Ekki láta plata þig Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. maí 2023 07:31 Ertu viss að tölvupósturinn sem þú fékkst sé frá þeim sem virðist hafa sent hann? Þriðjungur af öllum gagnalekum byrja sem venjulegur tölvupóstur til starfsmanna þar sem þeir eru beðnir um að opna skjal, ýta á hlekk eða skrá sig inn upp á nýtt í sín eigin kerfi. Um er að ræða mjög hnitmiðaðar veiðar, árás, oft á góðri íslensku sem er líklega eina neikvæða hliðin á miklum fjárfestingum okkar Íslendinga í máltækni. Vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í dag og á morgun er mikilvægt að vera enn meira á varðbergi en áður. Hópar sem stunda glæpi á netinu beina nú sjónum sínum í meira mæli að Íslandi, sér í lagi starfsfólki fjölbreyttra fyrirtækja og stofnana. Fjölmörg dæmi eru til um netárásir sem ollu miklu tjóni, kostuðu stórfé og byrjuðu sem einfaldur tölvupóstur á starfsmann fyrirtækis. Dæmi um slíkt er svar Norður-Kóreu við grínmynd frá Sony sem hæddist að landinu. Í kjölfarið voru vefpóstar á vegum hakkara þaðan sendir á starfsmenn fyrirtækisins. Voru þeir látnir líta út eins og þeir væru frá Apple og báðu um endurnýjun á skráningu. Einn starfsmaður Sony féll fyrir póstinum og afleiðingarnar voru 100 TB gagnastuldur og tap sem nam um 100 milljónum dollara. CERT-IS, netöryggissveit íslenskra stjórnvalda, sendi frá sér mikilvægar ábendingar til að minna okkur á að tölvupóstur er ekki endilega það sem hann lítur út fyrir að vera: Horfum gagnrýnum augum á tölvupósta sem okkur berast, sérstaklega ef þið kannist ekki við sendandann eða ef það er verið að biðja um að skipta um lykilorð. Skoðum vel alla hlekki og athugum hvort þeir séu að vísa á rétta staði. Það á bæði við um hlekki í tölvupóstum sem og sendanda tölvupósta. Stundum er munurinn mjög lítill, stafsetningarvilla eða staf er skipt út fyrir tölustaf til að blekkja notendur. Ef póstur berst frá aðila sem þið þekkið en orðalag er óvenjulegt eða óskað er eftir að þið heimsækið tilteknar síður, setjið upp forrit o.þ.h er alltaf best að tala við sendandann, öðruvísi en að svara póstinum, og staðfesta að hann sé raunverulega frá viðkomandi. Ef þú ert í vafa um lögmæti póstsins, er alltaf best að fá álit frá öðrum og fylgja leiðbeiningum frá þinni öryggisdeild um hvernig eigi að bregðast við. Besta leiðin til þess að koma í veg fyrir að tölvuþrjótar geti brotist inn á reikninga, allt frá tölvupósti til samfélagsmiðla er að nota fjölþátta auðkenningu. Fjölþátta auðkenning er góð fyrsta vörn fyrir alla aðganga sem hana styðja. Að verjast netárásum er að stórum hluta hlutverk hvers og eins. Við skulum vera vakandi gagnvart netárásum alla daga. Í þessu eins og öðru veltir oft lítil þúfa stóru hlassi. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Netöryggi Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Ertu viss að tölvupósturinn sem þú fékkst sé frá þeim sem virðist hafa sent hann? Þriðjungur af öllum gagnalekum byrja sem venjulegur tölvupóstur til starfsmanna þar sem þeir eru beðnir um að opna skjal, ýta á hlekk eða skrá sig inn upp á nýtt í sín eigin kerfi. Um er að ræða mjög hnitmiðaðar veiðar, árás, oft á góðri íslensku sem er líklega eina neikvæða hliðin á miklum fjárfestingum okkar Íslendinga í máltækni. Vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í dag og á morgun er mikilvægt að vera enn meira á varðbergi en áður. Hópar sem stunda glæpi á netinu beina nú sjónum sínum í meira mæli að Íslandi, sér í lagi starfsfólki fjölbreyttra fyrirtækja og stofnana. Fjölmörg dæmi eru til um netárásir sem ollu miklu tjóni, kostuðu stórfé og byrjuðu sem einfaldur tölvupóstur á starfsmann fyrirtækis. Dæmi um slíkt er svar Norður-Kóreu við grínmynd frá Sony sem hæddist að landinu. Í kjölfarið voru vefpóstar á vegum hakkara þaðan sendir á starfsmenn fyrirtækisins. Voru þeir látnir líta út eins og þeir væru frá Apple og báðu um endurnýjun á skráningu. Einn starfsmaður Sony féll fyrir póstinum og afleiðingarnar voru 100 TB gagnastuldur og tap sem nam um 100 milljónum dollara. CERT-IS, netöryggissveit íslenskra stjórnvalda, sendi frá sér mikilvægar ábendingar til að minna okkur á að tölvupóstur er ekki endilega það sem hann lítur út fyrir að vera: Horfum gagnrýnum augum á tölvupósta sem okkur berast, sérstaklega ef þið kannist ekki við sendandann eða ef það er verið að biðja um að skipta um lykilorð. Skoðum vel alla hlekki og athugum hvort þeir séu að vísa á rétta staði. Það á bæði við um hlekki í tölvupóstum sem og sendanda tölvupósta. Stundum er munurinn mjög lítill, stafsetningarvilla eða staf er skipt út fyrir tölustaf til að blekkja notendur. Ef póstur berst frá aðila sem þið þekkið en orðalag er óvenjulegt eða óskað er eftir að þið heimsækið tilteknar síður, setjið upp forrit o.þ.h er alltaf best að tala við sendandann, öðruvísi en að svara póstinum, og staðfesta að hann sé raunverulega frá viðkomandi. Ef þú ert í vafa um lögmæti póstsins, er alltaf best að fá álit frá öðrum og fylgja leiðbeiningum frá þinni öryggisdeild um hvernig eigi að bregðast við. Besta leiðin til þess að koma í veg fyrir að tölvuþrjótar geti brotist inn á reikninga, allt frá tölvupósti til samfélagsmiðla er að nota fjölþátta auðkenningu. Fjölþátta auðkenning er góð fyrsta vörn fyrir alla aðganga sem hana styðja. Að verjast netárásum er að stórum hluta hlutverk hvers og eins. Við skulum vera vakandi gagnvart netárásum alla daga. Í þessu eins og öðru veltir oft lítil þúfa stóru hlassi. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar