Þegar Geiri fer í fríið Sigurjón Þórðarson skrifar 24. maí 2023 14:01 Peningamarkaðsnefnd Seðlabankans er fara í langt frí. Hún kemur ekki saman á ný fyrr en í haust. Það kemur sér ágætlega þar sem nú standa yfir milljarðaframkvæmdir á húsnæði Seðlabankans á aðhaldstímum og eflaust mikill ófriður í byggingunni. Einnig vill Seðlabankastjóri skiljanlega koma úthvíldur til kjaraviðræðna í haust, en ætli mætti á málflutningi hans að hyggist taka að sér forystuhlutverk fyrir hönd SA, í hjáverkum. Til að undirbúa fríið sem best, hefur Seðlabankinn ákveðið að gefa þjóðinni vaxtahækkunarpillu (1.250 milligrömm), þrátt fyrir að meðalið hafi hingað til ekki slegið á verðbólguna. Í öðrum vestrænum ríkjum myndu þessar stórkarlalegu vaxtahækkanir kalla á umræðu um að örvænting og öngþveiti ríkti í efnahagsmálum þjóðar. Í umræðu á Alþingi í vikunni, um skefjalausar vaxtahækkanir var ekki að heyra að formaður Sjálfstæðisflokksins væri almennilega upplýstur um áhrif stýrivaxtahækkana á fólkið í landinu. Það var engu líkara en hagsmunir almennings og minni fyrirtækja sem hafa ekki aðgang að ókeypis peningum lífeyrissjóðanna, skiptu hann engu máli. Það er augljóst að stjórnvöld eru að setja minni fyrirtæki, bændur, einyrkja og fjölskyldur í vandræði og neyða þá kynslóð sem tók óverðtryggð til að skuldbreyta í verðtryggð lán. Auðvitað munu afturhvörf til verðtryggðra lána gera stýrivaxtahækkanir Seðlabankans bitlausari þegar fram líða stundir, en skiptir það einhverju máli? - Seðlabankastjórinn er kominn í frí. Nú er spurningin sú hvort hann sendi þjóðinni tásumynd eftir að haf sýnt henni puttann? Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Seðlabankinn Flokkur fólksins Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Sjá meira
Peningamarkaðsnefnd Seðlabankans er fara í langt frí. Hún kemur ekki saman á ný fyrr en í haust. Það kemur sér ágætlega þar sem nú standa yfir milljarðaframkvæmdir á húsnæði Seðlabankans á aðhaldstímum og eflaust mikill ófriður í byggingunni. Einnig vill Seðlabankastjóri skiljanlega koma úthvíldur til kjaraviðræðna í haust, en ætli mætti á málflutningi hans að hyggist taka að sér forystuhlutverk fyrir hönd SA, í hjáverkum. Til að undirbúa fríið sem best, hefur Seðlabankinn ákveðið að gefa þjóðinni vaxtahækkunarpillu (1.250 milligrömm), þrátt fyrir að meðalið hafi hingað til ekki slegið á verðbólguna. Í öðrum vestrænum ríkjum myndu þessar stórkarlalegu vaxtahækkanir kalla á umræðu um að örvænting og öngþveiti ríkti í efnahagsmálum þjóðar. Í umræðu á Alþingi í vikunni, um skefjalausar vaxtahækkanir var ekki að heyra að formaður Sjálfstæðisflokksins væri almennilega upplýstur um áhrif stýrivaxtahækkana á fólkið í landinu. Það var engu líkara en hagsmunir almennings og minni fyrirtækja sem hafa ekki aðgang að ókeypis peningum lífeyrissjóðanna, skiptu hann engu máli. Það er augljóst að stjórnvöld eru að setja minni fyrirtæki, bændur, einyrkja og fjölskyldur í vandræði og neyða þá kynslóð sem tók óverðtryggð til að skuldbreyta í verðtryggð lán. Auðvitað munu afturhvörf til verðtryggðra lána gera stýrivaxtahækkanir Seðlabankans bitlausari þegar fram líða stundir, en skiptir það einhverju máli? - Seðlabankastjórinn er kominn í frí. Nú er spurningin sú hvort hann sendi þjóðinni tásumynd eftir að haf sýnt henni puttann? Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar