Við undirbúum starfslokin allt of seint Björn Berg Gunnarsson skrifar 18. maí 2023 08:01 Það er voða mikið látið með frasann „þetta reddast“. Hann er vissulega efni í létt samtöl við erlenda gesti og viðhorfið sem hann endurspeglar hefur átt þátt í að byggja upp það skemmtilega samfélag sem við búum í. Stundum þurfum við þó að minna okkur á að það er ef til vill ekki víst að þetta muni reddast án þess að gripið sé inn í. Það er vissara að setja upp reykskynjara. Við pössum upp á að börnin okkar læri heima svo þau standist prófin í vor og afkoma okkar á efri árum er sömuleiðis allt of mikilvæg til að afhenda hana í blindni óljósri framtíð og torskildum kerfum. Gefðu þig á tal við næsta lífeyrisþega og spurðu hvort lífeyrismálin hafi reddast. Ég leyfi mér að efast um að svarað verði með innblásinni lofræðu um rausnarlegar greiðslur almannatrygginga og valkvíða vegna alls þess sem gera má við himinháar lífeyrisgreiðslurnar. Valkostunum fjölgar Vissulega vex lífeyriskerfið hratt og kaupmáttur greiðslna til lífeyrisþega eykst með hverjum árgangi sem kemst á aldur. Þótt betur megi því treysta á kerfin en áður er óvissan um afkomu hvers og eins okkar óneitanlega mikil og hún er ekki bara bundin þróun efnahagsmála og ávöxtunar sjóðanna heldur ákvörðunum okkar sjálfra. Íslenska lífeyriskerfið, með sínum kostum og göllum, hefur að undanförnu þróast í átt að meiri fjölbreytileika og fleiri valmöguleikum hvað úttektir og greiðslur varðar. Þetta eru góðar fréttir, enda gefst okkur með þessu kostur á að klæðskerasníða starfslokin og lífeyristökuna eins og okkur hentar. Áberandi er þó sá ókostur að allar þessar breytingar og allir þessir valkostir flækja flókið kerfi enn frekar og það er varla fyrir aðra en sérstakt áhugafólk um lífeyrismál að ryðjast í gegnum frumskóginn og ná almennilegri yfirsýn yfir það sem þó skiptir okkur öll svo miklu máli. Það segir sig sjálft að hversu mikill sem sveigjanleikinn er og hversu jákvæðar sem allar þessar breytingar eru getur fólk ekki nýtt sér þær ef það þekkir þær ekki. Óvissan er mikil Skáldið Magnús Sigurðsson gerir fræg orð Donald Rumsfeld, fyrrum dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, að umfjöllunarefni sínu í bókinni Húslestri. Í þýðingu Magnúsar komst Rumsfeld svo að orði: „Einsog við vitum er sumt sem við vitum að við vitum; til er vissa um vissa vissu. Við vitum líka að það er sumt sem við vitum ekki; til er vissa um vissa óvissu. En svo vitum við líka að það er sumt sem við vitum ekki að við vitum ekki – til er vissa um vissa óvissa óvissu.“ Er þetta ekki svolítið eins og lífeyrismálin? Sumt vitum við, annað vitum við kannski að við vitum ekki en vegna þess hvernig kerfin eru byggð upp er svo margt sem við vitum ekki að við vitum ekki, en er þó mikilvægt að vita. Þetta er bara of flókið. Hvað er til bragðs að taka? Hvort sem við setjumst yfir lífeyrismálin sjálf eða með ráðgjafa er mikilvægt að geyma það ekki. Íslenska lífeyriskerfið er þannig uppbyggt að mögulega má bæta stöðuna, jafnvel umtalsvert, ef við ákveðum að láta þetta ekki reddast heldur grípum inn í snemma. Með góðum fyrirvara má því hefja undirbúning betri og hentugri starfsloka en ella. Krónunum getur mögulega fjölgað en þær geta sömuleiðis nýst okkur betur. Þegar ekkert liggur á og við gefum okkur tíma í að skoða lífeyrismálin aukast líkurnar á því að við getum sótt okkur svör við nauðsynlegum spurningum og auk þess vakni nýjar mikilvægar spurningar. Loks minnkar hnúturinn í maganum þegar líður að starfslokum og það er heldur betur dýrmætt. Því miður er þetta ekki nógu algengt. Auðvitað ættum við öll að byrja að huga að lífeyrismálunum löngu áður en á hólminn er komið en lífeyrismál eru ekki mjög skemmtileg og það getur verið óþægilegt að byrja að kynna sér þau. Tímakaupið er þó gott og eins og varðandi svo margt annað heilsueflandi borgar sig bara að bíta á jaxlinn og láta sig hafa það. Höfundur er fjármálaráðgjafi og veitir meðal annars ráðgjöf um lífeyrismál bjornberg.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Fjármál heimilisins Lífeyrissjóðir Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Það er voða mikið látið með frasann „þetta reddast“. Hann er vissulega efni í létt samtöl við erlenda gesti og viðhorfið sem hann endurspeglar hefur átt þátt í að byggja upp það skemmtilega samfélag sem við búum í. Stundum þurfum við þó að minna okkur á að það er ef til vill ekki víst að þetta muni reddast án þess að gripið sé inn í. Það er vissara að setja upp reykskynjara. Við pössum upp á að börnin okkar læri heima svo þau standist prófin í vor og afkoma okkar á efri árum er sömuleiðis allt of mikilvæg til að afhenda hana í blindni óljósri framtíð og torskildum kerfum. Gefðu þig á tal við næsta lífeyrisþega og spurðu hvort lífeyrismálin hafi reddast. Ég leyfi mér að efast um að svarað verði með innblásinni lofræðu um rausnarlegar greiðslur almannatrygginga og valkvíða vegna alls þess sem gera má við himinháar lífeyrisgreiðslurnar. Valkostunum fjölgar Vissulega vex lífeyriskerfið hratt og kaupmáttur greiðslna til lífeyrisþega eykst með hverjum árgangi sem kemst á aldur. Þótt betur megi því treysta á kerfin en áður er óvissan um afkomu hvers og eins okkar óneitanlega mikil og hún er ekki bara bundin þróun efnahagsmála og ávöxtunar sjóðanna heldur ákvörðunum okkar sjálfra. Íslenska lífeyriskerfið, með sínum kostum og göllum, hefur að undanförnu þróast í átt að meiri fjölbreytileika og fleiri valmöguleikum hvað úttektir og greiðslur varðar. Þetta eru góðar fréttir, enda gefst okkur með þessu kostur á að klæðskerasníða starfslokin og lífeyristökuna eins og okkur hentar. Áberandi er þó sá ókostur að allar þessar breytingar og allir þessir valkostir flækja flókið kerfi enn frekar og það er varla fyrir aðra en sérstakt áhugafólk um lífeyrismál að ryðjast í gegnum frumskóginn og ná almennilegri yfirsýn yfir það sem þó skiptir okkur öll svo miklu máli. Það segir sig sjálft að hversu mikill sem sveigjanleikinn er og hversu jákvæðar sem allar þessar breytingar eru getur fólk ekki nýtt sér þær ef það þekkir þær ekki. Óvissan er mikil Skáldið Magnús Sigurðsson gerir fræg orð Donald Rumsfeld, fyrrum dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, að umfjöllunarefni sínu í bókinni Húslestri. Í þýðingu Magnúsar komst Rumsfeld svo að orði: „Einsog við vitum er sumt sem við vitum að við vitum; til er vissa um vissa vissu. Við vitum líka að það er sumt sem við vitum ekki; til er vissa um vissa óvissu. En svo vitum við líka að það er sumt sem við vitum ekki að við vitum ekki – til er vissa um vissa óvissa óvissu.“ Er þetta ekki svolítið eins og lífeyrismálin? Sumt vitum við, annað vitum við kannski að við vitum ekki en vegna þess hvernig kerfin eru byggð upp er svo margt sem við vitum ekki að við vitum ekki, en er þó mikilvægt að vita. Þetta er bara of flókið. Hvað er til bragðs að taka? Hvort sem við setjumst yfir lífeyrismálin sjálf eða með ráðgjafa er mikilvægt að geyma það ekki. Íslenska lífeyriskerfið er þannig uppbyggt að mögulega má bæta stöðuna, jafnvel umtalsvert, ef við ákveðum að láta þetta ekki reddast heldur grípum inn í snemma. Með góðum fyrirvara má því hefja undirbúning betri og hentugri starfsloka en ella. Krónunum getur mögulega fjölgað en þær geta sömuleiðis nýst okkur betur. Þegar ekkert liggur á og við gefum okkur tíma í að skoða lífeyrismálin aukast líkurnar á því að við getum sótt okkur svör við nauðsynlegum spurningum og auk þess vakni nýjar mikilvægar spurningar. Loks minnkar hnúturinn í maganum þegar líður að starfslokum og það er heldur betur dýrmætt. Því miður er þetta ekki nógu algengt. Auðvitað ættum við öll að byrja að huga að lífeyrismálunum löngu áður en á hólminn er komið en lífeyrismál eru ekki mjög skemmtileg og það getur verið óþægilegt að byrja að kynna sér þau. Tímakaupið er þó gott og eins og varðandi svo margt annað heilsueflandi borgar sig bara að bíta á jaxlinn og láta sig hafa það. Höfundur er fjármálaráðgjafi og veitir meðal annars ráðgjöf um lífeyrismál bjornberg.is
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar