Gæti stefnt Trump þriðja sinni fyrir meiðyrði Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2023 23:50 Skjáskot úr upptöku af skýrslu sem Donald Trump gaf í tengslum við stefnu E. Jean Carroll á hendur honum vegna kynferðisofbeldis og meiðyrða. AP/Kaplan Hecker & Fink Konan sem hafði sigur gegn Donald Trump í einkamáli vegna kynferðisofbeldis og ærumeiðinga í vikunni gæti stefnt honum aftur, nú fyrir ummæli sem hann lét falla í viðtali á CNN í gærkvöldi. Hún segir orð sem Trump viðhafði um hana viðbjóðsleg. Trump fór hörðum orðum um E. Jean Carroll, konuna sem sakaði hann um nauðgun, í sjónvarpsþætti á CNN í gærkvöldi. Dómstóll í New York taldi Trump skaðabótaskyldan fyrir kynferðisofbeldi og meiðyrði um Carroll fyrr í vikunni. Lögmenn Trump tilkynntu í dag að þeir ætluðu að áfrýja. Fyrrverandi forsetinn sagði ásakanir hennar „fals“ og „tilbúna sögu“, afar svipuð ummæli og þau sem hann var dæmdur fyrir. Hann bætti um betur og kallaði Carroll „klikkhaus“ (e. wack job) og uppskar hlátur áhorfenda úr sjónvarpssal sem voru að miklu leyti kjósendur Repúblikanaflokks Trump. Carroll segir New York Times að ummæli Trump hafi verið heimskuleg, viðbjóðsleg og særandi en að hún hefði þó verið móðguð af betra fólki en honum. „Ég er reið fyrir hönd ungra kvenna í Bandaríkjunum. Þær geti ekki hlusta á þessa vitleysu og gamaldags sýn á konur sem er hellisbúaskoðun,“ segir hún. Auk málsins sem Carroll vann á þriðjudag er óútkljáð eldra meiðyrðamál hennar gegn Trump. Það hefur tafist vegna þess að Trump hefur borið fyrir sig að hann njóti friðhelgi geng málsókn vegna þess að hann hafi látið ummæli falla sem forseti Bandaríkjanna. Lögmaður Carroll segir bandaríska blaðinu en engin ákvörðun hafi verið tekin um að höfða enn eitt málið gegn Trump, nú vegna ummælanna á CNN. „Allt kemur til greina, augljóslega, og við verðum að íhuga það alvarlega,“ segir Roberta A. Kaplan, lögmaður Carroll. Hún boðar ákvörðun af eða á fljótt. Donald Trump Bandaríkin Kynferðisofbeldi Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Segist geta bundið enda á átökin í Úkraínu á 24 klukkustundum „Niðurstöðum kosninganna var ekki hagrætt, herra forseti. Þú getur ekki haldið áfram að tyggja á því í allt kvöld,“ sagði Kaitlan Collins, stjórnandi íbúafundar CNN með Donald Trump í New Hampshire í gær, eftir ítrekaðar staðhæfingar Trump um svik í forsetakosningunum 2020. 11. maí 2023 07:42 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Trump fór hörðum orðum um E. Jean Carroll, konuna sem sakaði hann um nauðgun, í sjónvarpsþætti á CNN í gærkvöldi. Dómstóll í New York taldi Trump skaðabótaskyldan fyrir kynferðisofbeldi og meiðyrði um Carroll fyrr í vikunni. Lögmenn Trump tilkynntu í dag að þeir ætluðu að áfrýja. Fyrrverandi forsetinn sagði ásakanir hennar „fals“ og „tilbúna sögu“, afar svipuð ummæli og þau sem hann var dæmdur fyrir. Hann bætti um betur og kallaði Carroll „klikkhaus“ (e. wack job) og uppskar hlátur áhorfenda úr sjónvarpssal sem voru að miklu leyti kjósendur Repúblikanaflokks Trump. Carroll segir New York Times að ummæli Trump hafi verið heimskuleg, viðbjóðsleg og særandi en að hún hefði þó verið móðguð af betra fólki en honum. „Ég er reið fyrir hönd ungra kvenna í Bandaríkjunum. Þær geti ekki hlusta á þessa vitleysu og gamaldags sýn á konur sem er hellisbúaskoðun,“ segir hún. Auk málsins sem Carroll vann á þriðjudag er óútkljáð eldra meiðyrðamál hennar gegn Trump. Það hefur tafist vegna þess að Trump hefur borið fyrir sig að hann njóti friðhelgi geng málsókn vegna þess að hann hafi látið ummæli falla sem forseti Bandaríkjanna. Lögmaður Carroll segir bandaríska blaðinu en engin ákvörðun hafi verið tekin um að höfða enn eitt málið gegn Trump, nú vegna ummælanna á CNN. „Allt kemur til greina, augljóslega, og við verðum að íhuga það alvarlega,“ segir Roberta A. Kaplan, lögmaður Carroll. Hún boðar ákvörðun af eða á fljótt.
Donald Trump Bandaríkin Kynferðisofbeldi Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Segist geta bundið enda á átökin í Úkraínu á 24 klukkustundum „Niðurstöðum kosninganna var ekki hagrætt, herra forseti. Þú getur ekki haldið áfram að tyggja á því í allt kvöld,“ sagði Kaitlan Collins, stjórnandi íbúafundar CNN með Donald Trump í New Hampshire í gær, eftir ítrekaðar staðhæfingar Trump um svik í forsetakosningunum 2020. 11. maí 2023 07:42 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Segist geta bundið enda á átökin í Úkraínu á 24 klukkustundum „Niðurstöðum kosninganna var ekki hagrætt, herra forseti. Þú getur ekki haldið áfram að tyggja á því í allt kvöld,“ sagði Kaitlan Collins, stjórnandi íbúafundar CNN með Donald Trump í New Hampshire í gær, eftir ítrekaðar staðhæfingar Trump um svik í forsetakosningunum 2020. 11. maí 2023 07:42