Kristján Jóhannsson hefur háð harða baráttu við krabbamein Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. maí 2023 09:02 Kristján segist hafa þurft að leggja sönginn á hilluna í meðferðinni, enda fagmaður sem gefur ekkert eftir þegar kemur að gæðum. Gulli Helga Kristján Jóhannsson óperusöngvari greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli í september síðastliðnum. Hann hefur nú undirgengist hormóna- og lyfjameðferð og segist læknaður. Hann gat ekki sungið á meðan meðferðunum stóð en stefnir á að vera kominn í fyrra form eftir nokkrar vikur. Frá þessu greindi Kristján í viðtali í Bítinu í morgun. Kristján segist hafa fengið mikið sjokk þegar hann fékk tíðindin. „Við erum búin að gera þetta, þökk sé konunni minni elskulegu, nánast upp úr fimmtugu að fara í allar þessar rannsóknir,“ sagði Kristján og átti þar við blóðrannsóknir og krabbameinsskimanir. Árið áður hafði hann farið í ristilspeglun og blóðprufu, þar sem allt reyndist eðlilegt og svokölluð PSA-gildi, sem gefa vísbendingu um blöðruhálskirtilskrabbamein, á bilinu sjö eða átta. Í haust reyndust þau hins vegar vera komin í 20. Viðtalið í heild má hlusta á hér fyrir neðan. Kristján segist hafa fengið góðar móttökur í heilbrigðiskerfinu og ekki hafi skemmt fyrir að læknirinn hans reyndist vera að norðan, þaðan sem Kristján er sjálfur. Hórmónameðferðin sem byrjað var á hafi hins vegar verið djöfulleg, ekki síst þar sem Kristján sé „vel giftur og þetta er búið að vera óskaplega gaman í fjörtíu ár,“ sagði hann. Þá var hann nýbúinn að missa 20 kíló. „Það fór að koma utan á mig aftur og leiði og mér fannst lífið og tilveran bara ömurleg,“ segir hann um meðferðina. „Fyrir mig er að borða og syngja og elskast það sem skiptir máli í lífinu.“ Aftur farinn að pissa „eins og stóðhestur“ Kristján hóf lyfjameðferð í janúar og hefur nú lokið henni. Á meðan henni stóð hafi hann í raun verið hálfur maður. „Þetta er mikið eitur og það þarf mikið eitur til að drepa þetta niður. Nú þetta var gert mjög skilmerkilega allt saman og ég er á alls kyns hliðarmeðölum líka, þannig að maður leggist ekki bara í rúmið,“ sagði hann. „En maður er ekkert að væla; þetta heldur manni hugsanlega á lífi og mjög líklega. Og mig langar að lifa og þá bara hlýðir þú og ert stilltur.“ Kristján segist bókstaflega hafa fundið fyrir batanum en eftir meðferðina hafi hann aftur farið að geta sofið heila nótt án þess að þurfa að fara á salernið og pissað bara um morguninn, „eins og stóðhestur“. Hann segist þó einnig hafa fundið að það muni taka lengri tíma að endurheimta fulla stjórn á röddinni; hann hafi til að mynda átt að syngja fyrir Ólaf Ragnar Grímsson áttræðan um helgina en neyðst til að segja sig frá því. „Ég myndi segja að ég sé laus við þetta, já,“ segir hann spurður að því hvort hann sé læknaður af krabbameininu. „Ég finn að þessi líffæri svara mér en það vantar þróttinn,“ segir hann um sönginn, sem krefst líkamlegrar heilsu. Kristján stefnir ótrauður á að ljúka þeim verkefnum sem hann hefur verið bókaður í en hann mun meðal annars koma fram í Frankfurt og Vín í nóvember. Heilbrigðismál Tónlist Bítið Tengdar fréttir Jóladagatal Vísis: Atriði sem lífgar pottþétt upp á jólaboðið 15.desember er runninn upp. Þessi fimmtudagsmorgun var óneitanlega í kaldari kantinum enda sannkölluð kuldatíð gengin í garð. Það þýðir þó ekki að við ætlum að láta deiga síga í Jóladagatali Vísis heldur þvert á móti. Lag dagsins er hin ódauðlega aría Nessun Dorma í stórkostlegum flutningi Kristjáns Jóhannssonar. 15. desember 2022 07:01 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Frá þessu greindi Kristján í viðtali í Bítinu í morgun. Kristján segist hafa fengið mikið sjokk þegar hann fékk tíðindin. „Við erum búin að gera þetta, þökk sé konunni minni elskulegu, nánast upp úr fimmtugu að fara í allar þessar rannsóknir,“ sagði Kristján og átti þar við blóðrannsóknir og krabbameinsskimanir. Árið áður hafði hann farið í ristilspeglun og blóðprufu, þar sem allt reyndist eðlilegt og svokölluð PSA-gildi, sem gefa vísbendingu um blöðruhálskirtilskrabbamein, á bilinu sjö eða átta. Í haust reyndust þau hins vegar vera komin í 20. Viðtalið í heild má hlusta á hér fyrir neðan. Kristján segist hafa fengið góðar móttökur í heilbrigðiskerfinu og ekki hafi skemmt fyrir að læknirinn hans reyndist vera að norðan, þaðan sem Kristján er sjálfur. Hórmónameðferðin sem byrjað var á hafi hins vegar verið djöfulleg, ekki síst þar sem Kristján sé „vel giftur og þetta er búið að vera óskaplega gaman í fjörtíu ár,“ sagði hann. Þá var hann nýbúinn að missa 20 kíló. „Það fór að koma utan á mig aftur og leiði og mér fannst lífið og tilveran bara ömurleg,“ segir hann um meðferðina. „Fyrir mig er að borða og syngja og elskast það sem skiptir máli í lífinu.“ Aftur farinn að pissa „eins og stóðhestur“ Kristján hóf lyfjameðferð í janúar og hefur nú lokið henni. Á meðan henni stóð hafi hann í raun verið hálfur maður. „Þetta er mikið eitur og það þarf mikið eitur til að drepa þetta niður. Nú þetta var gert mjög skilmerkilega allt saman og ég er á alls kyns hliðarmeðölum líka, þannig að maður leggist ekki bara í rúmið,“ sagði hann. „En maður er ekkert að væla; þetta heldur manni hugsanlega á lífi og mjög líklega. Og mig langar að lifa og þá bara hlýðir þú og ert stilltur.“ Kristján segist bókstaflega hafa fundið fyrir batanum en eftir meðferðina hafi hann aftur farið að geta sofið heila nótt án þess að þurfa að fara á salernið og pissað bara um morguninn, „eins og stóðhestur“. Hann segist þó einnig hafa fundið að það muni taka lengri tíma að endurheimta fulla stjórn á röddinni; hann hafi til að mynda átt að syngja fyrir Ólaf Ragnar Grímsson áttræðan um helgina en neyðst til að segja sig frá því. „Ég myndi segja að ég sé laus við þetta, já,“ segir hann spurður að því hvort hann sé læknaður af krabbameininu. „Ég finn að þessi líffæri svara mér en það vantar þróttinn,“ segir hann um sönginn, sem krefst líkamlegrar heilsu. Kristján stefnir ótrauður á að ljúka þeim verkefnum sem hann hefur verið bókaður í en hann mun meðal annars koma fram í Frankfurt og Vín í nóvember.
Heilbrigðismál Tónlist Bítið Tengdar fréttir Jóladagatal Vísis: Atriði sem lífgar pottþétt upp á jólaboðið 15.desember er runninn upp. Þessi fimmtudagsmorgun var óneitanlega í kaldari kantinum enda sannkölluð kuldatíð gengin í garð. Það þýðir þó ekki að við ætlum að láta deiga síga í Jóladagatali Vísis heldur þvert á móti. Lag dagsins er hin ódauðlega aría Nessun Dorma í stórkostlegum flutningi Kristjáns Jóhannssonar. 15. desember 2022 07:01 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Jóladagatal Vísis: Atriði sem lífgar pottþétt upp á jólaboðið 15.desember er runninn upp. Þessi fimmtudagsmorgun var óneitanlega í kaldari kantinum enda sannkölluð kuldatíð gengin í garð. Það þýðir þó ekki að við ætlum að láta deiga síga í Jóladagatali Vísis heldur þvert á móti. Lag dagsins er hin ódauðlega aría Nessun Dorma í stórkostlegum flutningi Kristjáns Jóhannssonar. 15. desember 2022 07:01
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent