Seðlabankinn hvetur lánastofnanir til sveigjanleika Heimir Már Pétursson skrifar 7. júní 2023 11:55 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir aðgerðir bankans hafa skilað árangri. Hægt hafi á fasteignamarkaðnum og raunverð íbúða lækkað. Eignamyndun hafi einnig verið mikil undanfarin ár. Stöð 2/Ívar Seðlabankastjóri segir aðgerðir bankans með vaxtahækkunum og hertum lánaskilurðum hafa kælt niður húsnæðismarkaðinn. Sömuleiðis hafi eignamyndun í íbúðarhúsnæði aukist. Brýnt sé að lánastofnanir bjóði lántakendum skilamálabreytingar á lánum miðað við þarfir hvers og eins, sérstaklega eftir að tímabil fastra vaxta á lánum rennur út. Fjármálastöðuleikanefnd Seðlabankans kynnti mat sitt á stöðu fjármálakerfisins í morgun sem stæði traustum fótum á sama tíma og peningalegt aðhald hefði aukist. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og formaður nefndarinnar segir aðgerðir bankans með hækkun vaxta og hertari reglum um greiðslubyrði og eignfjárstöðu hafa skilað árangri. Ásgeir Jónsson seðlabankastjórisegir hvetur lánastofnanir til að sýna lántakendum sveigjanleika innan núverandi lánareglna. Til að mynda mætti semja um vaxtaþak á óverðtryggð lán þannig að hluti vaxtanna færist aftur fyrir lánstímann og framlengja hann.Stöð 2/Ívar „En það sem skiptir okkur máli er að þessi lánþegaskilyrði hafa tryggt að okkar mati að fólk hefur ekki verið að taka óhóflega áhættu þegar það er að kaupa fasteignir. Við höfum takmarkað möguleika fólks til að taka lán, veðsetja sig. Við settum ákveðið viðmið varðandi skuldsetningu, viðmið varðandi greiðslur. Þannig að fólk geti staðist sveiflur á markaðnum, hvort sem hann fer upp eða niður. Okkur finnst að þetta standist,” segir seðlabankastjóri. Hægt hafi á íbúðamarkaðnum og raunverð íbúða lækkað. Á sama tíma hafi fasteignaverð um sextíu prósent frá árinu 2020 og þannig hafi eignarmyndunin verið hröð, sérstaklega hjá þeim sem væru með nafnvaxtalán. Þar hafi raunvextir verið neikvæðir um nokkurn tíma. Nú þegar þriggja til fimm ára tímabil fastra vaxta margra heimila væri að líða undir lok, væri engin ástæða fyrir fólk með skaplega greiðslubyrði að örvænta. Seðlabankinn hvetji bankana til nýta aukna eignarmyndun heimilanna til að hliðra til í lánaskilmálum þeirra. „Þeir sem kaupa fasteign hljóta að gera það til lengri tíma. Það geta komið ár þar sem fasteignaverð hækkar og önnur þar sem fasteignaverð lækkar. Ef þú tekur breytilega vexti verður fólk að átta sig á því að vextir hækka og svo geta þeir lækkað aftur. Vonandi náum við þeim árangri í baráttunni við verðbólgu að við getum lækkað vexti aftur,“ segir Ásgeir. Þetta væru skammtímasveiflur sem fólk verði að hafa það í huga þegar tekin væru lán til 40 ára. „Það sem við viljum að gerist er að fólk taki samtal við bankann sinn, lífeyrissjóðinn sinn eða einhver annan aðila sem hefur lánað þeim og fari yfir málin með þeim. Við viljum ýta við lánveitendum að taka þetta samtal,“ segir Ásgeir Jónsson. Húsnæðismál Verðlag Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Heimilin hugi að breytingu lánasamninga Fjármálastöðugleikanefnd brýnir fyrir lánveitendum og þar með einnig heimilunum að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði lántakenda til þess að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika. Vanskil í bankakerfinu séu þó enn lítil og rekstrarafkoma bankanna góð. 7. júní 2023 08:42 Bein útsending: Fjármálastöðugleikanefnd kynnir yfirlýsingu sína Seðlabankinn boðar til blaðamannafundar í dag en tilefnið er yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar. Fundurinn hefst klukkan 9:30 í Safnahúsinu við Hverfisgötu. 7. júní 2023 09:33 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Fjármálastöðuleikanefnd Seðlabankans kynnti mat sitt á stöðu fjármálakerfisins í morgun sem stæði traustum fótum á sama tíma og peningalegt aðhald hefði aukist. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og formaður nefndarinnar segir aðgerðir bankans með hækkun vaxta og hertari reglum um greiðslubyrði og eignfjárstöðu hafa skilað árangri. Ásgeir Jónsson seðlabankastjórisegir hvetur lánastofnanir til að sýna lántakendum sveigjanleika innan núverandi lánareglna. Til að mynda mætti semja um vaxtaþak á óverðtryggð lán þannig að hluti vaxtanna færist aftur fyrir lánstímann og framlengja hann.Stöð 2/Ívar „En það sem skiptir okkur máli er að þessi lánþegaskilyrði hafa tryggt að okkar mati að fólk hefur ekki verið að taka óhóflega áhættu þegar það er að kaupa fasteignir. Við höfum takmarkað möguleika fólks til að taka lán, veðsetja sig. Við settum ákveðið viðmið varðandi skuldsetningu, viðmið varðandi greiðslur. Þannig að fólk geti staðist sveiflur á markaðnum, hvort sem hann fer upp eða niður. Okkur finnst að þetta standist,” segir seðlabankastjóri. Hægt hafi á íbúðamarkaðnum og raunverð íbúða lækkað. Á sama tíma hafi fasteignaverð um sextíu prósent frá árinu 2020 og þannig hafi eignarmyndunin verið hröð, sérstaklega hjá þeim sem væru með nafnvaxtalán. Þar hafi raunvextir verið neikvæðir um nokkurn tíma. Nú þegar þriggja til fimm ára tímabil fastra vaxta margra heimila væri að líða undir lok, væri engin ástæða fyrir fólk með skaplega greiðslubyrði að örvænta. Seðlabankinn hvetji bankana til nýta aukna eignarmyndun heimilanna til að hliðra til í lánaskilmálum þeirra. „Þeir sem kaupa fasteign hljóta að gera það til lengri tíma. Það geta komið ár þar sem fasteignaverð hækkar og önnur þar sem fasteignaverð lækkar. Ef þú tekur breytilega vexti verður fólk að átta sig á því að vextir hækka og svo geta þeir lækkað aftur. Vonandi náum við þeim árangri í baráttunni við verðbólgu að við getum lækkað vexti aftur,“ segir Ásgeir. Þetta væru skammtímasveiflur sem fólk verði að hafa það í huga þegar tekin væru lán til 40 ára. „Það sem við viljum að gerist er að fólk taki samtal við bankann sinn, lífeyrissjóðinn sinn eða einhver annan aðila sem hefur lánað þeim og fari yfir málin með þeim. Við viljum ýta við lánveitendum að taka þetta samtal,“ segir Ásgeir Jónsson.
Húsnæðismál Verðlag Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Heimilin hugi að breytingu lánasamninga Fjármálastöðugleikanefnd brýnir fyrir lánveitendum og þar með einnig heimilunum að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði lántakenda til þess að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika. Vanskil í bankakerfinu séu þó enn lítil og rekstrarafkoma bankanna góð. 7. júní 2023 08:42 Bein útsending: Fjármálastöðugleikanefnd kynnir yfirlýsingu sína Seðlabankinn boðar til blaðamannafundar í dag en tilefnið er yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar. Fundurinn hefst klukkan 9:30 í Safnahúsinu við Hverfisgötu. 7. júní 2023 09:33 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Heimilin hugi að breytingu lánasamninga Fjármálastöðugleikanefnd brýnir fyrir lánveitendum og þar með einnig heimilunum að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði lántakenda til þess að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika. Vanskil í bankakerfinu séu þó enn lítil og rekstrarafkoma bankanna góð. 7. júní 2023 08:42
Bein útsending: Fjármálastöðugleikanefnd kynnir yfirlýsingu sína Seðlabankinn boðar til blaðamannafundar í dag en tilefnið er yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar. Fundurinn hefst klukkan 9:30 í Safnahúsinu við Hverfisgötu. 7. júní 2023 09:33