Einn alræmdasti njósnari í sögu Bandaríkjanna látinn Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2023 11:01 Robert Hanssen (í grænu) á teikningu úr dómsal þegar hann hlaut lífstíðardóm fyrir njósnir árið 2002. AP/William Hennessy yngri Robert Hanssen, fyrrverandi alríkislögreglumaður sem þáði mútur fyrir að njósna um Bandaríkin fyrir Rússa, er látinn í fangelsi. Hann er meðal annars talinn hafa verið ábyrgur að hluta til á dauða þriggja sovéskra embættismanna sem njósnuðu fyrir Bandaríkjamenn. Hanssen fannst meðvitundarlaus í klefa sínum í alríkisfangelsi í Koloradó og síðar úrskurðaður látinn í gær. Hann var 79 ára gamall. AP-fréttastofan hefur eftir heimildarmanni sínum að talið sé að hann hafi látist af náttúrulegum orsökum. Njósnir Hanssen fyrir Sovétríkin og síðar Rússland fóru fram hjá yfirmönnum hans hjá alríkislögreglunni FBI um árabil. Hann kom um 6.000 skjölum og 26 tölvudiskum til tengiliða sinna við stjórnvöld í Kreml. Gögnin vörðuðu meðal annars hvernig bandaríska leyniþjónustan stæði að hlerunum og afhjúpuðu rússneska gagnnjósnara. Þannig er Hanssen talinn bera að minnsta kosti hluta ábyrgðarinnar á dauða í það minnsta þriggja sovéskra gagnnjósnara sem störfuðu fyrir bandarísku leyniþjónustuna sem voru teknir af lífi eftir að ljóstrað var upp um þá. Robert Hanssen árið 2001. Getty Drifinn áfram af græðgi FBI lýsti máli Hanssen sem „hugsanlega mestu leyniþjónustuhörmungum í sögu Bandaríkjanna“ á sínum tíma, að sögn Washington Post. Innri endurskoðandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu árið 2007 að njósnir Hanssen hefðu hafist árið 1979, aðeins þremur árum eftir að hann hóf störf fyrir FBI. Fyrir njósnirnar þáði Hanssen meira en 1,4 milljónir dollara, jafnvirði hátt í 200 milljóna íslenskra króna, í formi reiðufjár og demanta. Hann sagði síðar að hann hafi verið drifinn áfram af fégræðgi frekar en hugmyndafræði. Til þess að vekja ekki athygli á sér lifði Hanssen þó ekki í augljósum vellystingum heldur frekar dæmigerðu úthverfalífi Þegar yfirvöld komust loks á spor Hanssen var hann gripinn glóðvolgur við að líma ruslapoka fullan af leyniskjölum undir göngubrú í garði fyrir rússneska tengiliði sína í febrúar árið 2001. Dómstóll dæmdi Hanssen í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn eftir að hann játaði sig sekan um njósnir og fleiri glæpi árið 2002. Hann hafði dúsað í fangelsi síðan þar til hann lést. Kvikmyndin „Breach“ sem kom út árið 2007 byggist á sögu Hanssen. Leikarinn Chris Cooper fer með hlutverk Hanssen en Ryan Phillippe leikur ungan alríkisfulltrúa sem tekur þátt í að afhjúpa hann. Bandaríkin Rússland Sovétríkin Andlát Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Sjá meira
Hanssen fannst meðvitundarlaus í klefa sínum í alríkisfangelsi í Koloradó og síðar úrskurðaður látinn í gær. Hann var 79 ára gamall. AP-fréttastofan hefur eftir heimildarmanni sínum að talið sé að hann hafi látist af náttúrulegum orsökum. Njósnir Hanssen fyrir Sovétríkin og síðar Rússland fóru fram hjá yfirmönnum hans hjá alríkislögreglunni FBI um árabil. Hann kom um 6.000 skjölum og 26 tölvudiskum til tengiliða sinna við stjórnvöld í Kreml. Gögnin vörðuðu meðal annars hvernig bandaríska leyniþjónustan stæði að hlerunum og afhjúpuðu rússneska gagnnjósnara. Þannig er Hanssen talinn bera að minnsta kosti hluta ábyrgðarinnar á dauða í það minnsta þriggja sovéskra gagnnjósnara sem störfuðu fyrir bandarísku leyniþjónustuna sem voru teknir af lífi eftir að ljóstrað var upp um þá. Robert Hanssen árið 2001. Getty Drifinn áfram af græðgi FBI lýsti máli Hanssen sem „hugsanlega mestu leyniþjónustuhörmungum í sögu Bandaríkjanna“ á sínum tíma, að sögn Washington Post. Innri endurskoðandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu árið 2007 að njósnir Hanssen hefðu hafist árið 1979, aðeins þremur árum eftir að hann hóf störf fyrir FBI. Fyrir njósnirnar þáði Hanssen meira en 1,4 milljónir dollara, jafnvirði hátt í 200 milljóna íslenskra króna, í formi reiðufjár og demanta. Hann sagði síðar að hann hafi verið drifinn áfram af fégræðgi frekar en hugmyndafræði. Til þess að vekja ekki athygli á sér lifði Hanssen þó ekki í augljósum vellystingum heldur frekar dæmigerðu úthverfalífi Þegar yfirvöld komust loks á spor Hanssen var hann gripinn glóðvolgur við að líma ruslapoka fullan af leyniskjölum undir göngubrú í garði fyrir rússneska tengiliði sína í febrúar árið 2001. Dómstóll dæmdi Hanssen í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn eftir að hann játaði sig sekan um njósnir og fleiri glæpi árið 2002. Hann hafði dúsað í fangelsi síðan þar til hann lést. Kvikmyndin „Breach“ sem kom út árið 2007 byggist á sögu Hanssen. Leikarinn Chris Cooper fer með hlutverk Hanssen en Ryan Phillippe leikur ungan alríkisfulltrúa sem tekur þátt í að afhjúpa hann.
Bandaríkin Rússland Sovétríkin Andlát Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Sjá meira