Fyrsti leiðsöguhundurinn á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. júní 2023 20:31 Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir á Selfossi og Hilda hafa verið mjög duglegar að æfa sig síðustu daga á Selfossi með aðstoð tveggja þjálfara. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fyrsti blindrahundurinn á Selfossi er nú komin til starfa en það er hún Hilda, sem er labrador og fjórtándi leiðsöguhundurinn á Íslandi. Hilda þarf að læra tuttugu og sex skipanir hjá notenda sínum. Fullþjálfaður leiðsöguhundur kostar um sex milljónir króna. Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfari á Selfossi hefur verið í miklu æfingaprógrammi með Hildu síðustu daga á Selfossi með tveimur þjálfurum, íslenskum og frá Svíþjóð. Þjálfunin snýst mikið um það að fara yfir gangbrautir, ganga niður tröppur, fara í verslun með Hildur og þess háttar. Á meðan Hilda er með beislið á sér þá er hún í vinnunni og þá á alveg að láta hana vera, en þegar beislið er tekið af henni er hún frjálsari og þá má klappa henni með leyfi Ásdísar. „Ég er með augnsjúkdóm, sem stuðlar að því að sjónsviðið dregist alltaf meira og meira saman þannig að ég er mjög þröngsýn. Hilda hjálpar mér þá töluvert að komast áfram því ég á rosalega erfitt með að rata og að finna kantana, finna hvar göturnar eru og svo ekki sé minnst á að finna hvar hurðirnar eru, þannig að þetta er mikil hjálp fyrir mig,“ segir Ásdís. Hún segir að Hilda séu augun sín. „Já, það má segja það en það er auðvitað ég, sem ákveð hvert við förum og hún hjálpar mér að komast áfram.“ Ásdís og Hilda að versla saman í Krónunni á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásdís segir frábært hvað þjálfunin með Hildu hefur gengið vel og hvað íbúar á Selfossi hafa tekið þeim vel, allir taka tillit til þeirra og hafa sýnt þeim mikla væntumþykju. Hilda kemur frá Svíþjóð og hefur fengið sérstaka þjálfun þar og þess má geta að hún verður tveggja ára á þjóðhátíðardaginn 17. júní. „Allir hundar eru magnaðir en þessir eru sérstakir. Þetta eru alveg einstakar skepnur og sinna hlutverki sínu mjög vel,“ segir Björk Arnardóttir, leiðsöguhundaþjálfari Sjónstöðvarinnar. Björk segir að fullþjálfaður leiðsöguhundur kosti á bilinu fimm til sex milljónir króna. „Svo er að koma í ágúst einn í viðbót, sem bætist þá við og verðum sá fimmtándi, sem við tökum inn,“ segir Björk. Björk Arnardóttir, leiðsöguhundaþjálfari Sjónstöðvarinnar, Sara Haraldson þjálfari frá Svíðþjóð og þær Ásdís Evlalía og Hilda að gæða sér á kaffisopa í nýja miðbænum á Selfossi eftir eina æfinguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Árborg Hundar Dýr Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira
Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfari á Selfossi hefur verið í miklu æfingaprógrammi með Hildu síðustu daga á Selfossi með tveimur þjálfurum, íslenskum og frá Svíþjóð. Þjálfunin snýst mikið um það að fara yfir gangbrautir, ganga niður tröppur, fara í verslun með Hildur og þess háttar. Á meðan Hilda er með beislið á sér þá er hún í vinnunni og þá á alveg að láta hana vera, en þegar beislið er tekið af henni er hún frjálsari og þá má klappa henni með leyfi Ásdísar. „Ég er með augnsjúkdóm, sem stuðlar að því að sjónsviðið dregist alltaf meira og meira saman þannig að ég er mjög þröngsýn. Hilda hjálpar mér þá töluvert að komast áfram því ég á rosalega erfitt með að rata og að finna kantana, finna hvar göturnar eru og svo ekki sé minnst á að finna hvar hurðirnar eru, þannig að þetta er mikil hjálp fyrir mig,“ segir Ásdís. Hún segir að Hilda séu augun sín. „Já, það má segja það en það er auðvitað ég, sem ákveð hvert við förum og hún hjálpar mér að komast áfram.“ Ásdís og Hilda að versla saman í Krónunni á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásdís segir frábært hvað þjálfunin með Hildu hefur gengið vel og hvað íbúar á Selfossi hafa tekið þeim vel, allir taka tillit til þeirra og hafa sýnt þeim mikla væntumþykju. Hilda kemur frá Svíþjóð og hefur fengið sérstaka þjálfun þar og þess má geta að hún verður tveggja ára á þjóðhátíðardaginn 17. júní. „Allir hundar eru magnaðir en þessir eru sérstakir. Þetta eru alveg einstakar skepnur og sinna hlutverki sínu mjög vel,“ segir Björk Arnardóttir, leiðsöguhundaþjálfari Sjónstöðvarinnar. Björk segir að fullþjálfaður leiðsöguhundur kosti á bilinu fimm til sex milljónir króna. „Svo er að koma í ágúst einn í viðbót, sem bætist þá við og verðum sá fimmtándi, sem við tökum inn,“ segir Björk. Björk Arnardóttir, leiðsöguhundaþjálfari Sjónstöðvarinnar, Sara Haraldson þjálfari frá Svíðþjóð og þær Ásdís Evlalía og Hilda að gæða sér á kaffisopa í nýja miðbænum á Selfossi eftir eina æfinguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.
Árborg Hundar Dýr Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira