Líklegt að árásirnar haldi áfram Bjarki Sigurðsson skrifar 16. maí 2023 19:01 Anton M. Egilsson er forstjóri Syndis. Aðsend Óvissustig Almannavarna var virkjað í dag vegna netárása Rússa í tengslum við fund Evrópuráðsins. Sérfræðingur í netöryggi segir Íslendinga mega eiga von á fleiri árásum og að almenningur þurfi einnig að hafa varan á. Í morgun tóku tölvuþrjótar niður vef Alþingis, dómsýslunnar og fleiri stofnana. Hakkarahópurinn NoName057 lýsti yfir ábyrgð á árásunum en hópurinn er hliðhollur rússneskum stjórnvöldum. Klukkan þrjú í dag lýstu síðan almannavarnir yfir óvissustigi vegna árásanna. Sagði hópurinn í yfirlýsingu að árásin hafi verið gerð vegna þess að Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu væri að flytja ræðu á leiðtogafundinum í dag. Anton Már Egilsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, segir árásirnar vera svokallaðar dreifðar álagsárásir. Þær séu gerðar til þess að valda usla og truflunum með því að senda gríðarlegt magn af fyrirspurnum á vefi til að setja þá tímabundið á hliðina. Þrátt fyrir að árásirnar séu alls ekki meinlausar hefur hann þó meiri áhyggjur af annarskonar árásum. „Það væri þá til þess að komast inn í kerfi og það hafa verið tilraunir til þess að nýta álagsárásir til þess að komast inn á meðan henni stendur þó við höfum ekki staðfestar heimildir fyrir því að það hafi tekist. Það sem við höfum séð núna er að það er töluvert af tilraunum að fá fólk til þess að samþykkja innritanir með rafrænum skilríkjum. Ég held að það sé það sem almenningur ætti að vera mjög á varðbergi gagnvart. Með einhverskonar rafrænar undirritanir sem ekki eru settar af stað af þeim sjálfum,“ segir Anton. Hann segir að flest fyrirtæki og stofnanir hafi nú þegar hugað að því sem hægt er að gera til að koma í veg fyrir þessar árásir. Þá megi búast við því að árásirnar haldi áfram. „Ég held að við getum búist við því, miðað við það sem við höfum séð hingað til í löndum sem hafa tekið málstað Úkraínu eða tekið á móti Selenskí, þá hafa þau orðið fyrir barðinu á þessu ítrekað á meðan því stendur. Þannig ég held við getum alveg reiknað með því að þetta haldi áfram á meðan fundurinn stendur yfir,“ segir Anton. Netöryggi Netglæpir Tölvuárásir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Rússland Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Í morgun tóku tölvuþrjótar niður vef Alþingis, dómsýslunnar og fleiri stofnana. Hakkarahópurinn NoName057 lýsti yfir ábyrgð á árásunum en hópurinn er hliðhollur rússneskum stjórnvöldum. Klukkan þrjú í dag lýstu síðan almannavarnir yfir óvissustigi vegna árásanna. Sagði hópurinn í yfirlýsingu að árásin hafi verið gerð vegna þess að Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu væri að flytja ræðu á leiðtogafundinum í dag. Anton Már Egilsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, segir árásirnar vera svokallaðar dreifðar álagsárásir. Þær séu gerðar til þess að valda usla og truflunum með því að senda gríðarlegt magn af fyrirspurnum á vefi til að setja þá tímabundið á hliðina. Þrátt fyrir að árásirnar séu alls ekki meinlausar hefur hann þó meiri áhyggjur af annarskonar árásum. „Það væri þá til þess að komast inn í kerfi og það hafa verið tilraunir til þess að nýta álagsárásir til þess að komast inn á meðan henni stendur þó við höfum ekki staðfestar heimildir fyrir því að það hafi tekist. Það sem við höfum séð núna er að það er töluvert af tilraunum að fá fólk til þess að samþykkja innritanir með rafrænum skilríkjum. Ég held að það sé það sem almenningur ætti að vera mjög á varðbergi gagnvart. Með einhverskonar rafrænar undirritanir sem ekki eru settar af stað af þeim sjálfum,“ segir Anton. Hann segir að flest fyrirtæki og stofnanir hafi nú þegar hugað að því sem hægt er að gera til að koma í veg fyrir þessar árásir. Þá megi búast við því að árásirnar haldi áfram. „Ég held að við getum búist við því, miðað við það sem við höfum séð hingað til í löndum sem hafa tekið málstað Úkraínu eða tekið á móti Selenskí, þá hafa þau orðið fyrir barðinu á þessu ítrekað á meðan því stendur. Þannig ég held við getum alveg reiknað með því að þetta haldi áfram á meðan fundurinn stendur yfir,“ segir Anton.
Netöryggi Netglæpir Tölvuárásir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Rússland Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira