Tíðindi í heilbrigðisvísindum Sandra B. Franks skrifar 13. júní 2023 10:00 Síðasta laugardag áttu sér heilmikil tíðindi í sögu heilbrigðisvísinda á Íslandi. Í fyrsta sinn eru sjúkraliðar á Íslandi að ljúka sjúkraliðanámi á háskólastigi. Það hefur ekki gerst áður. Hingað til hefur allt nám sjúkraliða verið á framhaldsskólastigi en fyrir nokkrum misserum var ákveðið að bjóða upp á diplómanám fyrir sjúkraliða frá Háskólanum á Akureyri. Sjúkraliðar hafa alltaf verið námsfús stétt. Sjúkraliðar vinna í kviku og síbreytilegu umhverfi. Tækninni fleygir áfram og kröfur sjúklinga og skjólstæðinga okkar breytast og aukast með hverju árinu sem líður. Þá eru starfsaðstæður sjúkraliða síbreytilegar enda starfa þeir víðs vegar í heilbrigðiskerfinu, allt frá hátæknisjúkrahúsum yfir á heimili fólks. Þörfin til staðar Við vitum að þörf fyrir þjónustu sjúkraliða mun fara vaxandi, enda eru sjúkraliðar sérfræðingar í nærhjúkrun og ákall eftir slíkri þjónustu mun aukast. Fjöldi eldri borgara mun tvöfaldast á næstu 25 árum og það kallar á meiri þjónustu og meiri sérhæfingu. Við vitum einnig að geðræn vandamál hafa verið að aukast undanfarna áratugi og munu eflaust gera það áfram. Í ljósi þessa eru einmitt tvö fyrstu kjörsvið þessa nýja diplómanáms á háskólastigi eyrnamerkt annars vegar öldrunarmálum og hins vegar samfélagsgeðhjúkrun. Sjúkraliðafélagið hefur mikinn metnað í að fjölga kjörsviðum og höfum við nú þegar verið í samtali við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands um samstarf skólanna á þessu námi fyrir sjúkraliða. Auðvitað þyrfti slíkt að gerast á forsendum skólanna en hluti af þessu samtali gæti verið að móta samnýtt námskeið, ákvarða staðsetningu á staðarlotum, eða taka upp ný kjörsvið eða nýjar námslínur. Næstfjölmennasta heilbrigðisstéttin Þörfin fyrir frekari framhaldsnámi fyrir sjúkraliða, sem er næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins, er nefnilega mjög brýn. Ljóst er að skortur er og verður á sjúkraliðum, ekki síst þeim sem bætt við sig framhaldsmenntun og aukinni sérhæfingu. Við vitum að talsverð eftirspurn er eftir náminu við Háskólann á Akureyri, en tæplega 80 umsóknir bárust um að hefja nám við skólann næsta haust. Þá er einnig ljóst að mikill áhugi er á svona námi við Háskóla Íslands. Því til staðfestingar gerði Sjúkraliðafélagið nýverið könnun á meðal sjúkraliða um áhuga á frekara framhaldsnámi á háskólastigi. Um 500 sjúkraliðar tóku þátt í könnuninni og var skiptingin milli vinnustaða nokkuð jöfn. Af þeim sem tóku þátt kom fram að um 80% sjúkraliða gat hugsað sér að hefja fagháskólanám við Háskólann á Akureyri og rúmlega 60% gat hugsað sér að hefja fagháskólanám nám við Háskóla Íslands. Þetta sýnir mikinn áhuga sjúkraliða á frekari námi á háskólastigi og því þarf að mæta. Nýtt sérfræðileyfi fyrir sjúkraliða Við hjá Sjúkraliðafélaginu höfum átt í góðum samskiptum heilbrigðisráðuneytið um hvernig heilbrigðiskerfið geti tekið betur utan um þá sjúkraliða sem hafa lokið þessu námi. Það er ljóst að ekkert í þessum efnum gerist að sjálfu sér. Það er því virkilega ánægjulegt að ráðuneytið og ekki síst heilbrigðisráðherrann hefur tekið mjög vel í að skapa sérstakt sérfræðileyfi fyrir þá sjúkraliða sem ljúka þessu námi. Þetta yrði gert í reglugerð með sambærilegum hætti og sérfræðimenntaðir hjúkrunarfræðingar hafa. Með þessu er verið að viðurkenna þá faglegu færni og þekkingu í nærhjúkrun sem þessir sjúkraliðar öðlast í náminu, sem síðan auðveldar okkur öllum í baráttunni um að þessi prófgráða skili sér í aukinni ábyrgð, hærri launum og í spennandi störfum. Umfram allt hefur hæfni sjúkraliða í landinu tekið stórt og mikilvægt skref fram á við sem gagnast öllum í heilbrigðiskerfinu. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélag Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Heilbrigðismál Háskólar Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Síðasta laugardag áttu sér heilmikil tíðindi í sögu heilbrigðisvísinda á Íslandi. Í fyrsta sinn eru sjúkraliðar á Íslandi að ljúka sjúkraliðanámi á háskólastigi. Það hefur ekki gerst áður. Hingað til hefur allt nám sjúkraliða verið á framhaldsskólastigi en fyrir nokkrum misserum var ákveðið að bjóða upp á diplómanám fyrir sjúkraliða frá Háskólanum á Akureyri. Sjúkraliðar hafa alltaf verið námsfús stétt. Sjúkraliðar vinna í kviku og síbreytilegu umhverfi. Tækninni fleygir áfram og kröfur sjúklinga og skjólstæðinga okkar breytast og aukast með hverju árinu sem líður. Þá eru starfsaðstæður sjúkraliða síbreytilegar enda starfa þeir víðs vegar í heilbrigðiskerfinu, allt frá hátæknisjúkrahúsum yfir á heimili fólks. Þörfin til staðar Við vitum að þörf fyrir þjónustu sjúkraliða mun fara vaxandi, enda eru sjúkraliðar sérfræðingar í nærhjúkrun og ákall eftir slíkri þjónustu mun aukast. Fjöldi eldri borgara mun tvöfaldast á næstu 25 árum og það kallar á meiri þjónustu og meiri sérhæfingu. Við vitum einnig að geðræn vandamál hafa verið að aukast undanfarna áratugi og munu eflaust gera það áfram. Í ljósi þessa eru einmitt tvö fyrstu kjörsvið þessa nýja diplómanáms á háskólastigi eyrnamerkt annars vegar öldrunarmálum og hins vegar samfélagsgeðhjúkrun. Sjúkraliðafélagið hefur mikinn metnað í að fjölga kjörsviðum og höfum við nú þegar verið í samtali við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands um samstarf skólanna á þessu námi fyrir sjúkraliða. Auðvitað þyrfti slíkt að gerast á forsendum skólanna en hluti af þessu samtali gæti verið að móta samnýtt námskeið, ákvarða staðsetningu á staðarlotum, eða taka upp ný kjörsvið eða nýjar námslínur. Næstfjölmennasta heilbrigðisstéttin Þörfin fyrir frekari framhaldsnámi fyrir sjúkraliða, sem er næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins, er nefnilega mjög brýn. Ljóst er að skortur er og verður á sjúkraliðum, ekki síst þeim sem bætt við sig framhaldsmenntun og aukinni sérhæfingu. Við vitum að talsverð eftirspurn er eftir náminu við Háskólann á Akureyri, en tæplega 80 umsóknir bárust um að hefja nám við skólann næsta haust. Þá er einnig ljóst að mikill áhugi er á svona námi við Háskóla Íslands. Því til staðfestingar gerði Sjúkraliðafélagið nýverið könnun á meðal sjúkraliða um áhuga á frekara framhaldsnámi á háskólastigi. Um 500 sjúkraliðar tóku þátt í könnuninni og var skiptingin milli vinnustaða nokkuð jöfn. Af þeim sem tóku þátt kom fram að um 80% sjúkraliða gat hugsað sér að hefja fagháskólanám við Háskólann á Akureyri og rúmlega 60% gat hugsað sér að hefja fagháskólanám nám við Háskóla Íslands. Þetta sýnir mikinn áhuga sjúkraliða á frekari námi á háskólastigi og því þarf að mæta. Nýtt sérfræðileyfi fyrir sjúkraliða Við hjá Sjúkraliðafélaginu höfum átt í góðum samskiptum heilbrigðisráðuneytið um hvernig heilbrigðiskerfið geti tekið betur utan um þá sjúkraliða sem hafa lokið þessu námi. Það er ljóst að ekkert í þessum efnum gerist að sjálfu sér. Það er því virkilega ánægjulegt að ráðuneytið og ekki síst heilbrigðisráðherrann hefur tekið mjög vel í að skapa sérstakt sérfræðileyfi fyrir þá sjúkraliða sem ljúka þessu námi. Þetta yrði gert í reglugerð með sambærilegum hætti og sérfræðimenntaðir hjúkrunarfræðingar hafa. Með þessu er verið að viðurkenna þá faglegu færni og þekkingu í nærhjúkrun sem þessir sjúkraliðar öðlast í náminu, sem síðan auðveldar okkur öllum í baráttunni um að þessi prófgráða skili sér í aukinni ábyrgð, hærri launum og í spennandi störfum. Umfram allt hefur hæfni sjúkraliða í landinu tekið stórt og mikilvægt skref fram á við sem gagnast öllum í heilbrigðiskerfinu. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélag Íslands.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun