Ætla að dæla félagslegu húsnæði út á markaðinn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 29. apríl 2023 16:01 Pedro Sanchéz, forsætisráðherra Spánar (t.v.) og Alberto Nuñez Feijoo, formaður Partido Popular, stærsta stjórnarandstöðuflokks Spánar. Ríkisstjórn Spánar hefur samþykkt ný húsnæðislög sem eiga að koma hinum efnaminnstu til góða, en stjórnarandstaðan sakar hann um lýðskrum í aðdraganda sveitarstjórnarkosnins þ. 28. maí. Alberto Ortega/Getty Images Spænsk stjórnvöld hafa samþykkt áætlun sem miðar að því að að koma 50.000 félagslegum íbúðum út á leigumarkaðinn á næstu árum. Veglegt loforð stjórnvalda er kynnt almenningi mánuði fyrir sveitarstjórnar- og sjálfsstjórnarhéraðskosningar í landinu. Húsnæði síðan í fjármálakreppunni Íbúðirnar sem Pedro Sánchez, forsætisráðherra landsins, ætlar að dæla út á leigumarkaðinn, eru í eigu ríkisbankans SAREB, sem var stofnaður í miðri fjármála- og fasteignakreppunni árið 2012. Bankinn sópaði upp eigum þrotabúa og hefur það hlutverk að halda utan um lán og eignir gjaldþrota fyrirtækja og koma þeim í verð og út á markaðinn. Þar á meðal eru tugþúsundir fasteigna. Ný húsnæðislög voru samþykkt í fyrradag Húsnæðisfrumvarp ríkisstjórnarinnar sem var samþykkt sem lög frá spænska þinginu á fimmtudag, setur þriggja prósenta þak á hækkun leiguverðs á næsta ári og gerir ráð fyrir að svipað þak verði á hækkunum leigu á næstu árum. Búin verður til ný vísitala til að ákvarða leiguverð og hækkun þess, og verðbólguaukningu þannig kippt úr sambandi. Á síðasta ári var sett tveggja prósenta þak á leyfilega hækkun húsaleigu til að reyna að stemma stigu við hratt vaxandi verðbólgu í landinu, en hún er nú aftur á niðurleið. Húsnæðismál eru eitt stærsta vandamál Spánar Hátt leigu- og fasteignaverð og mikið atvinnuleysi er eitt helsta vandamál ungs fólks og tekjulágra á Spáni. Ungt fólk neyðist oft til að búa hjá foreldrum sínum langt fram eftir fullorðinsárunum. Sakaður um lýðskrum í aðdraganda kosninga Rétt er að hafa í huga að sveitarstjórnarkosningar og héraðskosningar sjálfsstjórnarhéraðanna fara fram á Spáni í næsta mánuði og þingkosningar síðar á árinu. Húsnæðismál eru á forræði sjálfsstjórnarhéraðanna og því með öllu óvíst hversu vel Sanchez og sósíalistum tekst að uppfylla loforð þessa frumvarps. Hægri flokkurinn, Partido Popular, heldur víða um stjórnvölinn á Spáni og hann hefur lýst mikilli andstöðu við þessar hugmyndir vinstri manna. Það væri þá ekki í fyrsta sinn sem stjórnvöld lofa einhverju í aðdraganda kosninga sem þeim reynist ekki unnt að standa við. Spánn Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Húsnæði síðan í fjármálakreppunni Íbúðirnar sem Pedro Sánchez, forsætisráðherra landsins, ætlar að dæla út á leigumarkaðinn, eru í eigu ríkisbankans SAREB, sem var stofnaður í miðri fjármála- og fasteignakreppunni árið 2012. Bankinn sópaði upp eigum þrotabúa og hefur það hlutverk að halda utan um lán og eignir gjaldþrota fyrirtækja og koma þeim í verð og út á markaðinn. Þar á meðal eru tugþúsundir fasteigna. Ný húsnæðislög voru samþykkt í fyrradag Húsnæðisfrumvarp ríkisstjórnarinnar sem var samþykkt sem lög frá spænska þinginu á fimmtudag, setur þriggja prósenta þak á hækkun leiguverðs á næsta ári og gerir ráð fyrir að svipað þak verði á hækkunum leigu á næstu árum. Búin verður til ný vísitala til að ákvarða leiguverð og hækkun þess, og verðbólguaukningu þannig kippt úr sambandi. Á síðasta ári var sett tveggja prósenta þak á leyfilega hækkun húsaleigu til að reyna að stemma stigu við hratt vaxandi verðbólgu í landinu, en hún er nú aftur á niðurleið. Húsnæðismál eru eitt stærsta vandamál Spánar Hátt leigu- og fasteignaverð og mikið atvinnuleysi er eitt helsta vandamál ungs fólks og tekjulágra á Spáni. Ungt fólk neyðist oft til að búa hjá foreldrum sínum langt fram eftir fullorðinsárunum. Sakaður um lýðskrum í aðdraganda kosninga Rétt er að hafa í huga að sveitarstjórnarkosningar og héraðskosningar sjálfsstjórnarhéraðanna fara fram á Spáni í næsta mánuði og þingkosningar síðar á árinu. Húsnæðismál eru á forræði sjálfsstjórnarhéraðanna og því með öllu óvíst hversu vel Sanchez og sósíalistum tekst að uppfylla loforð þessa frumvarps. Hægri flokkurinn, Partido Popular, heldur víða um stjórnvölinn á Spáni og hann hefur lýst mikilli andstöðu við þessar hugmyndir vinstri manna. Það væri þá ekki í fyrsta sinn sem stjórnvöld lofa einhverju í aðdraganda kosninga sem þeim reynist ekki unnt að standa við.
Spánn Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent