Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Magnús Jochum Pálsson og Kristján Már Unnarsson skrifa 15. júní 2023 16:10 Inntakslón myndast ofan við stíflu Hvammsvirkjunar. Landsvirkjun Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. Úrskurðurinn hefur ekki verið birtur en Karólína Finnbjörnsdóttir lögmaður, sem sæti á í nefndinni, staðfestir í samtali við fréttastofu að nefndin hafi fellt virkjunarleyfið úr gildi vegna ágalla. Hún segir að kærendur hafi verið allmargir, þeirra á meðal veiðifélag og náttúruverndarsamtök. Karolína segir úrskurðinn sennilega þann ítarlegasta sem kveðinn hafi verið upp af nefndinni. Í honum séu jafnframt veittar leiðbeiningar um hvað betur mætti fara. Landsvirkjun hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ákvörðun nefndarinnar séu vonbrigði og slæmar fréttir fyrir íslenskt samfélag Ógildir framkvæmdaleyfi Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær framkvæmdaleyfi fyrir virkjunina en sama dag frestaði sveitarstjórn Rangárþings ytra afgreiðslu málsins fram í næstu viku. Niðurfelling virkjunarleyfisins ógildir væntanlega framkvæmdaleyfi þar sem virkjunarleyfi er forsenda framkvæmdaleyfis. Landsvirkjun hefur í á þriðja áratug unnið að undirbúningi fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar en deilur vegna virkjunarinnar hafa verið töluverðar. Uppsett afl virkjunarinnar á að vera 95 MW. Það tók Orkustofnun nítján mánuði að gefa út virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar og gagnrýndi forstjóri Landsvirkjunar, Hörður Arnarson, í fyrra hve langan tíma það hefði tekið. „Áður fyrr hefur þetta tekið svona um þrjá og hálfan mánuð. Þannig að þetta er óheppilegt,“ sagði hann í viðtali við Stöð 2. Landsvirkjun hefur boðið út fyrstu undirbúningsáfanga framkvæmda við Hvammsvirkjun. Tilboð átti að opna strax í næstu viku og var stefnt að því að hefja framkvæmdir í næsta mánuði. Þau áform eru núna uppnámi eftir ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 í gærkvöldi með viðtali við oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem taldi deilum um virkjunina lokið: Umhverfismál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Þrjátíu ára deilum um Hvammsvirkjun lokið Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti nú undir kvöld framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarstjórn Rangárþings-ytra ákvað í dag að fresta kosningu um málið og Landsvirkjun getur því ekki enn hafist handa við framkvæmdir við virkjunina. 14. júní 2023 20:08 Sveitarstjórn frestar afgreiðslu á framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ákveðið að fresta afgreiðslu á umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun til næsta aukafundar sveitarstjórnar. Lagt er til að umhverfisnefnd sveitarfélagsins gefist kostur á að fjalla um málið í ljósi þess að nýjar upplýsingar um ákveðna umhverfisþætti hafi borist sveitarstjórn. 14. júní 2023 10:35 Landsvirkjun hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Landsvirkjun hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun, sem yrði fyrsta virkjunin í neðri Þjórsá, 95 megavött að stærð. 24. desember 2022 14:29 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Úrskurðurinn hefur ekki verið birtur en Karólína Finnbjörnsdóttir lögmaður, sem sæti á í nefndinni, staðfestir í samtali við fréttastofu að nefndin hafi fellt virkjunarleyfið úr gildi vegna ágalla. Hún segir að kærendur hafi verið allmargir, þeirra á meðal veiðifélag og náttúruverndarsamtök. Karolína segir úrskurðinn sennilega þann ítarlegasta sem kveðinn hafi verið upp af nefndinni. Í honum séu jafnframt veittar leiðbeiningar um hvað betur mætti fara. Landsvirkjun hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ákvörðun nefndarinnar séu vonbrigði og slæmar fréttir fyrir íslenskt samfélag Ógildir framkvæmdaleyfi Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær framkvæmdaleyfi fyrir virkjunina en sama dag frestaði sveitarstjórn Rangárþings ytra afgreiðslu málsins fram í næstu viku. Niðurfelling virkjunarleyfisins ógildir væntanlega framkvæmdaleyfi þar sem virkjunarleyfi er forsenda framkvæmdaleyfis. Landsvirkjun hefur í á þriðja áratug unnið að undirbúningi fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar en deilur vegna virkjunarinnar hafa verið töluverðar. Uppsett afl virkjunarinnar á að vera 95 MW. Það tók Orkustofnun nítján mánuði að gefa út virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar og gagnrýndi forstjóri Landsvirkjunar, Hörður Arnarson, í fyrra hve langan tíma það hefði tekið. „Áður fyrr hefur þetta tekið svona um þrjá og hálfan mánuð. Þannig að þetta er óheppilegt,“ sagði hann í viðtali við Stöð 2. Landsvirkjun hefur boðið út fyrstu undirbúningsáfanga framkvæmda við Hvammsvirkjun. Tilboð átti að opna strax í næstu viku og var stefnt að því að hefja framkvæmdir í næsta mánuði. Þau áform eru núna uppnámi eftir ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 í gærkvöldi með viðtali við oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem taldi deilum um virkjunina lokið:
Umhverfismál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Þrjátíu ára deilum um Hvammsvirkjun lokið Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti nú undir kvöld framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarstjórn Rangárþings-ytra ákvað í dag að fresta kosningu um málið og Landsvirkjun getur því ekki enn hafist handa við framkvæmdir við virkjunina. 14. júní 2023 20:08 Sveitarstjórn frestar afgreiðslu á framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ákveðið að fresta afgreiðslu á umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun til næsta aukafundar sveitarstjórnar. Lagt er til að umhverfisnefnd sveitarfélagsins gefist kostur á að fjalla um málið í ljósi þess að nýjar upplýsingar um ákveðna umhverfisþætti hafi borist sveitarstjórn. 14. júní 2023 10:35 Landsvirkjun hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Landsvirkjun hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun, sem yrði fyrsta virkjunin í neðri Þjórsá, 95 megavött að stærð. 24. desember 2022 14:29 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Þrjátíu ára deilum um Hvammsvirkjun lokið Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti nú undir kvöld framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarstjórn Rangárþings-ytra ákvað í dag að fresta kosningu um málið og Landsvirkjun getur því ekki enn hafist handa við framkvæmdir við virkjunina. 14. júní 2023 20:08
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu á framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ákveðið að fresta afgreiðslu á umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun til næsta aukafundar sveitarstjórnar. Lagt er til að umhverfisnefnd sveitarfélagsins gefist kostur á að fjalla um málið í ljósi þess að nýjar upplýsingar um ákveðna umhverfisþætti hafi borist sveitarstjórn. 14. júní 2023 10:35
Landsvirkjun hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Landsvirkjun hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun, sem yrði fyrsta virkjunin í neðri Þjórsá, 95 megavött að stærð. 24. desember 2022 14:29
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14