Ekki láta plata þig Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. maí 2023 07:31 Ertu viss að tölvupósturinn sem þú fékkst sé frá þeim sem virðist hafa sent hann? Þriðjungur af öllum gagnalekum byrja sem venjulegur tölvupóstur til starfsmanna þar sem þeir eru beðnir um að opna skjal, ýta á hlekk eða skrá sig inn upp á nýtt í sín eigin kerfi. Um er að ræða mjög hnitmiðaðar veiðar, árás, oft á góðri íslensku sem er líklega eina neikvæða hliðin á miklum fjárfestingum okkar Íslendinga í máltækni. Vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í dag og á morgun er mikilvægt að vera enn meira á varðbergi en áður. Hópar sem stunda glæpi á netinu beina nú sjónum sínum í meira mæli að Íslandi, sér í lagi starfsfólki fjölbreyttra fyrirtækja og stofnana. Fjölmörg dæmi eru til um netárásir sem ollu miklu tjóni, kostuðu stórfé og byrjuðu sem einfaldur tölvupóstur á starfsmann fyrirtækis. Dæmi um slíkt er svar Norður-Kóreu við grínmynd frá Sony sem hæddist að landinu. Í kjölfarið voru vefpóstar á vegum hakkara þaðan sendir á starfsmenn fyrirtækisins. Voru þeir látnir líta út eins og þeir væru frá Apple og báðu um endurnýjun á skráningu. Einn starfsmaður Sony féll fyrir póstinum og afleiðingarnar voru 100 TB gagnastuldur og tap sem nam um 100 milljónum dollara. CERT-IS, netöryggissveit íslenskra stjórnvalda, sendi frá sér mikilvægar ábendingar til að minna okkur á að tölvupóstur er ekki endilega það sem hann lítur út fyrir að vera: Horfum gagnrýnum augum á tölvupósta sem okkur berast, sérstaklega ef þið kannist ekki við sendandann eða ef það er verið að biðja um að skipta um lykilorð. Skoðum vel alla hlekki og athugum hvort þeir séu að vísa á rétta staði. Það á bæði við um hlekki í tölvupóstum sem og sendanda tölvupósta. Stundum er munurinn mjög lítill, stafsetningarvilla eða staf er skipt út fyrir tölustaf til að blekkja notendur. Ef póstur berst frá aðila sem þið þekkið en orðalag er óvenjulegt eða óskað er eftir að þið heimsækið tilteknar síður, setjið upp forrit o.þ.h er alltaf best að tala við sendandann, öðruvísi en að svara póstinum, og staðfesta að hann sé raunverulega frá viðkomandi. Ef þú ert í vafa um lögmæti póstsins, er alltaf best að fá álit frá öðrum og fylgja leiðbeiningum frá þinni öryggisdeild um hvernig eigi að bregðast við. Besta leiðin til þess að koma í veg fyrir að tölvuþrjótar geti brotist inn á reikninga, allt frá tölvupósti til samfélagsmiðla er að nota fjölþátta auðkenningu. Fjölþátta auðkenning er góð fyrsta vörn fyrir alla aðganga sem hana styðja. Að verjast netárásum er að stórum hluta hlutverk hvers og eins. Við skulum vera vakandi gagnvart netárásum alla daga. Í þessu eins og öðru veltir oft lítil þúfa stóru hlassi. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Netöryggi Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ertu viss að tölvupósturinn sem þú fékkst sé frá þeim sem virðist hafa sent hann? Þriðjungur af öllum gagnalekum byrja sem venjulegur tölvupóstur til starfsmanna þar sem þeir eru beðnir um að opna skjal, ýta á hlekk eða skrá sig inn upp á nýtt í sín eigin kerfi. Um er að ræða mjög hnitmiðaðar veiðar, árás, oft á góðri íslensku sem er líklega eina neikvæða hliðin á miklum fjárfestingum okkar Íslendinga í máltækni. Vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í dag og á morgun er mikilvægt að vera enn meira á varðbergi en áður. Hópar sem stunda glæpi á netinu beina nú sjónum sínum í meira mæli að Íslandi, sér í lagi starfsfólki fjölbreyttra fyrirtækja og stofnana. Fjölmörg dæmi eru til um netárásir sem ollu miklu tjóni, kostuðu stórfé og byrjuðu sem einfaldur tölvupóstur á starfsmann fyrirtækis. Dæmi um slíkt er svar Norður-Kóreu við grínmynd frá Sony sem hæddist að landinu. Í kjölfarið voru vefpóstar á vegum hakkara þaðan sendir á starfsmenn fyrirtækisins. Voru þeir látnir líta út eins og þeir væru frá Apple og báðu um endurnýjun á skráningu. Einn starfsmaður Sony féll fyrir póstinum og afleiðingarnar voru 100 TB gagnastuldur og tap sem nam um 100 milljónum dollara. CERT-IS, netöryggissveit íslenskra stjórnvalda, sendi frá sér mikilvægar ábendingar til að minna okkur á að tölvupóstur er ekki endilega það sem hann lítur út fyrir að vera: Horfum gagnrýnum augum á tölvupósta sem okkur berast, sérstaklega ef þið kannist ekki við sendandann eða ef það er verið að biðja um að skipta um lykilorð. Skoðum vel alla hlekki og athugum hvort þeir séu að vísa á rétta staði. Það á bæði við um hlekki í tölvupóstum sem og sendanda tölvupósta. Stundum er munurinn mjög lítill, stafsetningarvilla eða staf er skipt út fyrir tölustaf til að blekkja notendur. Ef póstur berst frá aðila sem þið þekkið en orðalag er óvenjulegt eða óskað er eftir að þið heimsækið tilteknar síður, setjið upp forrit o.þ.h er alltaf best að tala við sendandann, öðruvísi en að svara póstinum, og staðfesta að hann sé raunverulega frá viðkomandi. Ef þú ert í vafa um lögmæti póstsins, er alltaf best að fá álit frá öðrum og fylgja leiðbeiningum frá þinni öryggisdeild um hvernig eigi að bregðast við. Besta leiðin til þess að koma í veg fyrir að tölvuþrjótar geti brotist inn á reikninga, allt frá tölvupósti til samfélagsmiðla er að nota fjölþátta auðkenningu. Fjölþátta auðkenning er góð fyrsta vörn fyrir alla aðganga sem hana styðja. Að verjast netárásum er að stórum hluta hlutverk hvers og eins. Við skulum vera vakandi gagnvart netárásum alla daga. Í þessu eins og öðru veltir oft lítil þúfa stóru hlassi. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar