Útlit fyrir að 2023 muni toppa árin fyrir faraldur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júní 2023 11:43 Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Ívar Fannar Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir útlit fyrir að árið í ár verði stærra fyrir greinina en árin fyrir Covid. Nýjar tölur Hagstofunnar sýna mikinn vöxt ferðaþjónustu frá því á síðasta ári. Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu á síðasta ári nam 7,8 prósentum, sem er hæsta hlutfall síðan árið 2018, þegar hann nam 8,2 prósentum og hafði þá aldrei verið hærri. Þá nam hlutdeild ferðaþjónustu í heildarvinnustundum 8,3 í fyrra, og hefur sömuleiðis ekki verið hærri síðan 2018, þegar hlutfallið var 9,8 prósent. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir viðspyrnu ferðaþjónustunnar sterka. Góð teikn séu á lofti nánast hvar sem litið er. „Til dæmis á neyslu ferðamanna á landinu, sem er sú mesta sem við höfum séð, á breytilegu verðlagi. Og það á ári þar sem við erum með færri ferðamenn en áður, sem segir okkur það að verðmætin sem hver ferðamaður er að skilja eftir eru meiri en áður. Sem er líka það sem við viljum sjá,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Útlit sé fyrir að árið í ár verði stærra en árin fyrir faraldur. „Það náttúrulega eru ansi margar breytur sem þarf að rannsaka betur til þess að við áttum okkur betur og getum spáð betur um framíðina, en það lítur út fyrir það að þessi þróun muni halda áfram.“ En er Ísland þá að nálgast hámarksafkastagetu í ferðaþjónustu? „Allar spurningar um það hvað við getum tekið á móti mörgum eru mjög afstæðar.“ Þar skipti meðal annars máli hvar ferðamennirnir halda sig, hvort þeir séu allir nálægt höfuðborgarsvæðinu eða dreifist um landið. Vel hafi gengið að byggja upp innviði og stefnan sé ekki að fylla landið af ferðamönnum þar til þolmörkum verði náð. „Markmiðið núna hlýtur að vera að ná stöðugleika í sjálfbærri atvinnugrein sem gefur af sér gríðarlegar fjárhæðir inn í þjóðarbúið og byggir upp samfélagið fyrir okkur öll. Það er markmiðið,“ segir Jóhannes. Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Tengdar fréttir Heildarneysla ferðamanna jókst um 80 prósent milli ára Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu nam 7,8 prósent í fyrra samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum. Hlutfallið var 4,8 prósent árið 2021 en 8,2 prósent árin 2016 til 2019. 15. júní 2023 10:06 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu á síðasta ári nam 7,8 prósentum, sem er hæsta hlutfall síðan árið 2018, þegar hann nam 8,2 prósentum og hafði þá aldrei verið hærri. Þá nam hlutdeild ferðaþjónustu í heildarvinnustundum 8,3 í fyrra, og hefur sömuleiðis ekki verið hærri síðan 2018, þegar hlutfallið var 9,8 prósent. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir viðspyrnu ferðaþjónustunnar sterka. Góð teikn séu á lofti nánast hvar sem litið er. „Til dæmis á neyslu ferðamanna á landinu, sem er sú mesta sem við höfum séð, á breytilegu verðlagi. Og það á ári þar sem við erum með færri ferðamenn en áður, sem segir okkur það að verðmætin sem hver ferðamaður er að skilja eftir eru meiri en áður. Sem er líka það sem við viljum sjá,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Útlit sé fyrir að árið í ár verði stærra en árin fyrir faraldur. „Það náttúrulega eru ansi margar breytur sem þarf að rannsaka betur til þess að við áttum okkur betur og getum spáð betur um framíðina, en það lítur út fyrir það að þessi þróun muni halda áfram.“ En er Ísland þá að nálgast hámarksafkastagetu í ferðaþjónustu? „Allar spurningar um það hvað við getum tekið á móti mörgum eru mjög afstæðar.“ Þar skipti meðal annars máli hvar ferðamennirnir halda sig, hvort þeir séu allir nálægt höfuðborgarsvæðinu eða dreifist um landið. Vel hafi gengið að byggja upp innviði og stefnan sé ekki að fylla landið af ferðamönnum þar til þolmörkum verði náð. „Markmiðið núna hlýtur að vera að ná stöðugleika í sjálfbærri atvinnugrein sem gefur af sér gríðarlegar fjárhæðir inn í þjóðarbúið og byggir upp samfélagið fyrir okkur öll. Það er markmiðið,“ segir Jóhannes.
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Tengdar fréttir Heildarneysla ferðamanna jókst um 80 prósent milli ára Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu nam 7,8 prósent í fyrra samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum. Hlutfallið var 4,8 prósent árið 2021 en 8,2 prósent árin 2016 til 2019. 15. júní 2023 10:06 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
Heildarneysla ferðamanna jókst um 80 prósent milli ára Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu nam 7,8 prósent í fyrra samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum. Hlutfallið var 4,8 prósent árið 2021 en 8,2 prósent árin 2016 til 2019. 15. júní 2023 10:06