Mikilvægt að upplýsa íbúa Bragi Bjarnason skrifar 25. apríl 2023 12:01 Ég vil byrja á að þakka íbúum í Árborg fyrir áhuga þeirra á íbúafundinum 12.apríl sl. þegar bæjarstjórn Árborgar ásamt ráðgjafafyrirtækinu KPMG fóru yfir fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og markmið næstu ára. Það er nú eitt meginmarkmiða bæjarstjórnar að íbúar séu reglulega upplýstir um málefni sveitarfélagsins okkar og vil ég fylgja því eftir með þessum stutta pistli. Leysum úr vandanum Fulltrúar KPMG lýstu í einföldu máli hvernig fjárhagsstaða sveitarfélagsins hafi tekið skarpa dýfu á fáeinum árum. Þar kom helst fram að aukin skuldsetning og útgjöld í örum íbúavexti hafa sett sveitafélagið í stöðu sem mikilvægt er að bregðast við strax. Verkefnið er erfitt en vel viðráðanlegt enda er Sveitarfélagið Árborg hvorki fyrsta né síðasta sveitarfélagið sem takast þarf á við fjárhagslega endurskipulagningu. Reynsla frá sambærilegum verkefnum og ráðgjöf KPMG nýtist okkur í bæjarstjórn vel. Þá er gott að finna stuðning og skilning íbúa á nauðsyn þess að grípa til ýmissa erfiðra úrræða. Vil ég þakka þeim fjölmörgu sem ég hef átt samtöl við eða fengið skilaboð frá í kjölfar kynningarfundarins. Það er okkur mikilvægt að heyra að íbúar séu umfram allt bjartsýnir og geri sér grein fyrir því að núverandi bæjarstjórn hafi ekki stofnað til þessarar stöðu heldur sé einhuga að leysa úr henni. Raunhæf markmið Sé miðað útfrá forsendum sem við búum við í dag er raunhæft að Árborg verði undir skuldaviðmiði sveitarfélaga strax árið 2028. Öll vinna bæjarstjórnar markast þó af því að ná settum fjárhagslegum markmiðum fyrr. Ég hef fulla trú á að með samstilltu átaki muni það takast enda tækifærin á svæðinu mikil og mörg spennandi verkefni í farvatninu. Við erum að taka saman svör við þeim rúmlega hundrað spurningum sem upp komu á fundinum. Ætlunin er að þau liggi fyrir á heimasíðu Svf. Árborgar fljótlega. Vor í loftinu Það er alltaf ákveðin vorboði þegar bæjarhátíðirnar byrja hver af annarri og nú er „Vori í Árborg“ nýlokið. Dagskrá hátíðarinnar var fjölbreytt að vanda, hófst með hátíðardagskrá skátafélagsins Fossbúa á sumardaginn fyrsta og hélt svo áfram yfir helgina þar sem henni lauk með 10 ára afmælisveislu Konubókastofu á Eyrarbakka. Vel var staðið að hátíðinni og vil ég þakka öllum sem komu að. Annar vorboði eru úrslitakeppnir í íþróttum, Grýlupottahlaup og vormót hér og þar. Leyfi ég mér að nefna sérstaklega kvennalið Umf. Selfoss í handbolta sem er í úrslitaumspili um úrvalsdeildarsæti en umspilið hefst miðvikudaginn 26.apríl í Set-höllinni á Selfossi. Hvet ég fólk til að mæta og styðja okkar frábæra lið í þeirri keppni. Þá minni ég á stóra plokkdaginn sem verður haldinn 30. apríl nk. Þá geta íbúar fengið glæra plastpoka, gengið um sitt nánasta umhverfi og gert það snyrtilegra. Sveitarfélagið leggur til sérstakar tunnur þar sem íbúar geta losað sig við plastpokana. Nánari upplýsingar má finna á www.arborg.is. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Mest lesið Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég vil byrja á að þakka íbúum í Árborg fyrir áhuga þeirra á íbúafundinum 12.apríl sl. þegar bæjarstjórn Árborgar ásamt ráðgjafafyrirtækinu KPMG fóru yfir fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og markmið næstu ára. Það er nú eitt meginmarkmiða bæjarstjórnar að íbúar séu reglulega upplýstir um málefni sveitarfélagsins okkar og vil ég fylgja því eftir með þessum stutta pistli. Leysum úr vandanum Fulltrúar KPMG lýstu í einföldu máli hvernig fjárhagsstaða sveitarfélagsins hafi tekið skarpa dýfu á fáeinum árum. Þar kom helst fram að aukin skuldsetning og útgjöld í örum íbúavexti hafa sett sveitafélagið í stöðu sem mikilvægt er að bregðast við strax. Verkefnið er erfitt en vel viðráðanlegt enda er Sveitarfélagið Árborg hvorki fyrsta né síðasta sveitarfélagið sem takast þarf á við fjárhagslega endurskipulagningu. Reynsla frá sambærilegum verkefnum og ráðgjöf KPMG nýtist okkur í bæjarstjórn vel. Þá er gott að finna stuðning og skilning íbúa á nauðsyn þess að grípa til ýmissa erfiðra úrræða. Vil ég þakka þeim fjölmörgu sem ég hef átt samtöl við eða fengið skilaboð frá í kjölfar kynningarfundarins. Það er okkur mikilvægt að heyra að íbúar séu umfram allt bjartsýnir og geri sér grein fyrir því að núverandi bæjarstjórn hafi ekki stofnað til þessarar stöðu heldur sé einhuga að leysa úr henni. Raunhæf markmið Sé miðað útfrá forsendum sem við búum við í dag er raunhæft að Árborg verði undir skuldaviðmiði sveitarfélaga strax árið 2028. Öll vinna bæjarstjórnar markast þó af því að ná settum fjárhagslegum markmiðum fyrr. Ég hef fulla trú á að með samstilltu átaki muni það takast enda tækifærin á svæðinu mikil og mörg spennandi verkefni í farvatninu. Við erum að taka saman svör við þeim rúmlega hundrað spurningum sem upp komu á fundinum. Ætlunin er að þau liggi fyrir á heimasíðu Svf. Árborgar fljótlega. Vor í loftinu Það er alltaf ákveðin vorboði þegar bæjarhátíðirnar byrja hver af annarri og nú er „Vori í Árborg“ nýlokið. Dagskrá hátíðarinnar var fjölbreytt að vanda, hófst með hátíðardagskrá skátafélagsins Fossbúa á sumardaginn fyrsta og hélt svo áfram yfir helgina þar sem henni lauk með 10 ára afmælisveislu Konubókastofu á Eyrarbakka. Vel var staðið að hátíðinni og vil ég þakka öllum sem komu að. Annar vorboði eru úrslitakeppnir í íþróttum, Grýlupottahlaup og vormót hér og þar. Leyfi ég mér að nefna sérstaklega kvennalið Umf. Selfoss í handbolta sem er í úrslitaumspili um úrvalsdeildarsæti en umspilið hefst miðvikudaginn 26.apríl í Set-höllinni á Selfossi. Hvet ég fólk til að mæta og styðja okkar frábæra lið í þeirri keppni. Þá minni ég á stóra plokkdaginn sem verður haldinn 30. apríl nk. Þá geta íbúar fengið glæra plastpoka, gengið um sitt nánasta umhverfi og gert það snyrtilegra. Sveitarfélagið leggur til sérstakar tunnur þar sem íbúar geta losað sig við plastpokana. Nánari upplýsingar má finna á www.arborg.is. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar