„Vúlgar galvaníserað járnbákn“ reist yfir skógarstíg í Breiðholti Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. maí 2023 09:44 Stiginn hefur vakið mikla athygli meðal Breiðhyltinga. Vísir/Vilhelm Íbúar í Breiðholti eru missáttir við stiga sem byggður hefur verið á milli efra og neðra Breiðholts í Bökkunum. Einn íbúi segir enga grenndarkynningu hafa átt sér stað vegna stigans. Svo virðist vera sem um sé að ræða þrekstiga sem valinn var til framkvæmda í íbúakosningu í Betri Reykjavík fyrir tveimur árum. „Þetta er hræðileg sjónmengun fyrir mig,“ segir Steinunn Ásmundsdóttir, íbúi í Bökkunum í samtali við Vísi. Stiginn er nú nýr hluti af útsýni hennar af svölunum heima fyrir og segist hún hafa verið gáttuð á að sjá allt í einu þetta „vúlgar galvaníseraða járnbákn“ líkt og hún kallar stigann. Ljóst er að stiginn er mikið hitamál en einn íbúa var svo ósáttur að hann sá sig knúinn til þess að hafa samband við fréttastofu vegna málsins. Kveður hann stigann ekki hafa verið kynntan í grenndarkynningu, hann hafi birst fyrirvaralaust íbúum til mikils ama og segir um að ræða mikið lýti á skóginum. Vísir hefur ekki fengið upplýsingar frá Reykjavíkurborg um framkvæmdirnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er um að ræða þrekstiga sem valinn var til framkvæmda í íbúðarkosningu í Betri Reykjavík fyrir tveimur árum. Í þeirri tillögu var lagt til að stiginn yrði byggður á vel völdum stað, með sem minnstri röskun á gróðri. Miklar umræður hafa skapast um stigann og útlit hans meðal Breiðhyltinga í íbúahópi á Facebook. Margir eru gríðarlega ósáttir. „Ömurlegt skrímsli sem eyðileggur náttúruna,“ skrifar einn íbúa og margir taka undir. Þá benda nokkrir á að upphitaður göngustígur sé skammt frá. Einn hvetur þó nágranna sína til þess að hætta að tuða og kveðst spenntur yfir því að nota stigann, við miklar undirtektir. Dásamaði útsýnið áður fyrr Steinunn tekur í sama streng og íbúinn sem hafði samband við fréttastofu. Hún spyr hvort menn séu galnir. „Þetta er dálítið eins og að skjóta mýflugu með fallbyssu og nettari viðgerðir þessa smástígs hefðu átt margfalt betur við.“ Hún segir í samtali við Vísi að hún hafi horft á skóginn af svölunum hjá sér og hingað til dásamað útsýnið. „Þessa vinalegu stíga, skóginn og þessa náttúru inni í miðri borg.“ Íbúar segja stigann stinga í stúf við umhverfi sitt í skóginum. Vísir/Vilhelm Steinunn segist taka undir með vini sínum sem hafi sagt stigann minna sig á stiga úr amerísku fangelsi. Hún skilji að stiginn hafi verið byggður á þennan hátt til þess að forða því að snjór safnist saman á honum. „En af því að ég er nú gamall landvörður og náttúruverndarsinni að þá finnst mér að það eigi að fara eftir landslaginu. Þú setur ekki hvað sem er ofan í hvað sem er.“ Hún segir skóginn vera orðinn gamlan og gróinn. „Mér finnst að menn þurfi að kunna sér hóf. Þetta er óttalega vulgar grindarstigi. Við erum nú alltaf að reyna að gera umhverfi okkar manneskjulegt og vinsamlegt. Þetta er svolítið grimmt inn í þetta yfirbragð.“ Skipulag Reykjavík Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Sjá meira
„Þetta er hræðileg sjónmengun fyrir mig,“ segir Steinunn Ásmundsdóttir, íbúi í Bökkunum í samtali við Vísi. Stiginn er nú nýr hluti af útsýni hennar af svölunum heima fyrir og segist hún hafa verið gáttuð á að sjá allt í einu þetta „vúlgar galvaníseraða járnbákn“ líkt og hún kallar stigann. Ljóst er að stiginn er mikið hitamál en einn íbúa var svo ósáttur að hann sá sig knúinn til þess að hafa samband við fréttastofu vegna málsins. Kveður hann stigann ekki hafa verið kynntan í grenndarkynningu, hann hafi birst fyrirvaralaust íbúum til mikils ama og segir um að ræða mikið lýti á skóginum. Vísir hefur ekki fengið upplýsingar frá Reykjavíkurborg um framkvæmdirnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er um að ræða þrekstiga sem valinn var til framkvæmda í íbúðarkosningu í Betri Reykjavík fyrir tveimur árum. Í þeirri tillögu var lagt til að stiginn yrði byggður á vel völdum stað, með sem minnstri röskun á gróðri. Miklar umræður hafa skapast um stigann og útlit hans meðal Breiðhyltinga í íbúahópi á Facebook. Margir eru gríðarlega ósáttir. „Ömurlegt skrímsli sem eyðileggur náttúruna,“ skrifar einn íbúa og margir taka undir. Þá benda nokkrir á að upphitaður göngustígur sé skammt frá. Einn hvetur þó nágranna sína til þess að hætta að tuða og kveðst spenntur yfir því að nota stigann, við miklar undirtektir. Dásamaði útsýnið áður fyrr Steinunn tekur í sama streng og íbúinn sem hafði samband við fréttastofu. Hún spyr hvort menn séu galnir. „Þetta er dálítið eins og að skjóta mýflugu með fallbyssu og nettari viðgerðir þessa smástígs hefðu átt margfalt betur við.“ Hún segir í samtali við Vísi að hún hafi horft á skóginn af svölunum hjá sér og hingað til dásamað útsýnið. „Þessa vinalegu stíga, skóginn og þessa náttúru inni í miðri borg.“ Íbúar segja stigann stinga í stúf við umhverfi sitt í skóginum. Vísir/Vilhelm Steinunn segist taka undir með vini sínum sem hafi sagt stigann minna sig á stiga úr amerísku fangelsi. Hún skilji að stiginn hafi verið byggður á þennan hátt til þess að forða því að snjór safnist saman á honum. „En af því að ég er nú gamall landvörður og náttúruverndarsinni að þá finnst mér að það eigi að fara eftir landslaginu. Þú setur ekki hvað sem er ofan í hvað sem er.“ Hún segir skóginn vera orðinn gamlan og gróinn. „Mér finnst að menn þurfi að kunna sér hóf. Þetta er óttalega vulgar grindarstigi. Við erum nú alltaf að reyna að gera umhverfi okkar manneskjulegt og vinsamlegt. Þetta er svolítið grimmt inn í þetta yfirbragð.“
Skipulag Reykjavík Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Sjá meira