Kathleen Folbigg náðuð og sleppt eftir 20 ár í fangelsi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. júní 2023 07:45 Allt virðist benda til þess að börn Folbigg hafi látist af náttúrulegum orsökum. epa/Joel Carrett Kathleen Folbigg hefur verið náðuð og sleppt eftir 20 ár í fangelsi. Hún var dæmd í 25 ára fangelsi árið 2003 fyrir að myrða þrjú barna sinna og valda dauða þess fjórða. Ákvörðunin um að sleppa Folbigg var tekin af hálfu yfirvalda í Ástralíu í kjölfar ítarlegrar rannsóknar. Vísir hefur áður fjallað um mál Folbigg en virtir vísindamenn hafa haldið því fram í nokkur ár að börn Folbigg, sem hún var ásökuð um að hafa myrt eitt af öðru, hafi líklega fæðst með tvær erfðabreytingar sem auka líkurnar á hjartastoppi annars vegar og flogaveiki hins vegar. Hjartalæknirinn Davíð O. Arnar kom að því að ritrýna rannsókn á erfðabreytileikanum sem Folbigg og tvær dætra hennar greindust með; CALM2. CALM2 stjórnar framleiðslu calmodulins, sem er prótein sem er mjög mikilvægt starfsemi hjartans en umræddur erfðabreytileiki eykur líkurnar á alvarlegum hjartsláttartruflunum og hjartastoppi. Synir Folbigg greindust með erfðabreytileika sem vitað er að veldur alvarlegri og banvænni flogaveiki í músum. Dómarinn Thomas Bathurst, sem fór fyrir rannsókninni á máli Folbigg, sagði óyggjandi að vafi léki á sekt Folbigg og að raunar væru líkur á að að minnsta kosti þrjú barna hennar hefðu í raun látist af náttúrulegum orsökum. Ekkert benti til annars en að Folbigg hefði verið umhyggjusöm móðir. Folbigg hefur ekki tjáð sig eftir að henni var sleppt en vinir hennar fagna málalokum. Búist er við því að hún muni sækja bætur vegna fangelsisvistarinnar. Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Ákvörðunin um að sleppa Folbigg var tekin af hálfu yfirvalda í Ástralíu í kjölfar ítarlegrar rannsóknar. Vísir hefur áður fjallað um mál Folbigg en virtir vísindamenn hafa haldið því fram í nokkur ár að börn Folbigg, sem hún var ásökuð um að hafa myrt eitt af öðru, hafi líklega fæðst með tvær erfðabreytingar sem auka líkurnar á hjartastoppi annars vegar og flogaveiki hins vegar. Hjartalæknirinn Davíð O. Arnar kom að því að ritrýna rannsókn á erfðabreytileikanum sem Folbigg og tvær dætra hennar greindust með; CALM2. CALM2 stjórnar framleiðslu calmodulins, sem er prótein sem er mjög mikilvægt starfsemi hjartans en umræddur erfðabreytileiki eykur líkurnar á alvarlegum hjartsláttartruflunum og hjartastoppi. Synir Folbigg greindust með erfðabreytileika sem vitað er að veldur alvarlegri og banvænni flogaveiki í músum. Dómarinn Thomas Bathurst, sem fór fyrir rannsókninni á máli Folbigg, sagði óyggjandi að vafi léki á sekt Folbigg og að raunar væru líkur á að að minnsta kosti þrjú barna hennar hefðu í raun látist af náttúrulegum orsökum. Ekkert benti til annars en að Folbigg hefði verið umhyggjusöm móðir. Folbigg hefur ekki tjáð sig eftir að henni var sleppt en vinir hennar fagna málalokum. Búist er við því að hún muni sækja bætur vegna fangelsisvistarinnar.
Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira