Óvænt eftirspurn eftir stólunum sem ruku út Máni Snær Þorláksson skrifar 4. maí 2023 21:46 Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu, segir eftirspurnina eftir stólunum hafa verið mikla. Vísir/Steingrímur Dúi Gríðarleg eftirspurn er eftir stólum úr skíðalyftunni gömlu sem þurfti að víkja fyrir nýju Drottningunni í Bláfjöllum. Framkvæmdastjóri skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins segir eftirspurnina hafa komið starfsfólki á óvart en hann grunar að fólk ætli að nýta stólana meðal annars sem garðhúsgagn. Drottningin svokallaða var reist í Bláfjöllum árið 1978 og jókst þá flutningsgeta í fjallinu til muna. Eftir 44 ára þjónustu var drottningin þó leyst af hólmi í vetur - af nýrri skíðalyftu sem einnig nefnist drottningin. „Gamla drottningin, við erum að taka hana niður núna eftir 44 ár, sett upp '78 og var þá náttúrulega bara veruleg búbót fyrir skíðafólk á sínum tíma. Þetta var fyrsta stólalyftan á suðvesturhorninu en önnur lyftan á landinu. Hún hefur lifað með fólki, ansi mörgum í gegnum tíðina.“ Þrátt fyrir að ein elsta stólalyfta Íslands sé búin að ljúka hlutverki sínu í Bláfjöllum þá koma stólarnir úr lyftunni til með að þjóna nýju hlutverki. Ákveðið var að selja stólana á 10 þúsund krónur og létu viðbrögðin ekki á sér standa, þrátt fyrir efasemdir sumra starfsmanna á svæðinu um áhuga fólks á stólunum. „Já okkur datt í hug að bjóða þá til sölu og bjuggumst kannski við að selja örfáa stóla, það voru svona mismunandi skoðanir um það á vinnustaðnum en ég er að taka þetta saman, mér sýnist þetta vera meira og minna uppselt. Miklu fleiri sem vilja fjárfesta í sögunni heldur en við bjuggumst við.“ Magnús telur að fólk eigi eftir að koma stólunum fyrir til dæmis í garðinum eða hjá sumarhúsum.Vísir/Steingrímur Dúi Magnús segir að búið sé að panta alla stólana og að fólk sé meira að segja komið á biðlista. Hann telur að fólk ætli sér að nýta stólana en að það sé þó ekki aðalástæðan fyrir eftirspurninni: „Mig grunar að þetta sé bara að fara í garðinn eða utan á húsin, sumarhúsin, eitthvað svoleiðis. Ég held það sé aðallega verið að fjárfesta í sögunni eins og ég segi, það eru svo margir bara búnir að alast upp með þessari lyftu hérna á suðvesturhorninu, allavega skíða- og brettafólk.“ Skíðasvæði Skíðaíþróttir Reykjavík Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Drottningin svokallaða var reist í Bláfjöllum árið 1978 og jókst þá flutningsgeta í fjallinu til muna. Eftir 44 ára þjónustu var drottningin þó leyst af hólmi í vetur - af nýrri skíðalyftu sem einnig nefnist drottningin. „Gamla drottningin, við erum að taka hana niður núna eftir 44 ár, sett upp '78 og var þá náttúrulega bara veruleg búbót fyrir skíðafólk á sínum tíma. Þetta var fyrsta stólalyftan á suðvesturhorninu en önnur lyftan á landinu. Hún hefur lifað með fólki, ansi mörgum í gegnum tíðina.“ Þrátt fyrir að ein elsta stólalyfta Íslands sé búin að ljúka hlutverki sínu í Bláfjöllum þá koma stólarnir úr lyftunni til með að þjóna nýju hlutverki. Ákveðið var að selja stólana á 10 þúsund krónur og létu viðbrögðin ekki á sér standa, þrátt fyrir efasemdir sumra starfsmanna á svæðinu um áhuga fólks á stólunum. „Já okkur datt í hug að bjóða þá til sölu og bjuggumst kannski við að selja örfáa stóla, það voru svona mismunandi skoðanir um það á vinnustaðnum en ég er að taka þetta saman, mér sýnist þetta vera meira og minna uppselt. Miklu fleiri sem vilja fjárfesta í sögunni heldur en við bjuggumst við.“ Magnús telur að fólk eigi eftir að koma stólunum fyrir til dæmis í garðinum eða hjá sumarhúsum.Vísir/Steingrímur Dúi Magnús segir að búið sé að panta alla stólana og að fólk sé meira að segja komið á biðlista. Hann telur að fólk ætli sér að nýta stólana en að það sé þó ekki aðalástæðan fyrir eftirspurninni: „Mig grunar að þetta sé bara að fara í garðinn eða utan á húsin, sumarhúsin, eitthvað svoleiðis. Ég held það sé aðallega verið að fjárfesta í sögunni eins og ég segi, það eru svo margir bara búnir að alast upp með þessari lyftu hérna á suðvesturhorninu, allavega skíða- og brettafólk.“
Skíðasvæði Skíðaíþróttir Reykjavík Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira