Allt orðið að einhverjum Excel-æfingum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. maí 2023 16:44 Frá Þjóðskjalasafni sem á að taka við verkefnum Borgarskjalasafns og Héraðsskjalasafns Kópavogsbæjar. vísir Prófessorar lýstu yfir miklum áhyggjum af stöðu safnamála og sameiningu skjalasafna á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í morgun. Fjárhagslegir hagsmunir ráði för en menningarhlutverkið mæti afgangi. Fyrirkomulag skjalavörslu hefur verið í deiglunni í kjölfar ákvarðana Reykjavíkurborgar um að leggja niður Borgarskjalasafn Reykjavíkur og Kópavogsbæjar að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs og flytja verkefnin til Þjóðskjalasafns. Efnt var til opins fundar í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis vegna málsins í morgun þar sem Ragnheiður Kristjánsdóttir, prófessor í sagnfræði, lýsti yfir miklum áhyggjum af þróuninni. Sérþekking tapast „Það er sérþekking á þessum skjalasöfnum sem nýtist bæði í héraði og okkur sem erum staðsett hér en höfum áhuga á sögu alls landsins. Ef þeim myndi fækka myndi það hafa bein og óbein áhrif á uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu, sem mikil áhersla hefur verið lögð á,“ sagði Ragnheiður. „Það er svo margt sem myndi tapast ef skjalasöfnum myndi fækka mikið, þannig ég held að það sé full ástæða til að hafa miklar áhyggjur af þessu.“ Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, ítrekaði að unnið væri að stefnu um rafræna langtímavörslu skjala og Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður, sem kom fyrir nefndina vísaði til þess að samkvæmt lögum hafi þjóðskjalasafn hið minnsta fulla heimild til að rukka sveitarfélög fyrir vörsluna. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor í safnafræði, sagði skjalavörslu snúast um minni þjóðarinnar. Hlutverkið sé ekki að þjóna stjórnsýslunni. „Þetta er allt orðið að einhverjum Excel-skjals æfingum og fjárhagsleg viðmið eru númer eitt, tvö og þrjú. Réttindi borgaranna og hagsmunir þjóðarinnar eru algjörlega fyrir borð bornir,“ sagði Sigurjón „Það sést á því hvernig ríki og sveitarfélög eru að ráða til sín til ráðgjafafyrirtæki sem er á engan hátt með innanborðs þekkingu eða reynslu af því að stýra eða vinna inni á slíkum stofnunum. Það út af fyrir sig er mjög mikið áhyggjuefni held ég,“ sagði Sigurjón. Alþingi Menning Lokun Borgarskjalasafns Söfn Reykjavík Kópavogur Rekstur hins opinbera Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Fyrirkomulag skjalavörslu hefur verið í deiglunni í kjölfar ákvarðana Reykjavíkurborgar um að leggja niður Borgarskjalasafn Reykjavíkur og Kópavogsbæjar að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs og flytja verkefnin til Þjóðskjalasafns. Efnt var til opins fundar í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis vegna málsins í morgun þar sem Ragnheiður Kristjánsdóttir, prófessor í sagnfræði, lýsti yfir miklum áhyggjum af þróuninni. Sérþekking tapast „Það er sérþekking á þessum skjalasöfnum sem nýtist bæði í héraði og okkur sem erum staðsett hér en höfum áhuga á sögu alls landsins. Ef þeim myndi fækka myndi það hafa bein og óbein áhrif á uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu, sem mikil áhersla hefur verið lögð á,“ sagði Ragnheiður. „Það er svo margt sem myndi tapast ef skjalasöfnum myndi fækka mikið, þannig ég held að það sé full ástæða til að hafa miklar áhyggjur af þessu.“ Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, ítrekaði að unnið væri að stefnu um rafræna langtímavörslu skjala og Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður, sem kom fyrir nefndina vísaði til þess að samkvæmt lögum hafi þjóðskjalasafn hið minnsta fulla heimild til að rukka sveitarfélög fyrir vörsluna. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor í safnafræði, sagði skjalavörslu snúast um minni þjóðarinnar. Hlutverkið sé ekki að þjóna stjórnsýslunni. „Þetta er allt orðið að einhverjum Excel-skjals æfingum og fjárhagsleg viðmið eru númer eitt, tvö og þrjú. Réttindi borgaranna og hagsmunir þjóðarinnar eru algjörlega fyrir borð bornir,“ sagði Sigurjón „Það sést á því hvernig ríki og sveitarfélög eru að ráða til sín til ráðgjafafyrirtæki sem er á engan hátt með innanborðs þekkingu eða reynslu af því að stýra eða vinna inni á slíkum stofnunum. Það út af fyrir sig er mjög mikið áhyggjuefni held ég,“ sagði Sigurjón.
Alþingi Menning Lokun Borgarskjalasafns Söfn Reykjavík Kópavogur Rekstur hins opinbera Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira