Til hinstu hvílu Karólína Helga Símonardóttir skrifar 23. maí 2023 12:01 Áskorun til bæjarráðs Kópavogs. Allir þeir sem misst hafa ástvin, þekkja þá tilfinningu þegar taka þarf ákvörðun um hin hinsta hvílustað þeirra. Mörgum er þessi ákvörðun erfið, ber með sér erfiðan raunveruleika um síðasta andardrátt ástvinar þeirra og að eftir eru aðeins jarðneskar leifar. Það er í raun eitt af því fáa sem við getum gert fyrir látin ástvin okkar er að finna þeim góðan hvíldarstað og fyrir okkur sem syrgjum að þau muni fá að hvíla sína hinstu hvílu, á fallegum stað þar sem ríkir friður og ró. Starfshópur á vegum Sorpu hefur þá sýn að ákjósanlegasti staðurinn fyrir nýja endurvinnslustöð Sorpu í Kópavogi sé reitur sem þegar er hluti af kirkjugarði Lindakirkju. Hefur hópurinn lagt til að tekinn verði 1ha af kirkjugarðinum í þessu skyni og honum ráðstafað undir endurvinnslustöð Sorpu. Sorgarmiðstöð skorar á bæjarráð Kópavogs að hafna þessari hugmynd þar sem hún samræmist ekki friðhelgi grafreita, sbr. 6. gr. laga um kirkjugarða: Kirkjugarðar og grafreitir eru friðhelgir. Það er ekki leyfilegt að reisa mannvirki, starfrækja stofnanir eða reka fyrirtæki sem frá stafar hávaði eða ys við kirkjugarða. Með von og virðingu um að starfshópur Sorpu endurskoði tillögu sína og Bæjarráð Kópavogs standi saman og verji hinsta grafreit þeirra ástvina sem jarðsett eru í Lindakirkjugarði. Höfundur er stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Kirkjugarðar Kópavogur Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Áskorun til bæjarráðs Kópavogs. Allir þeir sem misst hafa ástvin, þekkja þá tilfinningu þegar taka þarf ákvörðun um hin hinsta hvílustað þeirra. Mörgum er þessi ákvörðun erfið, ber með sér erfiðan raunveruleika um síðasta andardrátt ástvinar þeirra og að eftir eru aðeins jarðneskar leifar. Það er í raun eitt af því fáa sem við getum gert fyrir látin ástvin okkar er að finna þeim góðan hvíldarstað og fyrir okkur sem syrgjum að þau muni fá að hvíla sína hinstu hvílu, á fallegum stað þar sem ríkir friður og ró. Starfshópur á vegum Sorpu hefur þá sýn að ákjósanlegasti staðurinn fyrir nýja endurvinnslustöð Sorpu í Kópavogi sé reitur sem þegar er hluti af kirkjugarði Lindakirkju. Hefur hópurinn lagt til að tekinn verði 1ha af kirkjugarðinum í þessu skyni og honum ráðstafað undir endurvinnslustöð Sorpu. Sorgarmiðstöð skorar á bæjarráð Kópavogs að hafna þessari hugmynd þar sem hún samræmist ekki friðhelgi grafreita, sbr. 6. gr. laga um kirkjugarða: Kirkjugarðar og grafreitir eru friðhelgir. Það er ekki leyfilegt að reisa mannvirki, starfrækja stofnanir eða reka fyrirtæki sem frá stafar hávaði eða ys við kirkjugarða. Með von og virðingu um að starfshópur Sorpu endurskoði tillögu sína og Bæjarráð Kópavogs standi saman og verji hinsta grafreit þeirra ástvina sem jarðsett eru í Lindakirkjugarði. Höfundur er stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvar.