Vill frekar eyða fjármunum í þjónustu við fatlaða en bætur Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. júní 2023 12:30 Stefnt var að því að starfshópur ríkis og sveitarfélaga myndi skila af sér niðurstöðum varðandi fjármagnsveitingar í málaflokki fatlaðara í apríl. Enn bólar ekkert á svörum. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri segir Reykjavíkurborg í óþolandi þröngri stöðu gagnvart málaflokki fatlaðs fólks sem bíður eftir tímasettum áætlunum þegar kemur að húsnæðisúrræðum. Milljarða vanti í málaflokkinn og svör frá ríkinu um fjármögnum frestast í sífellu. Um helgina var greint frá því að Landsamtökin Þroskahjálp telji Reykjavíkurborg bótaskylda gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að þroskahamlaður maður lagði borgina í héraðsdómi vegna ógegnsæi biðlistanna og hlaut miskabætur. Í dómnum kemur meðal annars fram að verklag borgarinnar við úthlutum sé þannig háttað að útlokað sé fyrir umsækjendur að fá vitneskju um stöðu sína á biðlista eða áætlaðan biðtíma. Dagur B Eggertsson, borgarstjóri, segir borgina með metnaðarfulla uppbyggingaráætlun og að í rauninni hafi ekkert annað sveitarfélag byggt jafn mikið upp á undanförnum árum í þágu fatlaðs fólks. Hinsvegar sé beðið eftir svörum frá ríkinu varðandi fjármagn. Svörin áttu upphaflega að berast í apríl en nú lítur út fyrir að það geti dregist fram eftir sumri. „Þetta eru svör sem öll sveitarfélög verða að fá til að geta fjármagnað uppbygginguna til framtíðar. Það munar yfir tíu milljörðum á ári fyrir sveitarfélögin í heild og tæpum tíu milljörðum bara í Reykjavík, segir Dagur. „Þessi fjárhagslegi veruleiki setur sveitarfélögin í klemmu milli einstaklinga sem við viljum þjóna vel og byggja upp þessi úrræði í samræmi við lög og síðan þess að málaflokkurinn er gríðarlega vanfjármagnaður.“ Vill frekar eyða fjármunum í þjónustu en bætur Dagur segist vonast til þess að borgin geti átt gott samtarf við Þroskahjálp og önnur samtök fatlaðs fólks til að berjast fyrir áframhaldandi uppbyggingu og að hver og einn geti fengið þá tímasettu einstaklingbundnu áætlun sem lögin kveða á um. Líkt og áður segir telja samtökin Þroskahjálp að borgin sé bótaskyld ganvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræð. Bótafjárhæð getur numið hundruðum milljónum króna. „Við vildum miklu frekar nýta þá fjármuni í þjónustu við fatlað fólk. En eins og ég segi þá er þetta þessi óþolandi staða sem sveitarfélögin eru sett í. Það vantar milljarða í málaflokkinn og á meðan bíður fólk eftir þjónustu. Það á samkvæmt lögum að geta fengið tímasettar áætlanir um sína uppbyggingu og við viljum ekkert frekar en að geta veitt þessi svör. En það þarf að eyða óvissunni í þessum fjárhagslegu samskiptum,“ segir Dagur B Eggertsson, borgarstjóri. Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira
Um helgina var greint frá því að Landsamtökin Þroskahjálp telji Reykjavíkurborg bótaskylda gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að þroskahamlaður maður lagði borgina í héraðsdómi vegna ógegnsæi biðlistanna og hlaut miskabætur. Í dómnum kemur meðal annars fram að verklag borgarinnar við úthlutum sé þannig háttað að útlokað sé fyrir umsækjendur að fá vitneskju um stöðu sína á biðlista eða áætlaðan biðtíma. Dagur B Eggertsson, borgarstjóri, segir borgina með metnaðarfulla uppbyggingaráætlun og að í rauninni hafi ekkert annað sveitarfélag byggt jafn mikið upp á undanförnum árum í þágu fatlaðs fólks. Hinsvegar sé beðið eftir svörum frá ríkinu varðandi fjármagn. Svörin áttu upphaflega að berast í apríl en nú lítur út fyrir að það geti dregist fram eftir sumri. „Þetta eru svör sem öll sveitarfélög verða að fá til að geta fjármagnað uppbygginguna til framtíðar. Það munar yfir tíu milljörðum á ári fyrir sveitarfélögin í heild og tæpum tíu milljörðum bara í Reykjavík, segir Dagur. „Þessi fjárhagslegi veruleiki setur sveitarfélögin í klemmu milli einstaklinga sem við viljum þjóna vel og byggja upp þessi úrræði í samræmi við lög og síðan þess að málaflokkurinn er gríðarlega vanfjármagnaður.“ Vill frekar eyða fjármunum í þjónustu en bætur Dagur segist vonast til þess að borgin geti átt gott samtarf við Þroskahjálp og önnur samtök fatlaðs fólks til að berjast fyrir áframhaldandi uppbyggingu og að hver og einn geti fengið þá tímasettu einstaklingbundnu áætlun sem lögin kveða á um. Líkt og áður segir telja samtökin Þroskahjálp að borgin sé bótaskyld ganvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræð. Bótafjárhæð getur numið hundruðum milljónum króna. „Við vildum miklu frekar nýta þá fjármuni í þjónustu við fatlað fólk. En eins og ég segi þá er þetta þessi óþolandi staða sem sveitarfélögin eru sett í. Það vantar milljarða í málaflokkinn og á meðan bíður fólk eftir þjónustu. Það á samkvæmt lögum að geta fengið tímasettar áætlanir um sína uppbyggingu og við viljum ekkert frekar en að geta veitt þessi svör. En það þarf að eyða óvissunni í þessum fjárhagslegu samskiptum,“ segir Dagur B Eggertsson, borgarstjóri.
Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira