„Njósnamjaldurinn“ skýtur upp kollinum í Svíþjóð Kjartan Kjartansson skrifar 30. maí 2023 11:48 Óbreyttur mjaldur við Svalbarða. Vísir/Getty Sænsk yfirvöld klóra sér nú í kollinum yfir því hvað þau eigi að gera með mjaldurinn Hvaldímír, grunaðan njósnara í þjónustu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, eftir að hann lét sjá sig við strendur landsins nýlega. Talið er að mjaldurinn sækist enn eftir samskiptum við menn. Meinti „njósnamjaldurinn“ komst í heimsfréttirnar þegar hann vingaðist við norska veiðimenn undan ströndum Finnmerkur í Norður-Noregi árið 2019. Mjaldurinn reyndist vera með beisli sem á var letrað að tilheyrði Pétursborg í Rússlandi. Kviknaði þá grunur um að mjaldurinn hefði verið hluti af tilraunum Rússa til að þjálfa sjávardýr til njósna. Rússnesk stjórnvöld hafna því þrátt fyrir að varnarmálaráðuneytið hefði á sínum tíma auglýst eftir höfrungum til þeirra nota, að sögn Washington Post. Önnur tilgáta er að mjaldurinn hafi verið þjálfaður til að hjálpa andlega veikum rússneskum börnum. Síðan þá hefur Hvaldímír, eins og hann var kallaður, að mestu haldið sig við Finnmörk, nærri landamærunum Noregs og Rússlands. Hann skaut hins vegar upp kollinum í Oslóarfirði sem norska höfuðborgin stendur við í síðustu viku. Norska fiskistofan varaði sjómenn við því að nálgast hvalinn af ótta við að hann gæti slasast eða drepist af völdum bátaumferðar. Nú síðast sást Hvaldírmír við strendur Svíþjóðar. Samtökin OneWhale, sem voru stofnuð sérstaklega um velferð mjaldursins, segjast hafa verið í sambandi við sænsk yfirvöld sem hafi strax gripið til aðgerða til þess að vernda hann. Þau hafi meðal annars lokað brú í því skyni. Þegar sýnt fram á klókindin Vanessa Pirotta, dýrafræðingur og fyrrverandi þjálfari villtra sjávardýra, segir Washington Post, að líklega sæki Hvaldímír enn í mannfólk eftir að hann var þjálfaður af mönnum. Mjaldrar séu félagslynd dýr sem haldi sig gjarnan í torfum í náttúrunni. Deilt hefur verið um hvað eigi að gera með Hvaldímír. OneWhale vilja að stofnað verði griðarsvæði fyrir hann þar sem hægt verði að endurhæfa hann og sameina hann svo villtum mjöldrum. Norsk yfirvöld hafa ekki áhuga á að fanga Hvaldímír en það gæti breyst ef hann heldur áfram að leita í þéttbýlissvæði. Pirotta segir að það yrði skref aftur á bak að fanga Hvaldímír. Aðstæður hans séu alls ekki svo slæmar. Hann hafi þegar sannað klókindi sín með því að veiða sér sjálfur til matar og forðast hættulega árekstra við menn og fley þeirra. Svíþjóð Noregur Rússland Hvalir Dýr Mjaldurinn Hvaldimír Tengdar fréttir Mjaldurinn líklega ekki njósnari heldur þroskaþjálfi Mjaldurinn sem fannst úti fyrir Finnmörk í Noregi í lok apríl virðist ekki vera njósnari á vegum rússneska sjóhersins, líkt og talið var í fyrstu, heldur hafi hann verið notaður við meðferð á andlega veikum börnum í Rússlandi. 7. maí 2019 14:08 Njósnamjaldurinn nefndur Hvaldimir Nafnið þykir hinn sniðugasti leikur að orðum sem sameinar norska orðið yfir hval og nafn Rússlandsforseta. 4. maí 2019 09:40 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Meinti „njósnamjaldurinn“ komst í heimsfréttirnar þegar hann vingaðist við norska veiðimenn undan ströndum Finnmerkur í Norður-Noregi árið 2019. Mjaldurinn reyndist vera með beisli sem á var letrað að tilheyrði Pétursborg í Rússlandi. Kviknaði þá grunur um að mjaldurinn hefði verið hluti af tilraunum Rússa til að þjálfa sjávardýr til njósna. Rússnesk stjórnvöld hafna því þrátt fyrir að varnarmálaráðuneytið hefði á sínum tíma auglýst eftir höfrungum til þeirra nota, að sögn Washington Post. Önnur tilgáta er að mjaldurinn hafi verið þjálfaður til að hjálpa andlega veikum rússneskum börnum. Síðan þá hefur Hvaldímír, eins og hann var kallaður, að mestu haldið sig við Finnmörk, nærri landamærunum Noregs og Rússlands. Hann skaut hins vegar upp kollinum í Oslóarfirði sem norska höfuðborgin stendur við í síðustu viku. Norska fiskistofan varaði sjómenn við því að nálgast hvalinn af ótta við að hann gæti slasast eða drepist af völdum bátaumferðar. Nú síðast sást Hvaldírmír við strendur Svíþjóðar. Samtökin OneWhale, sem voru stofnuð sérstaklega um velferð mjaldursins, segjast hafa verið í sambandi við sænsk yfirvöld sem hafi strax gripið til aðgerða til þess að vernda hann. Þau hafi meðal annars lokað brú í því skyni. Þegar sýnt fram á klókindin Vanessa Pirotta, dýrafræðingur og fyrrverandi þjálfari villtra sjávardýra, segir Washington Post, að líklega sæki Hvaldímír enn í mannfólk eftir að hann var þjálfaður af mönnum. Mjaldrar séu félagslynd dýr sem haldi sig gjarnan í torfum í náttúrunni. Deilt hefur verið um hvað eigi að gera með Hvaldímír. OneWhale vilja að stofnað verði griðarsvæði fyrir hann þar sem hægt verði að endurhæfa hann og sameina hann svo villtum mjöldrum. Norsk yfirvöld hafa ekki áhuga á að fanga Hvaldímír en það gæti breyst ef hann heldur áfram að leita í þéttbýlissvæði. Pirotta segir að það yrði skref aftur á bak að fanga Hvaldímír. Aðstæður hans séu alls ekki svo slæmar. Hann hafi þegar sannað klókindi sín með því að veiða sér sjálfur til matar og forðast hættulega árekstra við menn og fley þeirra.
Svíþjóð Noregur Rússland Hvalir Dýr Mjaldurinn Hvaldimír Tengdar fréttir Mjaldurinn líklega ekki njósnari heldur þroskaþjálfi Mjaldurinn sem fannst úti fyrir Finnmörk í Noregi í lok apríl virðist ekki vera njósnari á vegum rússneska sjóhersins, líkt og talið var í fyrstu, heldur hafi hann verið notaður við meðferð á andlega veikum börnum í Rússlandi. 7. maí 2019 14:08 Njósnamjaldurinn nefndur Hvaldimir Nafnið þykir hinn sniðugasti leikur að orðum sem sameinar norska orðið yfir hval og nafn Rússlandsforseta. 4. maí 2019 09:40 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Mjaldurinn líklega ekki njósnari heldur þroskaþjálfi Mjaldurinn sem fannst úti fyrir Finnmörk í Noregi í lok apríl virðist ekki vera njósnari á vegum rússneska sjóhersins, líkt og talið var í fyrstu, heldur hafi hann verið notaður við meðferð á andlega veikum börnum í Rússlandi. 7. maí 2019 14:08
Njósnamjaldurinn nefndur Hvaldimir Nafnið þykir hinn sniðugasti leikur að orðum sem sameinar norska orðið yfir hval og nafn Rússlandsforseta. 4. maí 2019 09:40