Sorpa Ásdís Kristjánsdóttir og Orri Hlöðversson skrifa 26. maí 2023 08:01 Hugmynd um endurvinnslustöð Sorpu við Kópavogskirkjugarð kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Fram kom að óformlegar viðræður hafi farið fram við kirkjugarðinn en forsvarsmenn hans og forsvarsmenn Lindakirkju kannast ekki við það. Þeir voru því jafnundrandi og bæjarbúar þegar fréttin birtist. Staðsetning endurvinnslustöðvar við kirkjugarð er mikil vanvirðing við hina látnu og aðstandendur þeirra. Almennt er staðsetning endurvinnslustöðva í miðri íbúabyggð ekki heppileg, einkum vegna mikillar umferðar þungaflutningabíla sem skapast í kringum slíkar stöðvar. Núverandi staðsetning endurvinnslustöðvar Sorpu við Dalveg er því ákaflega óheppileg enda ekki í samræmi við aðalskipulag og stefnu bæjarins. Mikil slysahætta er við Dalveginn vegna starfsemi stöðvarinnar. Íbúar nærliggjandi byggðar hafa ítrekað óskað eftir brotthvarfi Sorpu af Dalvegi enda gerir deiliskipulag svæðisins ráð fyrir annars konar þjónustu fyrir bæjarbúa og aðra vegfarendur í Kópavogsdalnum, eins og kaffi- og veitingastöðum, leiksvæði o.s.frv. Í áratug hefur málið verið rætt í bæjarstjórn, verið í opinberri umræðu og í samskiptum við forsvarsmenn Sorpu án þess að málið þokist eitthvað áfram. Ótækt var að láta annan áratug líða með Sorpu áfram á Dalvegi. Nú þegar fyrir liggur að Sorpa flytur af Dalvegi í september 2024 þarf að huga að næstu skrefum. Við ætlum að efla grenndarstöðvar í hverfum Kópavogs og hefst undirbúningur á þeirri vinnu fljótlega. Þá blasir við að gera þarf ítarlega þarfa- og valkostagreiningu á mögulegri endurvinnslustöð sem skilar raunhæfri niðurstöðu. Við sem leiðum bæjarstjórn Kópavogs höfum ávallt staðið fast á því að mikilvægt sé að finna heppilega staðsetningu fyrir endurvinnslustöð sem þjónar hagsmunum Kópavogsbúa og annarra íbúa höfuðborgarsvæðisins. Sorpa er byggðarsamlag í eigu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Staðsetning endurvinnslustöðva á að ráðast út frá heppilegustu staðsetningu á höfuðborgarsvæðinu, óháð sveitarfélagamörkum. Ef heppileg staðsetning finnst í Kópavogi fyrir nýja endurvinnslustöð þá fögnum við því. Eitt er þó víst að endurvinnslustöð við Kópavogskirkjugarð var aldrei raunhæfur möguleiki frá upphafi að okkar mati. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri KópavogsOrri Hlöðversson, formaður bæjarráðs Kópavogs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Orri Hlöðversson Sorpa Kirkjugarðar Kópavogur Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Hugmynd um endurvinnslustöð Sorpu við Kópavogskirkjugarð kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Fram kom að óformlegar viðræður hafi farið fram við kirkjugarðinn en forsvarsmenn hans og forsvarsmenn Lindakirkju kannast ekki við það. Þeir voru því jafnundrandi og bæjarbúar þegar fréttin birtist. Staðsetning endurvinnslustöðvar við kirkjugarð er mikil vanvirðing við hina látnu og aðstandendur þeirra. Almennt er staðsetning endurvinnslustöðva í miðri íbúabyggð ekki heppileg, einkum vegna mikillar umferðar þungaflutningabíla sem skapast í kringum slíkar stöðvar. Núverandi staðsetning endurvinnslustöðvar Sorpu við Dalveg er því ákaflega óheppileg enda ekki í samræmi við aðalskipulag og stefnu bæjarins. Mikil slysahætta er við Dalveginn vegna starfsemi stöðvarinnar. Íbúar nærliggjandi byggðar hafa ítrekað óskað eftir brotthvarfi Sorpu af Dalvegi enda gerir deiliskipulag svæðisins ráð fyrir annars konar þjónustu fyrir bæjarbúa og aðra vegfarendur í Kópavogsdalnum, eins og kaffi- og veitingastöðum, leiksvæði o.s.frv. Í áratug hefur málið verið rætt í bæjarstjórn, verið í opinberri umræðu og í samskiptum við forsvarsmenn Sorpu án þess að málið þokist eitthvað áfram. Ótækt var að láta annan áratug líða með Sorpu áfram á Dalvegi. Nú þegar fyrir liggur að Sorpa flytur af Dalvegi í september 2024 þarf að huga að næstu skrefum. Við ætlum að efla grenndarstöðvar í hverfum Kópavogs og hefst undirbúningur á þeirri vinnu fljótlega. Þá blasir við að gera þarf ítarlega þarfa- og valkostagreiningu á mögulegri endurvinnslustöð sem skilar raunhæfri niðurstöðu. Við sem leiðum bæjarstjórn Kópavogs höfum ávallt staðið fast á því að mikilvægt sé að finna heppilega staðsetningu fyrir endurvinnslustöð sem þjónar hagsmunum Kópavogsbúa og annarra íbúa höfuðborgarsvæðisins. Sorpa er byggðarsamlag í eigu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Staðsetning endurvinnslustöðva á að ráðast út frá heppilegustu staðsetningu á höfuðborgarsvæðinu, óháð sveitarfélagamörkum. Ef heppileg staðsetning finnst í Kópavogi fyrir nýja endurvinnslustöð þá fögnum við því. Eitt er þó víst að endurvinnslustöð við Kópavogskirkjugarð var aldrei raunhæfur möguleiki frá upphafi að okkar mati. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri KópavogsOrri Hlöðversson, formaður bæjarráðs Kópavogs
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar