Dúxaði í FG eins og mamma og pabbi Árni Sæberg skrifar 29. maí 2023 19:31 Agnes með foreldrum sínum í útskriftarveislunni. Aðsend Agnes Ómarsdóttir útskrifaðist af náttúrufræðibraut Fjölbrautaskólans í Garðabæ um helgina og varð dúx með ágætiseinkunnina 9,8. Henni kippir greinilega í kynið enda dúxuðu báðir foreldrar hennar við sama skóla á sínum tíma. Agnes segir í samtali við Vísi að það hafi ekki verið henni sérstakt keppikefli að jafna námsafrek foreldra hennar, en Ómar Gústafsson faðir hennar dúxaði árið 1995 og Jóhanna Guðrún Guðmundsdóttir móðir hennar gerði slíkt hið sama þremur árum síðar. „Þetta var ekki markmiðið allan tímann, ég gerði bara mitt besta,“ segir hún og bætir við að galdurinn að baki góðum námsárangri sé að fylgjast vel með í tímum og skipuleggja lærdóminn vel. Móður- og föðurbetrungur Vísir heyrði einnig í Ómari föður Agnesar í gærkvöldi. Líkt og gefur að skilja var hann kampakátur með afrek dóttur sinnar, sem og fjölskyldan öll. Hann vildi þó alls ekki eigna sér heiðurinn af því. „Hún gerði þetta bara alveg sjálf, ég get ekki lofað því að það hafi verið neitt sérstakt í uppeldinu sem olli þessu,“ sagði hann og hló. Þá sagði hann að Agnes hefði ekki aðeins jafnað árangur foreldranna með því að dúxa heldur hafi hún hlotið töluvert hærri meðaleinkunn en þeir báðir. „Hún er tvímælalaust móður- og föðurbetrungur,“ sagði hann. Afrekskona á öðru sviði Það er ekki aðeins í námi sem Agnes hefur náð góðum árangri. Hún æfir og keppir í hópfimleikum fyrir Stjörnuna úr Garðabæ. Stjörnukonur hafa ráðið ríkjum í hópfimleikum hér á landi undanfarin ár og hafa til að mynda hreppt Íslandsmeistaratitilinn á hverju ári frá árinu 2015, ef frá eru talin árin 2017, þegar Gerpla vann, og 2020, þegar mótið féll niður vegna heimsfaraldursins. Agnes ásamt Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar.Aðsend Agnes segir að það hafi verið gaman en krefjandi að stunda fimleika af krafti meðfram náminu. Þar hafi skipulagið komið að góðum notum. Skráð í lýðháskóla og langar í Háskólann í Reykjavík Agnes segist ætla að taka sér pásu frá námi í ár og „gera eitthvað skemmtilegt.“ Hún er til að mynda búin að skrá sig í lýðháskóla í Danmörku. Hún var einmitt fædd í Danaveldi á meðan foreldrar hennar voru þar ytra í námi. Því næst langar Agnesi að skrá sig í Háskólann í Reykjavík. Þar segir hún hugbúnaðarverkfræði, tölvunarfræði og verkfræði kalla mest á sig. Þær greinar ættu að liggja vel fyrir henni, enda útskrifaðist hún með glæsibrag af tæknisviði á náttúrufræðibraut. Framhaldsskólar Garðabær Skóla- og menntamál Tímamót Dúxar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Agnes segir í samtali við Vísi að það hafi ekki verið henni sérstakt keppikefli að jafna námsafrek foreldra hennar, en Ómar Gústafsson faðir hennar dúxaði árið 1995 og Jóhanna Guðrún Guðmundsdóttir móðir hennar gerði slíkt hið sama þremur árum síðar. „Þetta var ekki markmiðið allan tímann, ég gerði bara mitt besta,“ segir hún og bætir við að galdurinn að baki góðum námsárangri sé að fylgjast vel með í tímum og skipuleggja lærdóminn vel. Móður- og föðurbetrungur Vísir heyrði einnig í Ómari föður Agnesar í gærkvöldi. Líkt og gefur að skilja var hann kampakátur með afrek dóttur sinnar, sem og fjölskyldan öll. Hann vildi þó alls ekki eigna sér heiðurinn af því. „Hún gerði þetta bara alveg sjálf, ég get ekki lofað því að það hafi verið neitt sérstakt í uppeldinu sem olli þessu,“ sagði hann og hló. Þá sagði hann að Agnes hefði ekki aðeins jafnað árangur foreldranna með því að dúxa heldur hafi hún hlotið töluvert hærri meðaleinkunn en þeir báðir. „Hún er tvímælalaust móður- og föðurbetrungur,“ sagði hann. Afrekskona á öðru sviði Það er ekki aðeins í námi sem Agnes hefur náð góðum árangri. Hún æfir og keppir í hópfimleikum fyrir Stjörnuna úr Garðabæ. Stjörnukonur hafa ráðið ríkjum í hópfimleikum hér á landi undanfarin ár og hafa til að mynda hreppt Íslandsmeistaratitilinn á hverju ári frá árinu 2015, ef frá eru talin árin 2017, þegar Gerpla vann, og 2020, þegar mótið féll niður vegna heimsfaraldursins. Agnes ásamt Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar.Aðsend Agnes segir að það hafi verið gaman en krefjandi að stunda fimleika af krafti meðfram náminu. Þar hafi skipulagið komið að góðum notum. Skráð í lýðháskóla og langar í Háskólann í Reykjavík Agnes segist ætla að taka sér pásu frá námi í ár og „gera eitthvað skemmtilegt.“ Hún er til að mynda búin að skrá sig í lýðháskóla í Danmörku. Hún var einmitt fædd í Danaveldi á meðan foreldrar hennar voru þar ytra í námi. Því næst langar Agnesi að skrá sig í Háskólann í Reykjavík. Þar segir hún hugbúnaðarverkfræði, tölvunarfræði og verkfræði kalla mest á sig. Þær greinar ættu að liggja vel fyrir henni, enda útskrifaðist hún með glæsibrag af tæknisviði á náttúrufræðibraut.
Framhaldsskólar Garðabær Skóla- og menntamál Tímamót Dúxar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira