Víst ríma þau, Jón og flón Pétur Heimisson skrifar 29. maí 2023 10:01 Enn heggur Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og nú að SAMfélagslegri sátt á Austurlandi. Þar gengur hann í slóð annarra, s.s. bæði tiltekins fréttamanns og fyrrum embættismanns, en Jón er jú ráðherra. Hann ræðst gegn afrakstri vandaðrar vinnu margra til að ná sátt um það hver yrðu næstu göng á Austurlandi. Ávöxtur þeirrar vinnu, ekki síst kjörinna fulltrúa margra stjórnmálaafla þvert á sveitarfélög á Austurlandi, birtist í endurteknum samþykktum Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA), um að það skuli vera Fjarðarheiðargöng. Að misnota vald Að æðsti maður dóms og laga á Íslandi skuli endurtekið fara fram með þeim hætti sem Jón Gunnarsson gerir er alvarlegt. Nýjustu skilaboðum sínum um göng á Austurlandi teflir Jón fram í nafni almannavarna. Það gerir hann án gildra raka eða þá deilir hann ekki með okkur því sem hann telur rök. Stjórnunarhættir Jóns eiga ekkert skylt við þjónandi forystu, sem hann er þó kjörinn til. Framganga hans finnst mér siðlaus ef ekki bein misnotkun valds og því spurning hvort hún kallist bola- eða böðulsbrögð? Byggjum upp en brjótum ei ! Vinna starfshóps, samþykktir SSA og miklar undirbúningsrannsóknir hafa skilað því að Fjarðarheiðargöng eru tilbúin til útboðs. Einmitt þá reynir sjálfur dómsmálaráðherra að koma í veg fyrir að göngin verði að veruleika. Það finnst mér bein aðför að mikilli vinnu til uppbyggingar á Austurlandi. Verum ekki þau flón að hlusta á Jón (þó það rími) og fresta þannig allri gangagerð á Austurlandi um mörg ár. Líkleg og enn alvarlegri afleiðing slíks væru deilur og misklíð innan og á milli samfélaganna okkar á Austurlandi. Höldum markaðri stefnu, komum Fjarðarheiðargöngum í útboð og hefjumst svo handa. VINNUM ÁFRAM SAMAN AÐ UPPBYGGINGU AUSTURLANDS. Höfundur er læknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Pétur Heimisson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Sjá meira
Enn heggur Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og nú að SAMfélagslegri sátt á Austurlandi. Þar gengur hann í slóð annarra, s.s. bæði tiltekins fréttamanns og fyrrum embættismanns, en Jón er jú ráðherra. Hann ræðst gegn afrakstri vandaðrar vinnu margra til að ná sátt um það hver yrðu næstu göng á Austurlandi. Ávöxtur þeirrar vinnu, ekki síst kjörinna fulltrúa margra stjórnmálaafla þvert á sveitarfélög á Austurlandi, birtist í endurteknum samþykktum Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA), um að það skuli vera Fjarðarheiðargöng. Að misnota vald Að æðsti maður dóms og laga á Íslandi skuli endurtekið fara fram með þeim hætti sem Jón Gunnarsson gerir er alvarlegt. Nýjustu skilaboðum sínum um göng á Austurlandi teflir Jón fram í nafni almannavarna. Það gerir hann án gildra raka eða þá deilir hann ekki með okkur því sem hann telur rök. Stjórnunarhættir Jóns eiga ekkert skylt við þjónandi forystu, sem hann er þó kjörinn til. Framganga hans finnst mér siðlaus ef ekki bein misnotkun valds og því spurning hvort hún kallist bola- eða böðulsbrögð? Byggjum upp en brjótum ei ! Vinna starfshóps, samþykktir SSA og miklar undirbúningsrannsóknir hafa skilað því að Fjarðarheiðargöng eru tilbúin til útboðs. Einmitt þá reynir sjálfur dómsmálaráðherra að koma í veg fyrir að göngin verði að veruleika. Það finnst mér bein aðför að mikilli vinnu til uppbyggingar á Austurlandi. Verum ekki þau flón að hlusta á Jón (þó það rími) og fresta þannig allri gangagerð á Austurlandi um mörg ár. Líkleg og enn alvarlegri afleiðing slíks væru deilur og misklíð innan og á milli samfélaganna okkar á Austurlandi. Höldum markaðri stefnu, komum Fjarðarheiðargöngum í útboð og hefjumst svo handa. VINNUM ÁFRAM SAMAN AÐ UPPBYGGINGU AUSTURLANDS. Höfundur er læknir
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar