þannig. Þannig við komum af fjöllum þegar þessi þáttur í Reykjavík síðdegis sem Einar var í kemur, þannig við vorum öll slegin yfir þessu. Við vissum ekki neitt hvað var í gangi,“ segir Halldóra. Hún harmar að ekki sé haft samráð við dagforeldra er unnið er að málefnum þeirra. Til að mynda hafi áður verið loforð um daggæsluhús sem dagforeldrar hafa mikinn áhuga á. Þau loforð hafa hins vegar aldrei verið efnd. „En hvar eru þau? Hvar á að setja þau niður? Hverjum stendur þeim til boða? Við erum ekki höfð með í neinni umræðu. Við erum ekki boðuð til fundar, við höfum óskað eftir fundum bæði með Einar og skóla- og frístundaráði en við höfum verið hunsuð, okkur er ekki svarað,“ segir Halldóra.
Leikskólar Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira