Tóku fagnandi á móti Sæfara eftir tólf vikur í slipp Atli Ísleifsson skrifar 7. júní 2023 14:10 Um fimmtíu farþegar komu með Sæfara frá meginlandinu og til Grímseyjar í hádeginu. Halla Ingólfsdóttir Grímeyjarferjan Sæfari kom siglandi frá Dalvík og lagðist við bryggju í Grímsey um hádegisbil í dag. Ferjan sigldi loks aftur í morgun, en hún hafði verið tólf vikur í slipp á Akureyri. Upphaflega stóð til að hún yrði sex til átta vikur í slipp. Á vef Akureyrarbæjar segir að gleðin hafi verið mikil þegar ferjan kom loks til eyjarinnar, fullhlaðin varningi, og hafi margir verið mættir niður að höfn til að taka á móti skipinu þegar það lagði að bryggju. Um fimmtíu farþegar komu með ferjunni í dag og mættu íbúar í Grímsey með „17. júní-fánann“ niður á bryggju til að fagna komunni. Halla Ingólfsdóttir Vegagerðin mat það sem svo í vetur að kominn væri tími á umfangsmikið viðhald á skipinu og ítarlegri skoðun en hefðbundin árleg skoðun, enda skipið orðið rúmlega þrjátíu ára gamalt. Af ýmsum ástæðum hafi sú vinna tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir í upphafi. Voru margir ófyrirséðir þættir sagðir skýra tafirnar, svo sem óhagstætt veður og mannekla. Á sumrin siglir ferjan fimm daga í viku til Grímseyjar frá Dalvík, mánudaga, miðvikudaga, fimmtudaga, föstudaga og sunnudaga og tekur siglingin um þrjá tíma hvora leið. Halla Ingólfsdóttir Á meðan Sæfari var í slipp sinnti fiskiskipið Þorleifur afurða- og vöruflutningum til og frá Grímsey. Var farþegaflutningum sinnt með áætlunarflugi á vegum Norlandair, en flugferðum á milli lands og eyjar var þá fjölgað úr þremur í fjórar á viku. Halla Ingólfsdóttir Grímsey Akureyri Dalvíkurbyggð Samgöngur Tengdar fréttir Grímseyjarferjan hefur loks siglingar á ný í næstu viku Stefnt er að því að Grímseyjarferjan Sæfari hefji áætlunarsiglingar á milli Grímeyjar og Dalvík á miðvikudaginn, en ferjan hefur verið í slipp síðustu vikurnar. Viðhaldsvinna hefur tekið lengri tíma en áætlað var í fyrstu. 2. júní 2023 07:33 Ferjan í slipp og ekkert bólar á ferðamönnum á meðan Ferðaþjónusta í Grímsey er í lamasessi þar sem Sæfari, ferja Grímseyinga, er í slipp. Ferjan átti að byrja að sigla aftur í maí en því hefur tvívegis verið frestað. Veitingamaður í eyjunni hefur áhyggjur af stöðunni. 29. maí 2023 12:19 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Á vef Akureyrarbæjar segir að gleðin hafi verið mikil þegar ferjan kom loks til eyjarinnar, fullhlaðin varningi, og hafi margir verið mættir niður að höfn til að taka á móti skipinu þegar það lagði að bryggju. Um fimmtíu farþegar komu með ferjunni í dag og mættu íbúar í Grímsey með „17. júní-fánann“ niður á bryggju til að fagna komunni. Halla Ingólfsdóttir Vegagerðin mat það sem svo í vetur að kominn væri tími á umfangsmikið viðhald á skipinu og ítarlegri skoðun en hefðbundin árleg skoðun, enda skipið orðið rúmlega þrjátíu ára gamalt. Af ýmsum ástæðum hafi sú vinna tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir í upphafi. Voru margir ófyrirséðir þættir sagðir skýra tafirnar, svo sem óhagstætt veður og mannekla. Á sumrin siglir ferjan fimm daga í viku til Grímseyjar frá Dalvík, mánudaga, miðvikudaga, fimmtudaga, föstudaga og sunnudaga og tekur siglingin um þrjá tíma hvora leið. Halla Ingólfsdóttir Á meðan Sæfari var í slipp sinnti fiskiskipið Þorleifur afurða- og vöruflutningum til og frá Grímsey. Var farþegaflutningum sinnt með áætlunarflugi á vegum Norlandair, en flugferðum á milli lands og eyjar var þá fjölgað úr þremur í fjórar á viku. Halla Ingólfsdóttir
Grímsey Akureyri Dalvíkurbyggð Samgöngur Tengdar fréttir Grímseyjarferjan hefur loks siglingar á ný í næstu viku Stefnt er að því að Grímseyjarferjan Sæfari hefji áætlunarsiglingar á milli Grímeyjar og Dalvík á miðvikudaginn, en ferjan hefur verið í slipp síðustu vikurnar. Viðhaldsvinna hefur tekið lengri tíma en áætlað var í fyrstu. 2. júní 2023 07:33 Ferjan í slipp og ekkert bólar á ferðamönnum á meðan Ferðaþjónusta í Grímsey er í lamasessi þar sem Sæfari, ferja Grímseyinga, er í slipp. Ferjan átti að byrja að sigla aftur í maí en því hefur tvívegis verið frestað. Veitingamaður í eyjunni hefur áhyggjur af stöðunni. 29. maí 2023 12:19 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Grímseyjarferjan hefur loks siglingar á ný í næstu viku Stefnt er að því að Grímseyjarferjan Sæfari hefji áætlunarsiglingar á milli Grímeyjar og Dalvík á miðvikudaginn, en ferjan hefur verið í slipp síðustu vikurnar. Viðhaldsvinna hefur tekið lengri tíma en áætlað var í fyrstu. 2. júní 2023 07:33
Ferjan í slipp og ekkert bólar á ferðamönnum á meðan Ferðaþjónusta í Grímsey er í lamasessi þar sem Sæfari, ferja Grímseyinga, er í slipp. Ferjan átti að byrja að sigla aftur í maí en því hefur tvívegis verið frestað. Veitingamaður í eyjunni hefur áhyggjur af stöðunni. 29. maí 2023 12:19