Sveitarstjórn frestar afgreiðslu á framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2023 10:35 Áætlað er að afl Hvammsvirkjunar yrði 95 megavött og stærð svokallað Hagalóns fjórir ferkílómetrar. Landsvirkjun Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ákveðið að fresta afgreiðslu á umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun til næsta aukafundar sveitarstjórnar. Lagt er til að umhverfisnefnd sveitarfélagsins gefist kostur á að fjalla um málið í ljósi þess að nýjar upplýsingar um ákveðna umhverfisþætti hafi borist sveitarstjórn. Þetta var ákveðið að fundi sveitarstjórnar Rangárþings ytra í morgun. Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, staðfestir í samtali við fréttastofu að málið verði tekið fyrir á aukafundi sveitarstjórnar sem haldinn verði á föstudaginn í næstu viku, 23. júní. Á vef sveitarfélagsins kemur fram að ný erindi hafi borist frá Verndarsjóði villtra laxastofna (NASF á Íslandi) og Veiðifélagi Þjórsár þar sem skorað er á sveitarstjórn að hafna beiðni Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi. Rangárþing ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppur skiluðu í lok síðasta mánaðar sameiginlegri greinargerð þar sem lagt var til að framkvæmdaleyfi fyrir virkjuninni yrði samþykkt að uppfylltum ákveðum skilyrðum. Til stendur að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps komi saman til fundar í Árnesi klukkan 17 í dag til að afgreiða framkvæmdaleyfið. Haraldur Þór Jónsson, oddviti og sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir í samtali við fréttastofu að sveitarstjórn muni halda sínu striki, þrátt fyrir frestun sveitarstjórnar Rangárþings ytra, og afgreiða málið á fundi sínum síðdegis. Fjögurra ferkílómetra lón Hvammsvirkjun yrði á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu þar sem fyrir eru sjö aflstöðvar, en upptök vatnsaflsins yrði í Hofsjökli og Vatnajökli. Virkjunin myndi nýta fall Þjórsár neðan Búrfellsvirkjunar, frá svokölluðu Yrjaskeri rétt ofan við bæinn Haga og niður fyrir Ölmóðsey austan við Þjórsárholt. Landsvirkjun sótti um framkvæmdaleyfi til sveitarfélaganna tveggja í desember á síðasta ári eftir að Orkustofnun veitti fyrir henni virkjunarleyfi. Áætlað er að afl Hvammsvirkjunar yrði 95 megavött og stærð svokallað Hagalóns fjórir ferkílómetrar. Rangárþing ytra Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14 Ný Þjórsárbrú við Árnes gæti farið í útboð í haust Ný brú yfir Þjórsá á móts við þorpið Árnes er núna á lokastigi hönnunar og gæti farið í útboð í haust. Brúin styttir vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða í Árnes- og Rangárvallasýslu en brúarsmíðin er hluti af vegagerð Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. 1. maí 2023 07:55 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Þetta var ákveðið að fundi sveitarstjórnar Rangárþings ytra í morgun. Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, staðfestir í samtali við fréttastofu að málið verði tekið fyrir á aukafundi sveitarstjórnar sem haldinn verði á föstudaginn í næstu viku, 23. júní. Á vef sveitarfélagsins kemur fram að ný erindi hafi borist frá Verndarsjóði villtra laxastofna (NASF á Íslandi) og Veiðifélagi Þjórsár þar sem skorað er á sveitarstjórn að hafna beiðni Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi. Rangárþing ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppur skiluðu í lok síðasta mánaðar sameiginlegri greinargerð þar sem lagt var til að framkvæmdaleyfi fyrir virkjuninni yrði samþykkt að uppfylltum ákveðum skilyrðum. Til stendur að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps komi saman til fundar í Árnesi klukkan 17 í dag til að afgreiða framkvæmdaleyfið. Haraldur Þór Jónsson, oddviti og sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir í samtali við fréttastofu að sveitarstjórn muni halda sínu striki, þrátt fyrir frestun sveitarstjórnar Rangárþings ytra, og afgreiða málið á fundi sínum síðdegis. Fjögurra ferkílómetra lón Hvammsvirkjun yrði á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu þar sem fyrir eru sjö aflstöðvar, en upptök vatnsaflsins yrði í Hofsjökli og Vatnajökli. Virkjunin myndi nýta fall Þjórsár neðan Búrfellsvirkjunar, frá svokölluðu Yrjaskeri rétt ofan við bæinn Haga og niður fyrir Ölmóðsey austan við Þjórsárholt. Landsvirkjun sótti um framkvæmdaleyfi til sveitarfélaganna tveggja í desember á síðasta ári eftir að Orkustofnun veitti fyrir henni virkjunarleyfi. Áætlað er að afl Hvammsvirkjunar yrði 95 megavött og stærð svokallað Hagalóns fjórir ferkílómetrar.
Rangárþing ytra Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14 Ný Þjórsárbrú við Árnes gæti farið í útboð í haust Ný brú yfir Þjórsá á móts við þorpið Árnes er núna á lokastigi hönnunar og gæti farið í útboð í haust. Brúin styttir vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða í Árnes- og Rangárvallasýslu en brúarsmíðin er hluti af vegagerð Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. 1. maí 2023 07:55 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14
Ný Þjórsárbrú við Árnes gæti farið í útboð í haust Ný brú yfir Þjórsá á móts við þorpið Árnes er núna á lokastigi hönnunar og gæti farið í útboð í haust. Brúin styttir vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða í Árnes- og Rangárvallasýslu en brúarsmíðin er hluti af vegagerð Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. 1. maí 2023 07:55