Kató gamli, tíminn og vatnið Pétur Heimisson skrifar 6. maí 2023 08:00 Seyðisfjörður er ein margra náttúruperla á langri festi slíkra á Austurlandi. Fyrir fjarðarbotni býr fólk sem á sögu og kyn til að bjarga sér sjálft. Þegar hallaði undan fæti í fiskveiðum og -vinnslu hófu íbúar, hægt en örugglega, að skapa sér ný tækifæri og byggðu á náttúrugæðum Seyðisfjarðar. Þau reyndust frjór jarðvegur til að rækta sjálfa mennskuna. Til urðu Lungahátíð og -skóli, og alls konar sem fólk vill kíkja á, kynna sér og njóta. Yst í firðinum er náttúru- og menningarsetrið Skálanes, líka grasrótarafurð. Heimafólk hefur gert Seyðisfjörð að þekktum áfangastað innanlands og erlendis og Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni, hefur skilað sér þangað. Norskur innrásarher á íslenskum gæðingum Blikur eru á lofti. Vellauðugt norskt laxeldisfólk ásælist meira og sýnist með aðstoð íslenskra samstarfsaðila ætla að hefja laxeldi í Seyðisfirði þrátt fyrir andstöðu mikils meirihluta íbúa. Kallast það ekki Græðgi? Samtímis veitir Ferðamálastofa hæsta styrk ársins, 157,6 milljónir, til að byggja glæsilegan hringlaga útsýnispall, Baug Bjólfs í fjallinu Bjólfi við Seyðisfjörð. Þetta til að öll fái notið útsýnis yfir fjörðinn, þar sem eldiskvíarnar verða að óbreyttu í brennidepli. Skyldi þess hafa verið getið í umsókn um styrk til verksins? Er Græðgin rétthærri en fólkið sem hefur gert Seyðisfjörð að því sem hann er og vill efla samfélag sitt enn frekar á sínum forsendum? Grafa sína gröf! ...og annarra? Um laxeldi við Íslandsstrendur virðist víða sátt í nærsamfélaginu. Það er vel og laxeldi í Berufirði, syðst í Múlaþingi, sýnist t.d. í góðri samfélagslegri sátt. Verði laxeldi hafið í Seyðisfirði, gegn vilja 75% Seyðfirðinga, finnst mér það gróf valdníðsla. Græðgin mun að óbreyttu uppskera vaxandi andstöðu við eldisáform í Seyðisfirði og líka við eldi þar sem nú ríkir um það sátt. Hvað það þýðir fyrir þær byggðir vil ég ekki hugsa til enda en beini því til Græðginnar sjálfrar hvort hún vill halda áfram að grafa sína eigin gröf og um leið kannski slíkra samfélaga. Við, andstæðingar laxeldis í Seyðisfirði, endurtökum okkur að hætti Kató gamla vitandi að þau vinna með okkur tíminn og vatnið, hvers dropar hola steininn. Saman snúum við almenningsálitinu gegn Græðginni. STÖNDUM ÖLL SAMAN GEGN LAXELDI Í SEYÐISFIRÐI. Höfundur er læknir og annar tveggja fulltrúa VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Vinstri græn Fiskeldi Pétur Heimisson Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Seyðisfjörður er ein margra náttúruperla á langri festi slíkra á Austurlandi. Fyrir fjarðarbotni býr fólk sem á sögu og kyn til að bjarga sér sjálft. Þegar hallaði undan fæti í fiskveiðum og -vinnslu hófu íbúar, hægt en örugglega, að skapa sér ný tækifæri og byggðu á náttúrugæðum Seyðisfjarðar. Þau reyndust frjór jarðvegur til að rækta sjálfa mennskuna. Til urðu Lungahátíð og -skóli, og alls konar sem fólk vill kíkja á, kynna sér og njóta. Yst í firðinum er náttúru- og menningarsetrið Skálanes, líka grasrótarafurð. Heimafólk hefur gert Seyðisfjörð að þekktum áfangastað innanlands og erlendis og Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni, hefur skilað sér þangað. Norskur innrásarher á íslenskum gæðingum Blikur eru á lofti. Vellauðugt norskt laxeldisfólk ásælist meira og sýnist með aðstoð íslenskra samstarfsaðila ætla að hefja laxeldi í Seyðisfirði þrátt fyrir andstöðu mikils meirihluta íbúa. Kallast það ekki Græðgi? Samtímis veitir Ferðamálastofa hæsta styrk ársins, 157,6 milljónir, til að byggja glæsilegan hringlaga útsýnispall, Baug Bjólfs í fjallinu Bjólfi við Seyðisfjörð. Þetta til að öll fái notið útsýnis yfir fjörðinn, þar sem eldiskvíarnar verða að óbreyttu í brennidepli. Skyldi þess hafa verið getið í umsókn um styrk til verksins? Er Græðgin rétthærri en fólkið sem hefur gert Seyðisfjörð að því sem hann er og vill efla samfélag sitt enn frekar á sínum forsendum? Grafa sína gröf! ...og annarra? Um laxeldi við Íslandsstrendur virðist víða sátt í nærsamfélaginu. Það er vel og laxeldi í Berufirði, syðst í Múlaþingi, sýnist t.d. í góðri samfélagslegri sátt. Verði laxeldi hafið í Seyðisfirði, gegn vilja 75% Seyðfirðinga, finnst mér það gróf valdníðsla. Græðgin mun að óbreyttu uppskera vaxandi andstöðu við eldisáform í Seyðisfirði og líka við eldi þar sem nú ríkir um það sátt. Hvað það þýðir fyrir þær byggðir vil ég ekki hugsa til enda en beini því til Græðginnar sjálfrar hvort hún vill halda áfram að grafa sína eigin gröf og um leið kannski slíkra samfélaga. Við, andstæðingar laxeldis í Seyðisfirði, endurtökum okkur að hætti Kató gamla vitandi að þau vinna með okkur tíminn og vatnið, hvers dropar hola steininn. Saman snúum við almenningsálitinu gegn Græðginni. STÖNDUM ÖLL SAMAN GEGN LAXELDI Í SEYÐISFIRÐI. Höfundur er læknir og annar tveggja fulltrúa VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar