Sýknaður af líkamsárás í jólahlaðborði með vinnunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2023 17:45 Maðurinn var í jólahlaðborði með vinnunni þetta kvöld. Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað karlmann af líkamsárás en hann var ákærður fyrir að hafa veist að öryggisverði á hóteli og kýlt hann í andlitið. Öryggisvörðurinn hlaut mar yfir kinnbeini og vægan heilahristing í kjölfarið. Hin meinta árás gerðist föstudagskvöldið 29. nóvember 2019 inni á hóteli í Reykjavík og er maðurinn sagður hafa ráðist á öryggisvörðinn, þar se hann var við störf, kýlt hann í andlitið vinstra megin í kinnbein og gagnauga. Öryggisvörðurinn fór fram á 600 þúsund krónur í bætur. Samkvæmt dómnum var jólahlaðborð á hótelinu þetta kvöld og maðurinn ásamt vinnufélögum úti á reykingarsvæði þar sem þeir voru að áreita fólk sem þar var. Öryggisverðir hafi meinað mönnunum aðgang aftur inn á hlaðborðið, sem annar þeirra var afar ósáttur með og endaði með atlögunni. Atvikið náðist á upptöku öryggismyndavéla í fordyri hótelsins og segir í lýsingu dómsins að sjá megi hvernig maðurinn „reisti hægri hönd sína á loft og klukkan 23:44 megi sjá að ákærði hélt enn á farsíma í hægri hendi og fór hægri hönd ákærða í vinstri hlið á andliti brotaþola.“ Þá sjáist hvernig líkami öryggisvarðarins fór aftur á bak og lenti á hurðarstafnum. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist maðurinn ekki muna eftir að hafa kýlt öryggisvörðinn þó þeir hafi vissulega tekist á. Þá var vitni í málinu sem sagðist hafa séð manninn slá í öryggisvörðinn þó hann hafi ekki séð hvar höggið lenti. Dómurinn mat svo að framburður bæði mannsins og öryggisvarðarins hafi verið trúverðugur. Óvíst sé þó hvort hann hafi viljandi barið í öryggisvörðinn eða hvort höggið hafi verið tilviljanakennt, þar sem sjá hafi mátt af upptökum að maðurinn baðaði frá sér höndum. Segir í dómnum að maðurinn verði því að fá að njóta vafans og er sýknaður af ákæru. Reykjavík Dómsmál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Hin meinta árás gerðist föstudagskvöldið 29. nóvember 2019 inni á hóteli í Reykjavík og er maðurinn sagður hafa ráðist á öryggisvörðinn, þar se hann var við störf, kýlt hann í andlitið vinstra megin í kinnbein og gagnauga. Öryggisvörðurinn fór fram á 600 þúsund krónur í bætur. Samkvæmt dómnum var jólahlaðborð á hótelinu þetta kvöld og maðurinn ásamt vinnufélögum úti á reykingarsvæði þar sem þeir voru að áreita fólk sem þar var. Öryggisverðir hafi meinað mönnunum aðgang aftur inn á hlaðborðið, sem annar þeirra var afar ósáttur með og endaði með atlögunni. Atvikið náðist á upptöku öryggismyndavéla í fordyri hótelsins og segir í lýsingu dómsins að sjá megi hvernig maðurinn „reisti hægri hönd sína á loft og klukkan 23:44 megi sjá að ákærði hélt enn á farsíma í hægri hendi og fór hægri hönd ákærða í vinstri hlið á andliti brotaþola.“ Þá sjáist hvernig líkami öryggisvarðarins fór aftur á bak og lenti á hurðarstafnum. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist maðurinn ekki muna eftir að hafa kýlt öryggisvörðinn þó þeir hafi vissulega tekist á. Þá var vitni í málinu sem sagðist hafa séð manninn slá í öryggisvörðinn þó hann hafi ekki séð hvar höggið lenti. Dómurinn mat svo að framburður bæði mannsins og öryggisvarðarins hafi verið trúverðugur. Óvíst sé þó hvort hann hafi viljandi barið í öryggisvörðinn eða hvort höggið hafi verið tilviljanakennt, þar sem sjá hafi mátt af upptökum að maðurinn baðaði frá sér höndum. Segir í dómnum að maðurinn verði því að fá að njóta vafans og er sýknaður af ákæru.
Reykjavík Dómsmál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira