Kippa sér hvorki upp við dræma mætingu né beiðni leiðsögumanns Máni Snær Þorláksson skrifar 1. júní 2023 16:50 Ýrr Baldursdóttir og maðurinn hennar Ólafur Pétur Georgsson mótmæltu á Austurvelli í dag. Vísir/Vilhelm Skipuleggjendur mótmæla á Austurvelli í dag vegna ástandsins í þjóðfélaginu ætla að halda ótrauðir áfram þrátt fyrir dræma mætingu. Íslenskur leiðsögumaður á flakki með erlenda ferðamenn bað mótmælendur um að lækka róminn. „Það var lítill fyrirvari en þetta er ekki búið, þetta er fyrsti dagurinn af sautján,“ segir Ýrr Baldursdóttir, listamaður og ein af þeim sem skipulögðu mótmælin í dag, í samtali við fréttastofu. Þrátt fyrir að mætingin hafi ekki verið mikil sé hún stórhuga, stefnan sé sett á nýja búsáhaldabyltingu. Markmiðið er að mótmæla daglega fram að sautjánda júní, lýðveldisdegi Íslands. „Því það er varla hægt að halda upp á eitthvað lýðveldi þegar það er ekki lýðræði í landinu,“ segir Ýrr sem hvetur fólk til að mæta á næstu mótmæli, það megi endilega taka orðið. „Ég verð örugglega orðin raddlaus eftir smá.“ Ekki pólitíkus en komin með nóg Ýrr segist hafa boðað til mótmælana í hvatvísi í fyrradag þegar hún var pirruð á ástandinu í þjóðfélaginu. „Maður þarf ekkert endilega að vera jafn illa staddur til að finna til með fólkinu.“ Ýrr segir að þessi mótmæli hafi aðeins verið byrjunin.Vísir/Vilhelm Þó svo að hún og fleiri hafi það ágætt þá sé stór hluti af samfélaginu ekki í sömu stöðu. „Við erum 380 þúsund rétt svo hérna í þessu landi. Það er vel hægt að láta svo um hnútana að allir hafi aðgang að heilbrigðisþjónustu,“ segir hún. „Ég er nú ekki pólitíkus eða mikið inni í því en óréttlætið sést fyrir framan okkur öll sem erum ekki einu sinni að gá. Erum við ekki öll komin með nóg af þessu?“ Húsnæðismálin séu í ólestri Ýrr segir að skilaboðin með mótmælunum séu í rauninni hrikalega einföld: „Þessi ríkisstjórn er algjörlega vanhæf og hefur ekki staðið við eitt einasta loforð.“ Hún nefnir sem dæmi kosningaloforð Sjálfstæðisflokkinn um velferð og öryggi. Þá segir Ýrr að húsnæðismálin og staðan í þeim spili einnig stórt hlutverk í því hvers vegna hún boðaði til mótmælanna. Fólk hafi ekki efni á þaki yfir höfuðið og vinni myrkrana á milli til að safna fyrir íbúð. „Unga fólkið okkar á ekki séns í þetta, á ekki séns í leigumarkaði eða húsnæðismarkaði, ekki séns. Þau eru föst á leigumarkaði sem rífur af þeim allar þær tekjur sem þau fá mögulega í vasann, þetta er bara hryllingur.“ Á sama tíma séu ráðamenn á leiðinni í frí. „Með launahækkanir á kostnað litla mannsins,“ segir Ýrr. „Ég held að þau ættu að taka sér frí að eilífu.“ Mótmælti mótmælunum Sem fyrr segir voru þau ekki mörg á mótmælunum en það er þó ljóst að vel heyrðist í þeim. Leiðsögumaður sem var með ferðamenn á svæðinu gaf sig til að mynda á tal við mótmælendur og bað þau um að hafa lægra. Leiðsögumaður bað mótmælendur um að hafa lægra.Vísir/Vilhelm „Hann var að reyna að sýna túristum bæinn og þetta var svona óþægilegur partur af raunveruleika Íslendinga, við viljum auðvitað bara sýna fallegu og flottu hlutina, ekki þá vondu. Ég svo sem skil hann alveg en það var bara ekki í boði akkúrat þarna. Ég sagði honum reyndar að við yrðum nú ekki mikið lengur, ef hann myndi fara á kaffihús með fólkið þá værum við að hætta eftir smá.“ Skíthrædd um framtíðina Ýrr segir skipuleggjendur mótmælanna ætla að reyna að fylgja þeim eftir eins og þau geta. „Það verður bara að sjá hvað gerist en við vonum það besta,“ segir hún „Ég persónulega beið svolítið eftir því að fá að mæta á mótmæli en svo bara var ég hrædd um að það yrði ekki. Ég skil að fólk er orðið þreytt og vonlaust, finnist að þetta gangi ekki upp og virki ekki.“ Hún segist vera að þessu fyrir komandi kynslóðir: „Ég er amma, ég á barnabörn og ég er skíthrædd um þeirra framtíð. Með svona mikla, ljóta og grimmilega spillingu sem virðist vera að gegnumsýra öll ráðuneyti undir þessari stjórn.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Verðlag Kjaramál Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
„Það var lítill fyrirvari en þetta er ekki búið, þetta er fyrsti dagurinn af sautján,“ segir Ýrr Baldursdóttir, listamaður og ein af þeim sem skipulögðu mótmælin í dag, í samtali við fréttastofu. Þrátt fyrir að mætingin hafi ekki verið mikil sé hún stórhuga, stefnan sé sett á nýja búsáhaldabyltingu. Markmiðið er að mótmæla daglega fram að sautjánda júní, lýðveldisdegi Íslands. „Því það er varla hægt að halda upp á eitthvað lýðveldi þegar það er ekki lýðræði í landinu,“ segir Ýrr sem hvetur fólk til að mæta á næstu mótmæli, það megi endilega taka orðið. „Ég verð örugglega orðin raddlaus eftir smá.“ Ekki pólitíkus en komin með nóg Ýrr segist hafa boðað til mótmælana í hvatvísi í fyrradag þegar hún var pirruð á ástandinu í þjóðfélaginu. „Maður þarf ekkert endilega að vera jafn illa staddur til að finna til með fólkinu.“ Ýrr segir að þessi mótmæli hafi aðeins verið byrjunin.Vísir/Vilhelm Þó svo að hún og fleiri hafi það ágætt þá sé stór hluti af samfélaginu ekki í sömu stöðu. „Við erum 380 þúsund rétt svo hérna í þessu landi. Það er vel hægt að láta svo um hnútana að allir hafi aðgang að heilbrigðisþjónustu,“ segir hún. „Ég er nú ekki pólitíkus eða mikið inni í því en óréttlætið sést fyrir framan okkur öll sem erum ekki einu sinni að gá. Erum við ekki öll komin með nóg af þessu?“ Húsnæðismálin séu í ólestri Ýrr segir að skilaboðin með mótmælunum séu í rauninni hrikalega einföld: „Þessi ríkisstjórn er algjörlega vanhæf og hefur ekki staðið við eitt einasta loforð.“ Hún nefnir sem dæmi kosningaloforð Sjálfstæðisflokkinn um velferð og öryggi. Þá segir Ýrr að húsnæðismálin og staðan í þeim spili einnig stórt hlutverk í því hvers vegna hún boðaði til mótmælanna. Fólk hafi ekki efni á þaki yfir höfuðið og vinni myrkrana á milli til að safna fyrir íbúð. „Unga fólkið okkar á ekki séns í þetta, á ekki séns í leigumarkaði eða húsnæðismarkaði, ekki séns. Þau eru föst á leigumarkaði sem rífur af þeim allar þær tekjur sem þau fá mögulega í vasann, þetta er bara hryllingur.“ Á sama tíma séu ráðamenn á leiðinni í frí. „Með launahækkanir á kostnað litla mannsins,“ segir Ýrr. „Ég held að þau ættu að taka sér frí að eilífu.“ Mótmælti mótmælunum Sem fyrr segir voru þau ekki mörg á mótmælunum en það er þó ljóst að vel heyrðist í þeim. Leiðsögumaður sem var með ferðamenn á svæðinu gaf sig til að mynda á tal við mótmælendur og bað þau um að hafa lægra. Leiðsögumaður bað mótmælendur um að hafa lægra.Vísir/Vilhelm „Hann var að reyna að sýna túristum bæinn og þetta var svona óþægilegur partur af raunveruleika Íslendinga, við viljum auðvitað bara sýna fallegu og flottu hlutina, ekki þá vondu. Ég svo sem skil hann alveg en það var bara ekki í boði akkúrat þarna. Ég sagði honum reyndar að við yrðum nú ekki mikið lengur, ef hann myndi fara á kaffihús með fólkið þá værum við að hætta eftir smá.“ Skíthrædd um framtíðina Ýrr segir skipuleggjendur mótmælanna ætla að reyna að fylgja þeim eftir eins og þau geta. „Það verður bara að sjá hvað gerist en við vonum það besta,“ segir hún „Ég persónulega beið svolítið eftir því að fá að mæta á mótmæli en svo bara var ég hrædd um að það yrði ekki. Ég skil að fólk er orðið þreytt og vonlaust, finnist að þetta gangi ekki upp og virki ekki.“ Hún segist vera að þessu fyrir komandi kynslóðir: „Ég er amma, ég á barnabörn og ég er skíthrædd um þeirra framtíð. Með svona mikla, ljóta og grimmilega spillingu sem virðist vera að gegnumsýra öll ráðuneyti undir þessari stjórn.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Verðlag Kjaramál Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira