Bein útsending: Nýsköpun í mannvirkjaiðnaði Máni Snær Þorláksson skrifar 25. maí 2023 09:29 Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og VERKÍS halda fund um nýsköpun í mannvirkjaiðnaði. Vísir/Vilhelm Fundur um nýsköpun í mannvirkjaiðnaði verður haldinn hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, í Borgartúni 21, milli 9 og 12:30 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér á Vísi. Lögð verður áhersla á nýsköpun í byggingarefnum hjá styrkhöfum mannvirkjarannsóknasjóðsins Asks á fyrri hluta fundarins. „Einn af áhersluflokkum Asks – mannvirkjarannsóknasjóðs er byggingarefni enda skiptir val á umhverfisvænum byggingarefnum sköpum í baráttunni við loftslagsáhrif byggingariðnaðarins,“ segir í tilkynningu vegna fundarins. Þá mun Anna Kristín Karlsdóttir, arkitekt hjá Biobuilding, fjalla um fyrsta hampsteypuhúsið á Íslandi og framtíð iðnaðarhamps í mannvirkjagerð. Ólafur Wallevik, prófessor í Iðn og tæknifræðideild Háskólans í Reykavík, mun svo fjalla um rannsókn sína um hámörkun steinefna sem íblöndunraefni í vistvænni steypu. Eftir það tekur Eyþór Rafn Þórhallsson, dósent í Iðn og tæknifræðideild Háskólans í Reykavík, til máls og kynnir verkefni sitt um bláþráð, umhverfisvæna styrkingu í steinsteypu. Því næst mun Jón Guðmundsson, verkfræðingur hjá Verkfræðiþjónustunni ehf. / f.h. rannsóknarverkefnis við Háskólann í Reykavík, kynna umhverfisrannsókn á krosslímdum timbureiningum. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan. Heilsutengdur húsnæðisvandi Á síðari hluti fundarins verður fjallað um umhverfisvænar lausnir á heilsutengdum húsnæðisvanda. „Mygla í húsum hefur verið útbreytt vandamál með stórfelldu eigna og heilsutjóni og hollusta húsnæðis hefur ennfremur risastóra græna skírskotun, því niðurrif bygginga og stórtækar endurbætur sem slík vandamál skapa, gera slík hús ein þau óumhverfisvænastu sem hægt er að byggja. Varpað verður ljósi á áskoranir og lausnir á þessum vanda.“ Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Veðurvaktinni ætlar að kynna rannsókn sína hjá Aski – mannvirkjarannsóknasjóði um rakaskemmdir og slagregn. Ágúst Pálsson, B.Sc. í vélaverkfræði / lagnahönnuður hjá Verkís heldur svo erindi undir heitinu Hrollkaldur sannleikur úr íslenskum veruleika (Kuldabrýr og loftræsing í eldra húsnæði) og í kjölfar þess taka Þórunn Lilja Vilbergsdóttir, lögfræðingur hjá HMS og Ágúst Pálsson samtal um regluverkið. Ragnar Ómarsson byggingafræðingur og Indriði Níelsson byggingaverkfræðingur hjá Verkís standa að erindinu Lausnir fyrir framtíðina og Páll Árnason, verkfræðingur hjá Tæknisetri kynnir svo þjónustu Tækniseturs og fjallar ennfremur um áskoranir opinberra byggingarannsókna. Í lok fundar verður svo boðið upp á létta hádegishressingu og samtal. Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Lögð verður áhersla á nýsköpun í byggingarefnum hjá styrkhöfum mannvirkjarannsóknasjóðsins Asks á fyrri hluta fundarins. „Einn af áhersluflokkum Asks – mannvirkjarannsóknasjóðs er byggingarefni enda skiptir val á umhverfisvænum byggingarefnum sköpum í baráttunni við loftslagsáhrif byggingariðnaðarins,“ segir í tilkynningu vegna fundarins. Þá mun Anna Kristín Karlsdóttir, arkitekt hjá Biobuilding, fjalla um fyrsta hampsteypuhúsið á Íslandi og framtíð iðnaðarhamps í mannvirkjagerð. Ólafur Wallevik, prófessor í Iðn og tæknifræðideild Háskólans í Reykavík, mun svo fjalla um rannsókn sína um hámörkun steinefna sem íblöndunraefni í vistvænni steypu. Eftir það tekur Eyþór Rafn Þórhallsson, dósent í Iðn og tæknifræðideild Háskólans í Reykavík, til máls og kynnir verkefni sitt um bláþráð, umhverfisvæna styrkingu í steinsteypu. Því næst mun Jón Guðmundsson, verkfræðingur hjá Verkfræðiþjónustunni ehf. / f.h. rannsóknarverkefnis við Háskólann í Reykavík, kynna umhverfisrannsókn á krosslímdum timbureiningum. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan. Heilsutengdur húsnæðisvandi Á síðari hluti fundarins verður fjallað um umhverfisvænar lausnir á heilsutengdum húsnæðisvanda. „Mygla í húsum hefur verið útbreytt vandamál með stórfelldu eigna og heilsutjóni og hollusta húsnæðis hefur ennfremur risastóra græna skírskotun, því niðurrif bygginga og stórtækar endurbætur sem slík vandamál skapa, gera slík hús ein þau óumhverfisvænastu sem hægt er að byggja. Varpað verður ljósi á áskoranir og lausnir á þessum vanda.“ Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Veðurvaktinni ætlar að kynna rannsókn sína hjá Aski – mannvirkjarannsóknasjóði um rakaskemmdir og slagregn. Ágúst Pálsson, B.Sc. í vélaverkfræði / lagnahönnuður hjá Verkís heldur svo erindi undir heitinu Hrollkaldur sannleikur úr íslenskum veruleika (Kuldabrýr og loftræsing í eldra húsnæði) og í kjölfar þess taka Þórunn Lilja Vilbergsdóttir, lögfræðingur hjá HMS og Ágúst Pálsson samtal um regluverkið. Ragnar Ómarsson byggingafræðingur og Indriði Níelsson byggingaverkfræðingur hjá Verkís standa að erindinu Lausnir fyrir framtíðina og Páll Árnason, verkfræðingur hjá Tæknisetri kynnir svo þjónustu Tækniseturs og fjallar ennfremur um áskoranir opinberra byggingarannsókna. Í lok fundar verður svo boðið upp á létta hádegishressingu og samtal.
Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira