Söngvari Rammstein gæti átt fimm ára fangelsi yfir höfði sér Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. júní 2023 14:56 Saksóknari í Berlín hefur opnað rannsókn á hendur Lindemann. Getty Saksóknari í Berlín hefur opnað rannsókn á hendur Till Lindemann, söngvara Rammstein, fyrir kynferðisbrot. Tugir kvenna hafa stigið fram á undanförnum vikum og sakað Lindemann og starfslið hans um kerfisbundna tælingu og byrlun. Samkvæmt þýska blaðinu Tagesspiegel er Lindemann grunaður um að brjóta 177 grein þýskra hegningarlaga. Þar segir að hver sem neyðir aðra manneskju til kynferðislegra athafna með sjálfum sér eða örðum geti átt yfir sér fangelsisdóm allt að fimm árum. Rannsóknin hófst vegna fjölmiðlaumfjöllunar um mál Lindemann sem og umfjöllunar á samfélagsmiðlum. Á Reddit síðu þungarrokkshljómsveitarinnar hafa tugir kvenna stigið fram lýst framferði Lindemann og virðast lýsingarnar margar vera keimlíkar eða alveg eins. Málin hrannast upp Eins og Vísir hefur áður greint frá var það írsk kona að nafni Shelby Lynn sem steig fram með fyrstu ásakanirnar. En hún lýsti grunsemdum um byrlun á tónleikum Rammstein í Vilníu, höfuðborg Litháen í maí síðastliðnum. Í kjölfar þess stigu fleiri fram. Rammstein hafa gefið út nokkrar yfirlýsingar um málið og hafnað ásökununum. Engu að síður hefur þrýstingurinn magnast. Meðal annars sleit bókaútgefandinn KiWi útgáfusamningi sínum við Lindemann, en forlagið hafði um áraraðir gefið út ljóðabækur hans. Til umræðu á þinginu Nú hefur mál Lindemann ratað alla leið til þýska þingsins. Sebastian Schlusselburg, þingmaður Vinstrisins, lagði nýlega fram fyrirspurn um hvar mál Lindemann væri statt hjá saksóknara. Saksóknari hefur hins vegar ekki viljað greina frekar frá rannsókninni. „Það er mikilvægt að þær upplýsingar sem yfirvöld veita njóti trausts því það er mjög hætt við því að þeir sem um ræðir verði fyrir fordómum í samfélaginu vegna þeirra,“ sagði talsmaður saksóknaraembættisins. Tónlist Þýskaland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Útgefandi Lindemann lætur hann róa og fleiri ásakanir birtast Fleiri Metoo sögur um Till Lindemann, söngvara þungarokkssveitarinnar Rammstein hafa birst eftir að kona sakaði hann um byrlun í Litháen í síðasta mánuði. Bókaútgefandi hefur sagt upp samningi við Lindemann. 8. júní 2023 22:17 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Samkvæmt þýska blaðinu Tagesspiegel er Lindemann grunaður um að brjóta 177 grein þýskra hegningarlaga. Þar segir að hver sem neyðir aðra manneskju til kynferðislegra athafna með sjálfum sér eða örðum geti átt yfir sér fangelsisdóm allt að fimm árum. Rannsóknin hófst vegna fjölmiðlaumfjöllunar um mál Lindemann sem og umfjöllunar á samfélagsmiðlum. Á Reddit síðu þungarrokkshljómsveitarinnar hafa tugir kvenna stigið fram lýst framferði Lindemann og virðast lýsingarnar margar vera keimlíkar eða alveg eins. Málin hrannast upp Eins og Vísir hefur áður greint frá var það írsk kona að nafni Shelby Lynn sem steig fram með fyrstu ásakanirnar. En hún lýsti grunsemdum um byrlun á tónleikum Rammstein í Vilníu, höfuðborg Litháen í maí síðastliðnum. Í kjölfar þess stigu fleiri fram. Rammstein hafa gefið út nokkrar yfirlýsingar um málið og hafnað ásökununum. Engu að síður hefur þrýstingurinn magnast. Meðal annars sleit bókaútgefandinn KiWi útgáfusamningi sínum við Lindemann, en forlagið hafði um áraraðir gefið út ljóðabækur hans. Til umræðu á þinginu Nú hefur mál Lindemann ratað alla leið til þýska þingsins. Sebastian Schlusselburg, þingmaður Vinstrisins, lagði nýlega fram fyrirspurn um hvar mál Lindemann væri statt hjá saksóknara. Saksóknari hefur hins vegar ekki viljað greina frekar frá rannsókninni. „Það er mikilvægt að þær upplýsingar sem yfirvöld veita njóti trausts því það er mjög hætt við því að þeir sem um ræðir verði fyrir fordómum í samfélaginu vegna þeirra,“ sagði talsmaður saksóknaraembættisins.
Tónlist Þýskaland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Útgefandi Lindemann lætur hann róa og fleiri ásakanir birtast Fleiri Metoo sögur um Till Lindemann, söngvara þungarokkssveitarinnar Rammstein hafa birst eftir að kona sakaði hann um byrlun í Litháen í síðasta mánuði. Bókaútgefandi hefur sagt upp samningi við Lindemann. 8. júní 2023 22:17 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Útgefandi Lindemann lætur hann róa og fleiri ásakanir birtast Fleiri Metoo sögur um Till Lindemann, söngvara þungarokkssveitarinnar Rammstein hafa birst eftir að kona sakaði hann um byrlun í Litháen í síðasta mánuði. Bókaútgefandi hefur sagt upp samningi við Lindemann. 8. júní 2023 22:17