Framtíðin er í húfi Gunnar Smári Egilsson skrifar 1. maí 2023 13:31 Sósíalistaflokkur Íslands sendir öllu launafólki baráttukveðjur í tilefni dagsins og hvetur það til þátttöku, ekki bara í göngum dagsins heldur í verkalýðshreyfingunni almennt. Hreyfingin endurspeglar ekki vilja og vonir launafólks nema þegar þar er öflugt starf leitt af félagsfólki sjálfu. Þegar trúnaðarráð eru sterk, félagsfundir haldnir reglulega, ætíð mikilvægar aðgerðir í gangi, reglulega kosið til embætta og umræða um baráttuna og framtíðina er lifandi og kvik meðal félagsfólks. Forsenda árangurs launafólks í stéttabaráttunni er almenn þátttaka og skipulögð samtök sem drifin eru áfram af öflugri grasrót. Fjöldinn er beittasta vopn alþýðunnar. Auðvaldið er skipulagt og það er auðugt, hefur dregið til sinn allan arð úr samfélaginu. Og það hefur skýr markmið í stéttastríðinu; að auka völd sín og auð og halda niðri baráttu almennings, veikja lýðræðið og færa allar ákvarðanir um framtíðina frá lýðræðisvettvangnum þar sem hver maður hefur eitt atkvæði út á hinn svokallaða markað þar sem hver króna hefur eitt atkvæði. Og þar sem ríkir alræði hinna ríku. Til að mæta þessu einbeitta niðurrifsafli, gagnbyltingu hinna ríku gegn öllum sigrum verkalýðsins á síðustu öld, þarf almenningur að vakna, virkjast og vinna skipulega. Þetta eru verkefnin á 1. maí. Horfum aftur til sigra fortíðar í leit að hvatningu, en ekki sefjun sökum þess að margt hafi verið gert. Og allra síst sannfæringu um að allt lagist að sjálfum sér, að öll öfl í samfélaginu vilji vel og að öll höfum við sömu markmið. Það er bara almenningur og samtök hans sem bera hag almennings fyrir brjósti. Kröfugöngur 1. maí ganga til framtíðar og það er framtíð þar sem alþýðan er laus undan arðráni og kúgun, laus undan valdi auðvaldsins, þar sem hún mótar samfélagið sjálf og ræður stefnunni. Þar sem fólk kýs sér sitt framtíðarland en neyðist ekki að búa inn á verbúð hinna ríku. Andstæðingurinn er vel skipulagður, ríkur og grimmur. Hann stendur í vegi fyrir þessari framtíð. Og hann er áhrifaríkur, hefur sannfært fjölda fólks um að völd alþýðunnar séu niðurrif en auðvaldið hins vegar skapandi og gefandi. Þessi er hins vegar þveröfugt farið. Allt sem er gott og verðmætt í okkar samfélagi hefur orðið til vegna baráttu alþýðunnar. Ef alþýðan rís ekki upp og endurheimtir vonina um réttlátt samfélag mun auðvaldið halda áfram að brjóta niður allt það góða. Það mun ekki aðeins eyðileggja þann vefnað sem samfélagið er heldur eyðileggja náttúruna og loftslagið og gera líf kynslóðanna óbærilegt, fórna mannkyninu öllu fyrir aukinn gróða. Svo blint og grimmt og andstyggilegt er auðvaldið. Það er andstæðingur sem okkur ber að mæta af hörku. Öll linkind gagnvart þessu eyðandi afli er í reynd stuðningur við það. Göngur dagsins ættu að stefna í allt aðra átt, til bjartrar framtíð. Göngurnar ættu að efla vilja okkur til að taka til baka þau völd sem almenningur hefur fært auðvaldinu og nota það til að losna við spillingu og sjálfshól hinna ríku og til að móta saman nýtt samfélag byggt á samhug, kærleika, friði, réttlæti og virðingu fyrir fólki og náttúru. Ekkert af þessu er að finna hjá auðvaldinu. Það elskar aðeins auð sinn. Að fela því afli stjórn samfélagsins er sjálfsmorð. Höfundur er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Verkalýðsdagurinn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Sósíalistaflokkur Íslands sendir öllu launafólki baráttukveðjur í tilefni dagsins og hvetur það til þátttöku, ekki bara í göngum dagsins heldur í verkalýðshreyfingunni almennt. Hreyfingin endurspeglar ekki vilja og vonir launafólks nema þegar þar er öflugt starf leitt af félagsfólki sjálfu. Þegar trúnaðarráð eru sterk, félagsfundir haldnir reglulega, ætíð mikilvægar aðgerðir í gangi, reglulega kosið til embætta og umræða um baráttuna og framtíðina er lifandi og kvik meðal félagsfólks. Forsenda árangurs launafólks í stéttabaráttunni er almenn þátttaka og skipulögð samtök sem drifin eru áfram af öflugri grasrót. Fjöldinn er beittasta vopn alþýðunnar. Auðvaldið er skipulagt og það er auðugt, hefur dregið til sinn allan arð úr samfélaginu. Og það hefur skýr markmið í stéttastríðinu; að auka völd sín og auð og halda niðri baráttu almennings, veikja lýðræðið og færa allar ákvarðanir um framtíðina frá lýðræðisvettvangnum þar sem hver maður hefur eitt atkvæði út á hinn svokallaða markað þar sem hver króna hefur eitt atkvæði. Og þar sem ríkir alræði hinna ríku. Til að mæta þessu einbeitta niðurrifsafli, gagnbyltingu hinna ríku gegn öllum sigrum verkalýðsins á síðustu öld, þarf almenningur að vakna, virkjast og vinna skipulega. Þetta eru verkefnin á 1. maí. Horfum aftur til sigra fortíðar í leit að hvatningu, en ekki sefjun sökum þess að margt hafi verið gert. Og allra síst sannfæringu um að allt lagist að sjálfum sér, að öll öfl í samfélaginu vilji vel og að öll höfum við sömu markmið. Það er bara almenningur og samtök hans sem bera hag almennings fyrir brjósti. Kröfugöngur 1. maí ganga til framtíðar og það er framtíð þar sem alþýðan er laus undan arðráni og kúgun, laus undan valdi auðvaldsins, þar sem hún mótar samfélagið sjálf og ræður stefnunni. Þar sem fólk kýs sér sitt framtíðarland en neyðist ekki að búa inn á verbúð hinna ríku. Andstæðingurinn er vel skipulagður, ríkur og grimmur. Hann stendur í vegi fyrir þessari framtíð. Og hann er áhrifaríkur, hefur sannfært fjölda fólks um að völd alþýðunnar séu niðurrif en auðvaldið hins vegar skapandi og gefandi. Þessi er hins vegar þveröfugt farið. Allt sem er gott og verðmætt í okkar samfélagi hefur orðið til vegna baráttu alþýðunnar. Ef alþýðan rís ekki upp og endurheimtir vonina um réttlátt samfélag mun auðvaldið halda áfram að brjóta niður allt það góða. Það mun ekki aðeins eyðileggja þann vefnað sem samfélagið er heldur eyðileggja náttúruna og loftslagið og gera líf kynslóðanna óbærilegt, fórna mannkyninu öllu fyrir aukinn gróða. Svo blint og grimmt og andstyggilegt er auðvaldið. Það er andstæðingur sem okkur ber að mæta af hörku. Öll linkind gagnvart þessu eyðandi afli er í reynd stuðningur við það. Göngur dagsins ættu að stefna í allt aðra átt, til bjartrar framtíð. Göngurnar ættu að efla vilja okkur til að taka til baka þau völd sem almenningur hefur fært auðvaldinu og nota það til að losna við spillingu og sjálfshól hinna ríku og til að móta saman nýtt samfélag byggt á samhug, kærleika, friði, réttlæti og virðingu fyrir fólki og náttúru. Ekkert af þessu er að finna hjá auðvaldinu. Það elskar aðeins auð sinn. Að fela því afli stjórn samfélagsins er sjálfsmorð. Höfundur er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun