Borðaklipping og nýr vegur á milli Hveragerðis og Selfoss Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. maí 2023 20:04 Skærin klár þegar Bergþóra og Sigurður Ingi klipptu á borðann í morgun. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýr kafli var skrifaður í samgöngumál á Suðurlandi í dag þegar nýr vegarkafli á milli Hveragerðis og Selfoss var opnaður með borðaklippingu. Um ellefu þúsund bílar fara um veginn á hverjum sólarhring. Það var forstjóri Vegagerðarinnar og innviðaráðherra sem opnuðu þennan vegarkafla formlega með því að klippa á borða. Fornbíll var á staðnum og tvær rútur, ein gömul og ein splunkuný rafmagnsrúta til að leggja áherslu á þær breytingar, sem hafa átt sér stað í vega- og samgöngumálum landsins í gegnum árin. Nýi vegurinn er töluvert á undan áætlun en samkvæmt útboði átti hann að vera klár í september í haust. Fyrir utan breikkun vegarins voru akstursstefnu aðskildar með vegriði. Einnig hefur tengingum fækkað inn á veginn til muna en þær voru yfir tuttugu talsins en nú eru vegamót aðeins tvenn. Skærin á púðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er alveg gríðarleg bót hér á vegamálum,“ segir Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri á Suðurlandi. „Þetta er gleðidagur, ég er alveg himinlifandi með þennan dag. Þessi vegur breytir náttúrulega greiðfærni og allt það en númer 1, 2 og 3 er þetta gríðarleg bót á umferðaröryggi á einum mesta umferðarvegi landsins í ört stækkandi byggðarlagi,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar. En nú eru margir sem velta því fyrir sér af hverju þetta er ekki 2+ 2 vegur? „Þetta er 2+2 vegur en við höfum hins vegar ekki gengið frá yfirborðinu nema 2+1 út af því að við ætluðum að nota þá peninga, sem út af stóðu í önnur mjög áríðandi verkefni,“ segir Bergþóra. Búið að klippa.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er búið að vera gaman að fylgjast með þessu verki. Það er faglega unnið og flott og fyrir tímann, snyrtilegt og glæsilegt mannvirki auðvitað,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra. Það gerði góðan rigningarskúr við borðaklippinguna en fólk lét það ekki slá sig út af laginu. „Og hvenær kemur sumarið? „Ég held að það sé að byrja að glytta í það öðru hvoru en það hverfur alltaf aftur. En það kemur að lokum,“ segir Sigurður Ingi hlægjandi. Guðrún Hafsteinsdóttir, verðandi dómsmálaráðherra og Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri voru kát við athöfn dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Ölfus Hveragerði Vegagerð Samgöngur Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Það var forstjóri Vegagerðarinnar og innviðaráðherra sem opnuðu þennan vegarkafla formlega með því að klippa á borða. Fornbíll var á staðnum og tvær rútur, ein gömul og ein splunkuný rafmagnsrúta til að leggja áherslu á þær breytingar, sem hafa átt sér stað í vega- og samgöngumálum landsins í gegnum árin. Nýi vegurinn er töluvert á undan áætlun en samkvæmt útboði átti hann að vera klár í september í haust. Fyrir utan breikkun vegarins voru akstursstefnu aðskildar með vegriði. Einnig hefur tengingum fækkað inn á veginn til muna en þær voru yfir tuttugu talsins en nú eru vegamót aðeins tvenn. Skærin á púðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er alveg gríðarleg bót hér á vegamálum,“ segir Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri á Suðurlandi. „Þetta er gleðidagur, ég er alveg himinlifandi með þennan dag. Þessi vegur breytir náttúrulega greiðfærni og allt það en númer 1, 2 og 3 er þetta gríðarleg bót á umferðaröryggi á einum mesta umferðarvegi landsins í ört stækkandi byggðarlagi,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar. En nú eru margir sem velta því fyrir sér af hverju þetta er ekki 2+ 2 vegur? „Þetta er 2+2 vegur en við höfum hins vegar ekki gengið frá yfirborðinu nema 2+1 út af því að við ætluðum að nota þá peninga, sem út af stóðu í önnur mjög áríðandi verkefni,“ segir Bergþóra. Búið að klippa.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er búið að vera gaman að fylgjast með þessu verki. Það er faglega unnið og flott og fyrir tímann, snyrtilegt og glæsilegt mannvirki auðvitað,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra. Það gerði góðan rigningarskúr við borðaklippinguna en fólk lét það ekki slá sig út af laginu. „Og hvenær kemur sumarið? „Ég held að það sé að byrja að glytta í það öðru hvoru en það hverfur alltaf aftur. En það kemur að lokum,“ segir Sigurður Ingi hlægjandi. Guðrún Hafsteinsdóttir, verðandi dómsmálaráðherra og Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri voru kát við athöfn dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Ölfus Hveragerði Vegagerð Samgöngur Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira