Pence býður sig fram Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2023 15:51 Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, ætlar aftur að reyna að verða forseti. AP/Charlie Neibergall Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninga sem haldnar verða á næsta ári. Mun hann því aftur fara gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta, en forsetatíð hans endaði á árásinni á þinghúsið þar sem stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að Pence yrði hengdur. Pence þurfti að flýja þinghúsið vegna árásarinnar en hann átti þá að taka þátt í því að staðfesta formlega úrslit forsetakosninganna 2020, sem Joe Biden vann. Stuðningsmenn Trumps vildu koma í veg fyrir þá staðfestingu og voru reiðir út í Pence fyrir að neita beiðni Trump um að staðfesta ekki úrslitin, sem er eitthvað sem Pence hafði ekki vald til að gera. Sjá einnig: Trump skellir skuldinni á Pence fyrir árásina á þinghúsið AP fréttaveitan segir að Pence muni fylla út þá pappíra sem til þarf í dag og að hann ætli sér að hefja kosningabaráttu sína í Iowa á miðvikudaginn en þá verður hann 64 ára gamall. Trump mælist með mest fylgi af þeim sem hafa lýst yfir þátttöku í forvali Repúblikanaflokksins og á eftir honum er Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída. AP segir stuðningsmenn Pence sjá færi fyrir traustan íhaldsmanni sem standi fyrir helstu áherslumál síðustu ríkisstjórnar Repúblikana, án allra þeirra vandamála sem fylgja Trump. Pence hefur varað við auknum popúlisma í Repúblikanaflokknum og sér sjálfan sig sem íhaldsmann af gamla skóla Ronald Reagan. Hann hefur lýst sjálfum sér sem „kristnum manni, íhaldsmanni og Repúblikana, í þeirri röð“. Hann er mikill andstæðingur þess að þungunarrof séu leyfð og vill hækka lágmarksaldur þeirra sem hljóta fjárhagslega aðstoð frá ríkinu. Pence hefur einnig sagt að Bandaríkjamenn þurfi að standa þétt við bakið á Úkraínumönnum og hefur verið gagnrýninn á Repúblikana sem hafa farið fögrum orðum um Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Áður en Pence bauð sig fram árið 2016 og varð á endanum varaforsetaefni Trump, sat hann í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í tíu ár og var ríkisstjóri Indiana. Auk Trump og DeSantis hafa Nikki Haley fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna til Sameinuðu þjóðanna, Tim Scott öldungadeildarþingmaður, Vivek Ramaswamy frumkvöðull og Asa Hutchinson, fyrrverandi ríkisstjóri Arkansas, lýst yfir framboði til tilnefningar Repúblikanaflokksins. Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersy, er sagður ætla að lýsa yfir framboði á morgun og Doug Burgum, ríkisstjóri Norður Dakóta, ætlar að gera það á miðvikudaginn. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Kynferðisbrotamál Trump muni verða til umræðu í kosningabaráttunni Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, telur að kynferðisbrots dómur Donald Trump munu vafalaust verða til umræðu í kosningabaráttunni. Óvíst sé hver áhrifin verða í atkvæðum talið. 10. maí 2023 12:20 Pence bar vitni í kosningamáli Trump Kviðdómendur í ákærudómstól í Washington-borg hlýddu í gær á framburð Mike Pence, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, í tengslum við rannsókn á tilraunum Donalds Trump og bandamanna hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020. Dómstóll hafði áður staðfest að Trump gæti ekki komið í veg fyrir vitnisburð Pence. 28. apríl 2023 08:56 Keppinautar Trump fylkja sér að baki honum eftir ákæru Leiðtogar Repúblikanaflokksins og helstu keppinautar Donalds Trump um útnenfningu flokksins fyrir forsetakosningar næsta árs fylktu sér að baki honum eftir að hann var ákærður í gær. Búist er við því að Trump gefi sig fram við yfirvöld í New York í næstu viku. 31. mars 2023 09:12 Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. 12. mars 2023 10:20 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fleiri fréttir Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Sjá meira
Pence þurfti að flýja þinghúsið vegna árásarinnar en hann átti þá að taka þátt í því að staðfesta formlega úrslit forsetakosninganna 2020, sem Joe Biden vann. Stuðningsmenn Trumps vildu koma í veg fyrir þá staðfestingu og voru reiðir út í Pence fyrir að neita beiðni Trump um að staðfesta ekki úrslitin, sem er eitthvað sem Pence hafði ekki vald til að gera. Sjá einnig: Trump skellir skuldinni á Pence fyrir árásina á þinghúsið AP fréttaveitan segir að Pence muni fylla út þá pappíra sem til þarf í dag og að hann ætli sér að hefja kosningabaráttu sína í Iowa á miðvikudaginn en þá verður hann 64 ára gamall. Trump mælist með mest fylgi af þeim sem hafa lýst yfir þátttöku í forvali Repúblikanaflokksins og á eftir honum er Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída. AP segir stuðningsmenn Pence sjá færi fyrir traustan íhaldsmanni sem standi fyrir helstu áherslumál síðustu ríkisstjórnar Repúblikana, án allra þeirra vandamála sem fylgja Trump. Pence hefur varað við auknum popúlisma í Repúblikanaflokknum og sér sjálfan sig sem íhaldsmann af gamla skóla Ronald Reagan. Hann hefur lýst sjálfum sér sem „kristnum manni, íhaldsmanni og Repúblikana, í þeirri röð“. Hann er mikill andstæðingur þess að þungunarrof séu leyfð og vill hækka lágmarksaldur þeirra sem hljóta fjárhagslega aðstoð frá ríkinu. Pence hefur einnig sagt að Bandaríkjamenn þurfi að standa þétt við bakið á Úkraínumönnum og hefur verið gagnrýninn á Repúblikana sem hafa farið fögrum orðum um Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Áður en Pence bauð sig fram árið 2016 og varð á endanum varaforsetaefni Trump, sat hann í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í tíu ár og var ríkisstjóri Indiana. Auk Trump og DeSantis hafa Nikki Haley fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna til Sameinuðu þjóðanna, Tim Scott öldungadeildarþingmaður, Vivek Ramaswamy frumkvöðull og Asa Hutchinson, fyrrverandi ríkisstjóri Arkansas, lýst yfir framboði til tilnefningar Repúblikanaflokksins. Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersy, er sagður ætla að lýsa yfir framboði á morgun og Doug Burgum, ríkisstjóri Norður Dakóta, ætlar að gera það á miðvikudaginn.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Kynferðisbrotamál Trump muni verða til umræðu í kosningabaráttunni Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, telur að kynferðisbrots dómur Donald Trump munu vafalaust verða til umræðu í kosningabaráttunni. Óvíst sé hver áhrifin verða í atkvæðum talið. 10. maí 2023 12:20 Pence bar vitni í kosningamáli Trump Kviðdómendur í ákærudómstól í Washington-borg hlýddu í gær á framburð Mike Pence, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, í tengslum við rannsókn á tilraunum Donalds Trump og bandamanna hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020. Dómstóll hafði áður staðfest að Trump gæti ekki komið í veg fyrir vitnisburð Pence. 28. apríl 2023 08:56 Keppinautar Trump fylkja sér að baki honum eftir ákæru Leiðtogar Repúblikanaflokksins og helstu keppinautar Donalds Trump um útnenfningu flokksins fyrir forsetakosningar næsta árs fylktu sér að baki honum eftir að hann var ákærður í gær. Búist er við því að Trump gefi sig fram við yfirvöld í New York í næstu viku. 31. mars 2023 09:12 Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. 12. mars 2023 10:20 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fleiri fréttir Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Sjá meira
Kynferðisbrotamál Trump muni verða til umræðu í kosningabaráttunni Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, telur að kynferðisbrots dómur Donald Trump munu vafalaust verða til umræðu í kosningabaráttunni. Óvíst sé hver áhrifin verða í atkvæðum talið. 10. maí 2023 12:20
Pence bar vitni í kosningamáli Trump Kviðdómendur í ákærudómstól í Washington-borg hlýddu í gær á framburð Mike Pence, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, í tengslum við rannsókn á tilraunum Donalds Trump og bandamanna hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020. Dómstóll hafði áður staðfest að Trump gæti ekki komið í veg fyrir vitnisburð Pence. 28. apríl 2023 08:56
Keppinautar Trump fylkja sér að baki honum eftir ákæru Leiðtogar Repúblikanaflokksins og helstu keppinautar Donalds Trump um útnenfningu flokksins fyrir forsetakosningar næsta árs fylktu sér að baki honum eftir að hann var ákærður í gær. Búist er við því að Trump gefi sig fram við yfirvöld í New York í næstu viku. 31. mars 2023 09:12
Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. 12. mars 2023 10:20