Allir listdansskólar landsins eigi í erfiðleikum með rekstur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. júní 2023 14:37 Elva segir rekstur Plié listdansskólans ekki ganga upp án stuðnings hins opinbera. Plié/Getty Elva Rut Guðlaugsdóttir, annar eiganda Plié listdansskóla segir útlitið hjá listdansskólum á Íslandi hræðilegt. Hún segir framtíð danslistarinnar á Íslandi klárlega í hættu og að um þúsund nemendur séu hræddir um að missa dansskólann sinn. Elva segir rekstrarformið á listdansskólum á Íslandi gríðarlega krefjandi. Til dansiðkunar þurfi stórt rými og þá sé leigan orðin há. Án styrkja frá ríki eða sveitarfélagi sé reksturinn erfiður. „Það eru allir listdansskólar á landinu að ströggla,“ segir hún. Í Facebook færslu Plié listansskólans sem birtist í gær kemur fram að skólahaldið gangi ekki upp meðan skólinn njóti ekki stuðnings hins opinbera. „Af því að við erum að kenna listgrein fáum við enga styrki frá hvorki ríki né sveitarfélagi,“ segir Elva. Hún segir það hafa verið flott skref þegar ríkið fór að styrkja tónlistarskólana. Þá segist hún vona að umræðan nái til stjórnvalda svo að eitthvað verði gert til þess að létta undir með listdansskólum. „Við megum ekki segja upp leigusamningnum okkar, komumst ekki út fyrr en 2025 og þar af leiðandi er í raun ekkert annað hægt að gera en að skila inn félaginu, verða gjaldþrota.“ Elva segir 600-1000 iðkendur stunda listdansnám við skólann ár hvert. „Þetta eru allt krakkar sem eru hræddir um að skólinn þeirra verði ekki til eftir sumarfrí,“ segir hún. „Útlitið er hræðilegt.“ Aðspurð segir hún að framtíð danslistarinnar á Íslandi klárlega vera í hættu. „Við vonum að við getum byrjað upp á nýtt á öðrum stað en það er náttúrlega krefjandi og kostar mikið,“ segir hún. Ballett Dans Íþróttir barna Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Njóta ekki sömu stöðu og íþróttafélög og skila lyklunum Listdansskólinn Plié, sem staðsettur er í Víkurhvarfi í Kópavogi, mun hætta starfsemi og leita nýs húsnæðis. Ástæðan er hátt leiguverð en einnig sú staðreynd að hvorki ríki né sveitarfélög komi að rekstrinum með nokkrum hætti. 3. júní 2023 23:09 Eiga ekki pening fyrir öllu skólaárinu Félag íslenskra listdansara hefur sett á fót undirskriftalista til að skora á Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra að veita fjármunum til listdansnáms til samræmis við aðrar greinar. Greininni sé mismunað. 10. apríl 2023 11:30 Viðræður um framhald listdanskennslu Viðræður standa nú yfir á milli menntamálaráðuneytisins og aðila um framhald á listdanskennslu í landinu. Ekki fæst upp gefið hver sá aðili er en ljóst er að fagið verður áfram kennt þrátt fyrir að Listdansskóli Íslands verði lagður niður. 29. nóvember 2005 08:00 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Elva segir rekstrarformið á listdansskólum á Íslandi gríðarlega krefjandi. Til dansiðkunar þurfi stórt rými og þá sé leigan orðin há. Án styrkja frá ríki eða sveitarfélagi sé reksturinn erfiður. „Það eru allir listdansskólar á landinu að ströggla,“ segir hún. Í Facebook færslu Plié listansskólans sem birtist í gær kemur fram að skólahaldið gangi ekki upp meðan skólinn njóti ekki stuðnings hins opinbera. „Af því að við erum að kenna listgrein fáum við enga styrki frá hvorki ríki né sveitarfélagi,“ segir Elva. Hún segir það hafa verið flott skref þegar ríkið fór að styrkja tónlistarskólana. Þá segist hún vona að umræðan nái til stjórnvalda svo að eitthvað verði gert til þess að létta undir með listdansskólum. „Við megum ekki segja upp leigusamningnum okkar, komumst ekki út fyrr en 2025 og þar af leiðandi er í raun ekkert annað hægt að gera en að skila inn félaginu, verða gjaldþrota.“ Elva segir 600-1000 iðkendur stunda listdansnám við skólann ár hvert. „Þetta eru allt krakkar sem eru hræddir um að skólinn þeirra verði ekki til eftir sumarfrí,“ segir hún. „Útlitið er hræðilegt.“ Aðspurð segir hún að framtíð danslistarinnar á Íslandi klárlega vera í hættu. „Við vonum að við getum byrjað upp á nýtt á öðrum stað en það er náttúrlega krefjandi og kostar mikið,“ segir hún.
Ballett Dans Íþróttir barna Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Njóta ekki sömu stöðu og íþróttafélög og skila lyklunum Listdansskólinn Plié, sem staðsettur er í Víkurhvarfi í Kópavogi, mun hætta starfsemi og leita nýs húsnæðis. Ástæðan er hátt leiguverð en einnig sú staðreynd að hvorki ríki né sveitarfélög komi að rekstrinum með nokkrum hætti. 3. júní 2023 23:09 Eiga ekki pening fyrir öllu skólaárinu Félag íslenskra listdansara hefur sett á fót undirskriftalista til að skora á Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra að veita fjármunum til listdansnáms til samræmis við aðrar greinar. Greininni sé mismunað. 10. apríl 2023 11:30 Viðræður um framhald listdanskennslu Viðræður standa nú yfir á milli menntamálaráðuneytisins og aðila um framhald á listdanskennslu í landinu. Ekki fæst upp gefið hver sá aðili er en ljóst er að fagið verður áfram kennt þrátt fyrir að Listdansskóli Íslands verði lagður niður. 29. nóvember 2005 08:00 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Njóta ekki sömu stöðu og íþróttafélög og skila lyklunum Listdansskólinn Plié, sem staðsettur er í Víkurhvarfi í Kópavogi, mun hætta starfsemi og leita nýs húsnæðis. Ástæðan er hátt leiguverð en einnig sú staðreynd að hvorki ríki né sveitarfélög komi að rekstrinum með nokkrum hætti. 3. júní 2023 23:09
Eiga ekki pening fyrir öllu skólaárinu Félag íslenskra listdansara hefur sett á fót undirskriftalista til að skora á Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra að veita fjármunum til listdansnáms til samræmis við aðrar greinar. Greininni sé mismunað. 10. apríl 2023 11:30
Viðræður um framhald listdanskennslu Viðræður standa nú yfir á milli menntamálaráðuneytisins og aðila um framhald á listdanskennslu í landinu. Ekki fæst upp gefið hver sá aðili er en ljóst er að fagið verður áfram kennt þrátt fyrir að Listdansskóli Íslands verði lagður niður. 29. nóvember 2005 08:00