„Gjörsamlega misboðið“ hvernig fólk er haft að fíflum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. júní 2023 22:50 Myndbandið vakti hörð viðbrögð hjá mörgum og þar á meðal Ingu Sæland, þingmanni og formanni Flokks fólksins. vísir/vilhelm/skjáskot Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, er „gjörsamlega misboðið“ vegna myndbands sem sýnir sorphirðumenn í Kópavogi tæma mismunandi flokkunartunnur í sama bíl. Hún segir fólk haft að fíflum með fyrirkomulaginu. Myndbandið hefur vakið hörð viðbrögð. Í Facebook-færslu segir Inga að miklar líkur séu á að margir munu snúa frá því að flokka héðan af. „Lang flest okkar höfum tekið því grafalvarlega og vandað okkur við að flokka rétt. En nú er það að koma í ljós að við erum talin svo grunnhygginn að það hafi þurft að æfa okkur i áraraðir í að flokka sorp áður en innviðirnir eru tilbúnir til að taka á móti því og virða verkin sem við erum að vinna,“ segir hún. Tjónið af þessum stjórnarháttum segir hún mikið: „Ef einhver heldur að það sé hvetjand í umhverfisvernd að koma svona aftan að okkur þá feil-reiknar sá hinn sami sig all verulega. Því miður eru miklar líkur á að margir munu snúa frá sjálfboðavinnu sinni í flokkun sorps fyrir Sorpu. Enn á ný eru vanhæfir stjórnendur að vinna ómetanlegt tjón á samfélaginu, það er ekki flóknara en það.“ Í kvöldfréttum var rætt við Jón Þóri Frantzon, forstjóra Íslenska gámafélagsins, sem sagði að á myndbandinu sjáist verkferlar sem unnið hafi verið eftir undanfarin tíu ár. „Þetta er síðasta losun sem er á þessan hátt. Í næstu losun verður þetta tekið í sitthvort hólfið,“ segir Jón Þórir. Ekki hafi verið um að ræða almennt rusl sem hafi verið losað með pappa, heldur plast sem sé síðar aðgreint á færibandi í flokkunarstöð. Sjá má viðtalið við hann í heild sinni hér að neðan, þegar 2:15 eru búnar af fréttinni: Sorphirða Umhverfismál Kópavogur Flokkur fólksins Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Sjá meira
Myndbandið hefur vakið hörð viðbrögð. Í Facebook-færslu segir Inga að miklar líkur séu á að margir munu snúa frá því að flokka héðan af. „Lang flest okkar höfum tekið því grafalvarlega og vandað okkur við að flokka rétt. En nú er það að koma í ljós að við erum talin svo grunnhygginn að það hafi þurft að æfa okkur i áraraðir í að flokka sorp áður en innviðirnir eru tilbúnir til að taka á móti því og virða verkin sem við erum að vinna,“ segir hún. Tjónið af þessum stjórnarháttum segir hún mikið: „Ef einhver heldur að það sé hvetjand í umhverfisvernd að koma svona aftan að okkur þá feil-reiknar sá hinn sami sig all verulega. Því miður eru miklar líkur á að margir munu snúa frá sjálfboðavinnu sinni í flokkun sorps fyrir Sorpu. Enn á ný eru vanhæfir stjórnendur að vinna ómetanlegt tjón á samfélaginu, það er ekki flóknara en það.“ Í kvöldfréttum var rætt við Jón Þóri Frantzon, forstjóra Íslenska gámafélagsins, sem sagði að á myndbandinu sjáist verkferlar sem unnið hafi verið eftir undanfarin tíu ár. „Þetta er síðasta losun sem er á þessan hátt. Í næstu losun verður þetta tekið í sitthvort hólfið,“ segir Jón Þórir. Ekki hafi verið um að ræða almennt rusl sem hafi verið losað með pappa, heldur plast sem sé síðar aðgreint á færibandi í flokkunarstöð. Sjá má viðtalið við hann í heild sinni hér að neðan, þegar 2:15 eru búnar af fréttinni:
Sorphirða Umhverfismál Kópavogur Flokkur fólksins Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Sjá meira