Ægifegurð hvalsins Ragnheiður Harpa Leifsdóttir skrifar 13. júní 2023 11:01 Í yfirgefnum firði fyrir vestan hruflast slétt yfirborð sjávarins og hvalur skýst upp úr vatninu. Okkur bregður. Svo skyndilega erum við minnt á smæð okkar. Undrun skolast yfir eins og alda. Í andartak er erum við kippt úr hversdeginum: hafragrautnum, reikningunum, bílaviðgerðinni. Í augnablik erum við agnarsmáar manneskjur með brjóstið barmafullt af fegurð. Karim Iliya - Kogia.org Í sumar stendur til að drepa tvö hundruð hvali. Um ævina kolefnisbindur hvalur á við skóg. Að drepa tvö hundruð hvali mætti því sjá eins og að útrýma stórum hluta skóglendis Íslands. Hvernig getur einn maður (sem kemst fyrir í hjarta hvals) fengið leyfi til að skjóta og drepa tvö hundruð hvali í sumar með ömurlegum og ofbeldisfullum aðferðum þvert á móti vilja þjóðarinnar? Í dag lifa þessir tvö hundruð hvalir enn, og nema stjórnvöld afturkalli leyfið til að skjóta þá, munu þeir óhjákvæmilega líða kvalafullan, langdreginn dauðdaga. Hvalur hf. mun engu skeyta um hvort hvalkú er með mjólkandi kálf sér við hlið, eða ef hún er ólétt. Þá verður fóstrið skorið úr maga hennar á höfninni í Hvalfirði og drepið. Hvalirnir verða skotnir með úrsérgengnum búnaði og sumir eiga eftir að berjast fyrir lífi sínu klukkutímum saman. Karim Iliya - Kogia.org Þegar eftirspurnin eftir kjötinu er enginn, arður fyrirtækisins á sölu hvalkjöti nær ekki til, mengun sem stafar af starfsstöð fyrirtækis sýnilega í höfninni og hundruð þúsundir manna eru á móti þessu - hvernig líðum við þetta? Hvernig látum eftir vilja eins manns þegar í samfélagi okkar eru óteljandi sterkir einstaklingar, öll með mikilvæga rödd. Hvalir eru hljóðlátir risar sjávarins. Þeir eru nauðsynlegur hluti vistkerfis sjávar og stuðla að heilbrigðu lífkerfi í sjónum, og þeir eru í útrýmingarhættu á heimsvísu. Söngur þeirra getur ferðast um 16.000 km, en það er vegalengdin frá Íslandi til Kambódíu. Karim Iliya - Kogia.org Alþjóðasamfélagið horfir. Það fylgist með og það dæmir. Nú er mikilvægt að við spyrnum á móti. Fyrir hvalina tvö hundruð sem munu annars láta lífið í sumar. Fyrir náttúruna, sjávarlífríkið við eyjuna okkar, fyrir börnin okkar sem munu erfa landið og læra söguna. Þau munu horfa tilbaka gagnrýnum augum á okkur, hvernig við tókumst við á loftslagsvánnisem blasir við. Árið er 2023 og látum það vera árið sem hvalveiðar heyra sögunni til. Hvalveiðar hafa ekkert með menningararf okkar að gera. Við viljum ekki að það séu stundaðar hvalveiðar í okkar nafni. Það sem við viljum er að fagna hvölunum. Jafnmargir ferðamenn fara í hvalaskoðun á sumri og byggja landið. Án þess að gera annað en að vera til bjóða hvalir manneskjunni að skynja smæð sína og ægifegurðina allt um lykjandi. Náttúra landsins okkar á sér enga hliðstæðu, rétt eins og hvalirnir sem synda um höfin. Stöndum vörð um þá. Bönnum hvalveiðar. Skrifum undir hér: https://stoppumhvalveidar.is/ Höfundur er skáld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Í yfirgefnum firði fyrir vestan hruflast slétt yfirborð sjávarins og hvalur skýst upp úr vatninu. Okkur bregður. Svo skyndilega erum við minnt á smæð okkar. Undrun skolast yfir eins og alda. Í andartak er erum við kippt úr hversdeginum: hafragrautnum, reikningunum, bílaviðgerðinni. Í augnablik erum við agnarsmáar manneskjur með brjóstið barmafullt af fegurð. Karim Iliya - Kogia.org Í sumar stendur til að drepa tvö hundruð hvali. Um ævina kolefnisbindur hvalur á við skóg. Að drepa tvö hundruð hvali mætti því sjá eins og að útrýma stórum hluta skóglendis Íslands. Hvernig getur einn maður (sem kemst fyrir í hjarta hvals) fengið leyfi til að skjóta og drepa tvö hundruð hvali í sumar með ömurlegum og ofbeldisfullum aðferðum þvert á móti vilja þjóðarinnar? Í dag lifa þessir tvö hundruð hvalir enn, og nema stjórnvöld afturkalli leyfið til að skjóta þá, munu þeir óhjákvæmilega líða kvalafullan, langdreginn dauðdaga. Hvalur hf. mun engu skeyta um hvort hvalkú er með mjólkandi kálf sér við hlið, eða ef hún er ólétt. Þá verður fóstrið skorið úr maga hennar á höfninni í Hvalfirði og drepið. Hvalirnir verða skotnir með úrsérgengnum búnaði og sumir eiga eftir að berjast fyrir lífi sínu klukkutímum saman. Karim Iliya - Kogia.org Þegar eftirspurnin eftir kjötinu er enginn, arður fyrirtækisins á sölu hvalkjöti nær ekki til, mengun sem stafar af starfsstöð fyrirtækis sýnilega í höfninni og hundruð þúsundir manna eru á móti þessu - hvernig líðum við þetta? Hvernig látum eftir vilja eins manns þegar í samfélagi okkar eru óteljandi sterkir einstaklingar, öll með mikilvæga rödd. Hvalir eru hljóðlátir risar sjávarins. Þeir eru nauðsynlegur hluti vistkerfis sjávar og stuðla að heilbrigðu lífkerfi í sjónum, og þeir eru í útrýmingarhættu á heimsvísu. Söngur þeirra getur ferðast um 16.000 km, en það er vegalengdin frá Íslandi til Kambódíu. Karim Iliya - Kogia.org Alþjóðasamfélagið horfir. Það fylgist með og það dæmir. Nú er mikilvægt að við spyrnum á móti. Fyrir hvalina tvö hundruð sem munu annars láta lífið í sumar. Fyrir náttúruna, sjávarlífríkið við eyjuna okkar, fyrir börnin okkar sem munu erfa landið og læra söguna. Þau munu horfa tilbaka gagnrýnum augum á okkur, hvernig við tókumst við á loftslagsvánnisem blasir við. Árið er 2023 og látum það vera árið sem hvalveiðar heyra sögunni til. Hvalveiðar hafa ekkert með menningararf okkar að gera. Við viljum ekki að það séu stundaðar hvalveiðar í okkar nafni. Það sem við viljum er að fagna hvölunum. Jafnmargir ferðamenn fara í hvalaskoðun á sumri og byggja landið. Án þess að gera annað en að vera til bjóða hvalir manneskjunni að skynja smæð sína og ægifegurðina allt um lykjandi. Náttúra landsins okkar á sér enga hliðstæðu, rétt eins og hvalirnir sem synda um höfin. Stöndum vörð um þá. Bönnum hvalveiðar. Skrifum undir hér: https://stoppumhvalveidar.is/ Höfundur er skáld.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar