Bankaræningjar og stjórnendur fyrirtækja Gunnar Ingi Björnsson skrifar 10. maí 2023 12:01 Árið 1987 söng Pálmi Gunnarsson um hversu hratt tíminn liði á gervihnattaöld. 36 árum síðar hefur hraðinn aukist og gervihnöttunum bara fjölgað. Magnús Eiríksson hitti nefnilega naglann á höfuðið þegar hann samdi þennan eftirminnilega texta. Núna má segja að tölvuöld hafi tekið við af gervihnattaöld. Fyrirtæki keppast við að koma gögnunum sínum í skýið og bjóða upp á stafrænar lausnir sem aldrei fyrr. Internetið tengir saman ólík kerfi, tæki og starfsstöðvar og gerir starfsmönnum kleift að sinna störfum sínum heiman frá í fjarvinnu. Þróun samtengdra tölvukerfa og lausna á netinu hefur sannarlega breytt landslagi í rekstri fyrirtækja. Sem dæmi má nefna fækkun bankaútibúa, en á síðustu árum hefur fjöldi bankaútibúa fækkað mjög. Peningaseðlum í þeim útibúum sem eftir eru hefur einnig fækkað. Það er því ekki laust við að maður hugsi til þeirra sem atvinnu höfðu af því að ræna fjármunum úr slíkum útibúum – bankaræningja. Sitja þeir bara aðgerðarlausir heima hjá sér núna? Það væri án efa gott ef svo væri en því miður er það ekki raunin. Slíkir aðilar munu alltaf elta tækifærin og í dag liggja peningarnir í netglæpum. Meðalkostnaður fyrirtækja á heimsvísu af netárás, eða tölvuglæp, árið 2022 var 4,35M USD (600 milljónir króna). Dýrustu tölvuglæpir voru framdir gegn fyrirtækjum í heilbrigðisgeiranum þar sem kostnaður nam að meðaltali 10M USD (1,4 milljarðar króna). Í öðru og þriðja sæti var svo fjármálageirinn og tæknigeirinn þar sem meðalkostnaður af tölvuglæp var rúmar 5M USD (700 milljónir króna). Í heild er áætlað tap íslenskra fyrirtækja á ári núna áætlað 10 milljarðar króna. https://www.ibm.com/reports/data-breach https://www.itu.int/hub/2021/06/iceland-prepares-for-next-generation-cybersecurity/ Áhugavert er að skoða hvernig kostnaður af tölvuglæpum getur dreifst á ólíka þætti. Það er nefnilega ekki þannig að kostnaður sé fyrst og fremst það sem greitt er til glæpamanna. Þvert á móti er afleiddur kostnaður eins og tap á tekjum vegna röskunar á viðskiptum, vinnutap starfsmanna, kostnaður við að koma kerfum aftur í gang, það sem telur hæst. En hvað hefur þetta með stjórnendur að gera? Jú, það er nefnilega orðið nauðsynlegt fyrir stjórnendur fyrirtækja að hafa mun betri skilning á hættunni sem stafar af tölvuárásum. Í gamla daga var það í raun „einkamál tölvudeildarinnar“ hvernig kerfi voru uppsett og hvaða lausnir voru valdar. En í dag er það ekki svo gott. Stjórnendur fyrirtækja hafa lagalega skyldu til að tryggja öryggi þeirra kerfa og gagna sem þeir eru í forsvari fyrir. Lengi hefur lagalegt umhverfi á Íslandi verið á eftir nágrannalöndum okkar þegar kemur að ábyrgð stjórnenda fyrirtækja á þessum málum. Þetta hefur þó verið að breytast á undanförnum árum og ljóst að bæði munu lagalegar kröfur aukast ásamt faglegum kröfum um uppsetningu og varnir. Miðvikudaginn 17. maí næstkomandi verður haldin í Smárabíó ráðstefnan „Tölvuárásir á íslensk tölvukerfi. Hvert er umfang þeirra og hvað er hægt að gera árið 2023?“. Á þessari ráðstefnu verður reynt að dýpka umræðuna um netöryggi og netöryggislausnir. Að ráðstefnunni standa Exclusive Networks í samstarfi við Fortinet, SentinelOne, Thales og Infoblox en allt eru þetta leiðandi fyrirtæki á sínu sviði þegar kemur til netöryggis og öryggislausna en aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis fyrir skráða þátttakendur. Á ráðstefnunni munu sérfræðingar fara yfir m.a.: Hvert er umfang tölvuárasa á íslensk tölvu- og upplýsingakerfi? Er munur á eðli tölvuáraása hérlendis? og erlendis? Hvernig sjá framleiðendur öryggislausna þróunina verða árið 2023 og ekki síður til framtíðar? Skráning er öllum opin en skráning fer fram á netinu. Það er óhætt að hvetja stjórnendur fyrirtækja að nýta sér þetta tækifæri til að dýpka skilning sinn á þeim hættum sem rekstri fyrirtækja stafar af netárásum og tölvuglæpum. Því eins og Pálmi sagði, tíminn líður hratt á gervihnattaöld og bankaræningjarnir eru búnir að finna sér ný skotmörk. Höfundur er Channel Manager hjá Exclusive Networks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Tölvuárásir Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1987 söng Pálmi Gunnarsson um hversu hratt tíminn liði á gervihnattaöld. 36 árum síðar hefur hraðinn aukist og gervihnöttunum bara fjölgað. Magnús Eiríksson hitti nefnilega naglann á höfuðið þegar hann samdi þennan eftirminnilega texta. Núna má segja að tölvuöld hafi tekið við af gervihnattaöld. Fyrirtæki keppast við að koma gögnunum sínum í skýið og bjóða upp á stafrænar lausnir sem aldrei fyrr. Internetið tengir saman ólík kerfi, tæki og starfsstöðvar og gerir starfsmönnum kleift að sinna störfum sínum heiman frá í fjarvinnu. Þróun samtengdra tölvukerfa og lausna á netinu hefur sannarlega breytt landslagi í rekstri fyrirtækja. Sem dæmi má nefna fækkun bankaútibúa, en á síðustu árum hefur fjöldi bankaútibúa fækkað mjög. Peningaseðlum í þeim útibúum sem eftir eru hefur einnig fækkað. Það er því ekki laust við að maður hugsi til þeirra sem atvinnu höfðu af því að ræna fjármunum úr slíkum útibúum – bankaræningja. Sitja þeir bara aðgerðarlausir heima hjá sér núna? Það væri án efa gott ef svo væri en því miður er það ekki raunin. Slíkir aðilar munu alltaf elta tækifærin og í dag liggja peningarnir í netglæpum. Meðalkostnaður fyrirtækja á heimsvísu af netárás, eða tölvuglæp, árið 2022 var 4,35M USD (600 milljónir króna). Dýrustu tölvuglæpir voru framdir gegn fyrirtækjum í heilbrigðisgeiranum þar sem kostnaður nam að meðaltali 10M USD (1,4 milljarðar króna). Í öðru og þriðja sæti var svo fjármálageirinn og tæknigeirinn þar sem meðalkostnaður af tölvuglæp var rúmar 5M USD (700 milljónir króna). Í heild er áætlað tap íslenskra fyrirtækja á ári núna áætlað 10 milljarðar króna. https://www.ibm.com/reports/data-breach https://www.itu.int/hub/2021/06/iceland-prepares-for-next-generation-cybersecurity/ Áhugavert er að skoða hvernig kostnaður af tölvuglæpum getur dreifst á ólíka þætti. Það er nefnilega ekki þannig að kostnaður sé fyrst og fremst það sem greitt er til glæpamanna. Þvert á móti er afleiddur kostnaður eins og tap á tekjum vegna röskunar á viðskiptum, vinnutap starfsmanna, kostnaður við að koma kerfum aftur í gang, það sem telur hæst. En hvað hefur þetta með stjórnendur að gera? Jú, það er nefnilega orðið nauðsynlegt fyrir stjórnendur fyrirtækja að hafa mun betri skilning á hættunni sem stafar af tölvuárásum. Í gamla daga var það í raun „einkamál tölvudeildarinnar“ hvernig kerfi voru uppsett og hvaða lausnir voru valdar. En í dag er það ekki svo gott. Stjórnendur fyrirtækja hafa lagalega skyldu til að tryggja öryggi þeirra kerfa og gagna sem þeir eru í forsvari fyrir. Lengi hefur lagalegt umhverfi á Íslandi verið á eftir nágrannalöndum okkar þegar kemur að ábyrgð stjórnenda fyrirtækja á þessum málum. Þetta hefur þó verið að breytast á undanförnum árum og ljóst að bæði munu lagalegar kröfur aukast ásamt faglegum kröfum um uppsetningu og varnir. Miðvikudaginn 17. maí næstkomandi verður haldin í Smárabíó ráðstefnan „Tölvuárásir á íslensk tölvukerfi. Hvert er umfang þeirra og hvað er hægt að gera árið 2023?“. Á þessari ráðstefnu verður reynt að dýpka umræðuna um netöryggi og netöryggislausnir. Að ráðstefnunni standa Exclusive Networks í samstarfi við Fortinet, SentinelOne, Thales og Infoblox en allt eru þetta leiðandi fyrirtæki á sínu sviði þegar kemur til netöryggis og öryggislausna en aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis fyrir skráða þátttakendur. Á ráðstefnunni munu sérfræðingar fara yfir m.a.: Hvert er umfang tölvuárasa á íslensk tölvu- og upplýsingakerfi? Er munur á eðli tölvuáraása hérlendis? og erlendis? Hvernig sjá framleiðendur öryggislausna þróunina verða árið 2023 og ekki síður til framtíðar? Skráning er öllum opin en skráning fer fram á netinu. Það er óhætt að hvetja stjórnendur fyrirtækja að nýta sér þetta tækifæri til að dýpka skilning sinn á þeim hættum sem rekstri fyrirtækja stafar af netárásum og tölvuglæpum. Því eins og Pálmi sagði, tíminn líður hratt á gervihnattaöld og bankaræningjarnir eru búnir að finna sér ný skotmörk. Höfundur er Channel Manager hjá Exclusive Networks.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun