Rússíbaninn á húsnæðismarkaði Ólafur Margeirsson skrifar 18. maí 2023 11:01 Í mars síðastliðnum varaði ég við samdrætti í íbúðabyggingu, sjá m.a. hér. Nú eru fleiri að benda á sama vandamál bæði á Íslandi sem og annars staðar í Evrópu. Sjá t.d. hér, hér og hér. Víða er vandamálið að ekki má byggja vegna reglna um nýtingu lands ("zoning laws") sem hindra að t.d. illa nýttum skrifstofubyggingum eða bílastæðum sé breytt í íbúðarhúsnæði að hluta eða heild. Samhliða því hefur þrýstingur á hrávöruverð og launakostnað ýtt byggingarkostnaði upp á við. Vaxtahækkanir seðlabanka hafa svo sett þrýsting á íbúðaverð og fjármagnskostnað byggingarverktaka. Ekkert af þessu er að ýta undir aukið byggingarmagn. Þess vegna er byggingarmagn að dragast saman svo víða. Það er svo sérstaklega vandamál á Íslandi að lítill áhugi er fyrir því meðal lífeyrissjóða að koma að leigumarkaði en það gera viðlíkar þeirra víða í Evrópu. Brotthvarf Heimstaden frá Íslandi er mikil synd, þar slokknar góð von um betri, stærri og þroskaðri leigumarkað. Á sama tíma er skiljanlegt að íslenskir lífeyrissjóðir vilji ekki koma að leigumarkaði eins og orðræðan um hann er. Þá vantar miklu betra og þróaðra regluverk utan um markaðinn en besta dæmið sem ég þekki um slíkt er frá Sviss þar sem rúmlega helmingur landsmanna býr í leiguhúsnæði. Og það er m.a. stór og þroskaður leigumarkaður sem ýtir undir efnahagslegan stöðugleika í Sviss. Það er því miður augljóst að þrýstingur á leiguverð verður áfram til staðar ef skortur á leiguíbúðum heldur áfram. Aðkoma stærri fjárfesta er lykill í því að byggja fleiri íbúðir þar sem skalahagkvæmni er notuð til að halda byggingar- og fjármagnskostnaði niðri. Aukið framboð af leiguhúsnæði leysir svo stóran hluta verðbólguvandans, fyrir utan öll hin samfélagslegu vandamálin sem húsnæðisskortur leiðir af sér. Aðkoma stjórnvalda í formi þess að setja upp og þróa almennilegt regluverk í kringum leigumarkað, sérstaklega þegar kemur að því að auðvelda stærri fjárfestum að fjárfesta á leigumarkaði (byggja til að leigja), væri stórt skref í átt að auknu framboði af húsnæði. Umræða um hvernig það má gera fór fram í október síðastliðnum þar sem m.a. fulltrúar stjórnvalda, sveitarfélaga og lífeyrissjóða voru. Á sama tíma verða sveitarfélög að auðvelda fólki að breyta byggingum, þ.m.t. bílastæðum, hafi það áhuga á því. Að gera fólki erfitt fyrir þegar kemur að bættri landnýtingu leysir ekki húsnæðisvandann. Ef þetta gerist ekki höldum við bara áfram að vera í þessum rússíbana með tilheyrandi efnahagslegum óstöðugleika. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Margeirsson Fasteignamarkaður Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Í mars síðastliðnum varaði ég við samdrætti í íbúðabyggingu, sjá m.a. hér. Nú eru fleiri að benda á sama vandamál bæði á Íslandi sem og annars staðar í Evrópu. Sjá t.d. hér, hér og hér. Víða er vandamálið að ekki má byggja vegna reglna um nýtingu lands ("zoning laws") sem hindra að t.d. illa nýttum skrifstofubyggingum eða bílastæðum sé breytt í íbúðarhúsnæði að hluta eða heild. Samhliða því hefur þrýstingur á hrávöruverð og launakostnað ýtt byggingarkostnaði upp á við. Vaxtahækkanir seðlabanka hafa svo sett þrýsting á íbúðaverð og fjármagnskostnað byggingarverktaka. Ekkert af þessu er að ýta undir aukið byggingarmagn. Þess vegna er byggingarmagn að dragast saman svo víða. Það er svo sérstaklega vandamál á Íslandi að lítill áhugi er fyrir því meðal lífeyrissjóða að koma að leigumarkaði en það gera viðlíkar þeirra víða í Evrópu. Brotthvarf Heimstaden frá Íslandi er mikil synd, þar slokknar góð von um betri, stærri og þroskaðri leigumarkað. Á sama tíma er skiljanlegt að íslenskir lífeyrissjóðir vilji ekki koma að leigumarkaði eins og orðræðan um hann er. Þá vantar miklu betra og þróaðra regluverk utan um markaðinn en besta dæmið sem ég þekki um slíkt er frá Sviss þar sem rúmlega helmingur landsmanna býr í leiguhúsnæði. Og það er m.a. stór og þroskaður leigumarkaður sem ýtir undir efnahagslegan stöðugleika í Sviss. Það er því miður augljóst að þrýstingur á leiguverð verður áfram til staðar ef skortur á leiguíbúðum heldur áfram. Aðkoma stærri fjárfesta er lykill í því að byggja fleiri íbúðir þar sem skalahagkvæmni er notuð til að halda byggingar- og fjármagnskostnaði niðri. Aukið framboð af leiguhúsnæði leysir svo stóran hluta verðbólguvandans, fyrir utan öll hin samfélagslegu vandamálin sem húsnæðisskortur leiðir af sér. Aðkoma stjórnvalda í formi þess að setja upp og þróa almennilegt regluverk í kringum leigumarkað, sérstaklega þegar kemur að því að auðvelda stærri fjárfestum að fjárfesta á leigumarkaði (byggja til að leigja), væri stórt skref í átt að auknu framboði af húsnæði. Umræða um hvernig það má gera fór fram í október síðastliðnum þar sem m.a. fulltrúar stjórnvalda, sveitarfélaga og lífeyrissjóða voru. Á sama tíma verða sveitarfélög að auðvelda fólki að breyta byggingum, þ.m.t. bílastæðum, hafi það áhuga á því. Að gera fólki erfitt fyrir þegar kemur að bættri landnýtingu leysir ekki húsnæðisvandann. Ef þetta gerist ekki höldum við bara áfram að vera í þessum rússíbana með tilheyrandi efnahagslegum óstöðugleika. Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar