Lítil söfn geta haft mikil áhrif Ester Sigfúsdóttir skrifar 14. maí 2023 14:31 Þann 18. maí næstkomandi er Alþjóðlegi safnadagurinn haldinn hátíðlegur og yfirskriftin þetta árið er: Söfn, sjálfbærni og vellíðan. Söfn um land allt nýta þess vegna tækifærið til að velta fyrir sér þemanu og skoða hvort þau séu að gera gagn á þessu sviðum. Norður í Steingrímsfirði er lítil sjálfeignarstofnun, Sauðfjársetur á Ströndum, viðurkennt safn og menningarmiðstöð í héraðinu. Aðstandendur eru stoltir af safninu sínu og telja að gildi þess fyrir samfélagið, mannlíf og menningu sé langt umfram það sem búast mætti við, sérstaklega miðað við veltu og starfsmannahald. Sauðfjársetrið hefur allt frá stofnun fyrir rúmum 20 árum staðið fyrir fjölda menningarverkefna á svæðinu, auk þess að vera mikilvægur viðburðahaldari. Það flytur inn á svæðið fjölda lista- og fræðifólks á landsvísu á hverju ári, bæði í tengslum við Náttúrubarnahátíðina, en líka í tengslum við aðra viðburði og rannsóknir. Um leið er kappkostað við að byggja á mannauði í héraðinu og heimafólk tekur virkan þátt í verkefnum. Safnið leggur áherslu á að starfa með ungu lista- og fræðafólki á og frá svæðinu, einkum á sviði myndlistar, hönnunar, kvikmyndagerðar og þjóðfræðirannsókna. Verkefnin eru bæði stór og smá. Yfir veturinn hittast um það bil 30 íbúar reglulega til að spila félagsvist í safninu og svipaður fjöldi kemur stundum á sögustund, bókakynningu eða í sunnudagskaffi. Stundum er húsið troðfullt þegar tekið er á móti sirkus eða öðru listafólki, innlendu og erlendu, stundum eru málþing, ráðstefnur, tónleikar eða leikhús á Sauðfjársetrinu eða haldin veisla. Allt hefur þetta jákvæð áhrif á vellíðan íbúa, öflugt félagslíf og menningarstarf á svæðinu verður ekki metið til fjár. Einnig hefur verið verið unnið í verkefnum tengdum umhverfisvernd og sjálfbærni og þar ber hæst rekstur Náttúrubarnaskólans sem er viðamikið hliðarverkefni við safnið. Hápunkturinn í því starfi er Náttúrubarnahátíð sem er haldin eina helgi á sumri, næsta hátíð verður 14.-16. júlí. Þar er kynngimögnuð dagskrá alla helgina, listafólk og sagnamenn mætir á svæðið og alls konar snillingar halda smiðjur fyrir fjölskyldufólkið sem mætir á hátíðina. Þemað í þessum verkefnum er náttúrutúlkun og fræðsla, fléttuð saman við menningararf og skemmtun. Hátíðin er aðgengileg öllum og aðgangur er ókeypis þessa daga, öll geta tekið þátt á sínum forsendum. Þarna læra gestir fjölmargt fróðlegt um sambúð fólks og náttúru. Unnið er með skólum á svæðinu að fleiri verkefnum og tekið á móti nemendum í safnfræðslu í tengslum við sérsýningar og Náttúrubarnaskólann. Unnið er með Leikfélagi Hólmavíkur að uppsetningum leiksýninga og síðustu árin hefur Sauðfjársetrið breyst í leikhús tvo mánuði á ári. Samfélagslegur ávinningur af starfseminni er því augljós, auk jákvæðra áhrifa á ímynd svæðisins og sjálfsmynd íbúanna. Það er líka beinlínis markmið Sauðfjársetursins að hafa sem allra mest jákvæð áhrif í því samfélagi sem það starfar í, bæði á mannlíf og menningu, en einnig jákvæð margfeldisáhrif fyrir atvinnulíf. Tengslin við heimafólk og nærsamfélag eru því sterk. Söfn sinna fjölbreyttum verkefnum, taka þátt í margvíslegu samstarfi og standa fyrir menningarviðburðum sem skipta máli fyrir samfélagið. Söfn um allt land, stór og smá, geta haft mikil áhrif á nærsamfélag sitt. Þau auka vellíðan og stuðla að fjölbreyttu mannlífi og geta vakið okkur til umhugsunar um sjálfbærni. Við óskum öllum innilega til hamingju með safnadaginn! Höfundur er Ester Sigfúsdóttir, forstöðukona Sauðfjárseturs á Ströndum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Söfn Strandabyggð Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 18. maí næstkomandi er Alþjóðlegi safnadagurinn haldinn hátíðlegur og yfirskriftin þetta árið er: Söfn, sjálfbærni og vellíðan. Söfn um land allt nýta þess vegna tækifærið til að velta fyrir sér þemanu og skoða hvort þau séu að gera gagn á þessu sviðum. Norður í Steingrímsfirði er lítil sjálfeignarstofnun, Sauðfjársetur á Ströndum, viðurkennt safn og menningarmiðstöð í héraðinu. Aðstandendur eru stoltir af safninu sínu og telja að gildi þess fyrir samfélagið, mannlíf og menningu sé langt umfram það sem búast mætti við, sérstaklega miðað við veltu og starfsmannahald. Sauðfjársetrið hefur allt frá stofnun fyrir rúmum 20 árum staðið fyrir fjölda menningarverkefna á svæðinu, auk þess að vera mikilvægur viðburðahaldari. Það flytur inn á svæðið fjölda lista- og fræðifólks á landsvísu á hverju ári, bæði í tengslum við Náttúrubarnahátíðina, en líka í tengslum við aðra viðburði og rannsóknir. Um leið er kappkostað við að byggja á mannauði í héraðinu og heimafólk tekur virkan þátt í verkefnum. Safnið leggur áherslu á að starfa með ungu lista- og fræðafólki á og frá svæðinu, einkum á sviði myndlistar, hönnunar, kvikmyndagerðar og þjóðfræðirannsókna. Verkefnin eru bæði stór og smá. Yfir veturinn hittast um það bil 30 íbúar reglulega til að spila félagsvist í safninu og svipaður fjöldi kemur stundum á sögustund, bókakynningu eða í sunnudagskaffi. Stundum er húsið troðfullt þegar tekið er á móti sirkus eða öðru listafólki, innlendu og erlendu, stundum eru málþing, ráðstefnur, tónleikar eða leikhús á Sauðfjársetrinu eða haldin veisla. Allt hefur þetta jákvæð áhrif á vellíðan íbúa, öflugt félagslíf og menningarstarf á svæðinu verður ekki metið til fjár. Einnig hefur verið verið unnið í verkefnum tengdum umhverfisvernd og sjálfbærni og þar ber hæst rekstur Náttúrubarnaskólans sem er viðamikið hliðarverkefni við safnið. Hápunkturinn í því starfi er Náttúrubarnahátíð sem er haldin eina helgi á sumri, næsta hátíð verður 14.-16. júlí. Þar er kynngimögnuð dagskrá alla helgina, listafólk og sagnamenn mætir á svæðið og alls konar snillingar halda smiðjur fyrir fjölskyldufólkið sem mætir á hátíðina. Þemað í þessum verkefnum er náttúrutúlkun og fræðsla, fléttuð saman við menningararf og skemmtun. Hátíðin er aðgengileg öllum og aðgangur er ókeypis þessa daga, öll geta tekið þátt á sínum forsendum. Þarna læra gestir fjölmargt fróðlegt um sambúð fólks og náttúru. Unnið er með skólum á svæðinu að fleiri verkefnum og tekið á móti nemendum í safnfræðslu í tengslum við sérsýningar og Náttúrubarnaskólann. Unnið er með Leikfélagi Hólmavíkur að uppsetningum leiksýninga og síðustu árin hefur Sauðfjársetrið breyst í leikhús tvo mánuði á ári. Samfélagslegur ávinningur af starfseminni er því augljós, auk jákvæðra áhrifa á ímynd svæðisins og sjálfsmynd íbúanna. Það er líka beinlínis markmið Sauðfjársetursins að hafa sem allra mest jákvæð áhrif í því samfélagi sem það starfar í, bæði á mannlíf og menningu, en einnig jákvæð margfeldisáhrif fyrir atvinnulíf. Tengslin við heimafólk og nærsamfélag eru því sterk. Söfn sinna fjölbreyttum verkefnum, taka þátt í margvíslegu samstarfi og standa fyrir menningarviðburðum sem skipta máli fyrir samfélagið. Söfn um allt land, stór og smá, geta haft mikil áhrif á nærsamfélag sitt. Þau auka vellíðan og stuðla að fjölbreyttu mannlífi og geta vakið okkur til umhugsunar um sjálfbærni. Við óskum öllum innilega til hamingju með safnadaginn! Höfundur er Ester Sigfúsdóttir, forstöðukona Sauðfjárseturs á Ströndum
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar