Pólskt samfélag í áfalli Martyna Ylfa Suszko skrifar 22. apríl 2023 18:00 Síðastliðinn fimmtudag átti sér stað hræðilegt atvik í Hafnarfirði. Ungur Pólskur maður var stunginn til bana á bílastæði fyrir utan Fjarðarkaup. Meintir gerendur eru fjórir Íslenskir strákar á framhaldsskólaaldri, sem gerir þetta kannski en sorglegra. Þetta atvik er mikill harmleikur og hefur tekið mjög á pólskt samfélag hér á landi. Þetta vekur upp hjá öllum margar spurningar og vangaveltur. Af hverju gerðist þetta? Hvað leiddi til þess? Var hægt að koma í veg fyrir þessa hörmung? Það eru jafn margar skoðanir á þessu og spurningar. En að mínu mati, sem pólsk kona sem hefur búið hér á landi síðan ég var á grunnskólaaldri hef ég mitt eigið álit. Pólverjar á Íslandi er einn stærsti hópur innflytjenda á Íslandi. Samkvæmt hagstofu Íslands eru 20% af öllu fólki á íslenskum vinnumarkaði pólskir ríkisborgarar. Ísland ekki fjölmennasta ríki í heimi, en til þess að þróa áfram okkar hagkerfi þurfum við að fá vinnuafl að utan. Pólverjar sem koma hér koma til Íslands einmitt til þess að starfa, en við þurfum að muna að þetta fólk á líka fjölskyldur, börn og vini. Talsvert af innflytjendum ákveða að vera áfram hér á landi og kalla Ísland sitt land. En á móti, þó margir eru opnir og jákvæðir í garð innflytjenda, atvik eins og harmleikur síðasta fimmtudags sýnir fram að við erum ennþá með langan veg fyrir framan okkar. Fordómar og misskilningar eru því miður út um allt. Það sem mér finnst en sorglegra er það að okkar yngri kynslóð er líka með slíkt viðhorf. Þetta sýnir það að við þurfum að bæta okkur. Fordómar byrja oft smáir, með gríni og athugasemdum. Ég hef oft heyrt að ef útlendingar myndu læra Íslensku þá væri þetta í lagi og þeim yrði boðið velkomið með opnum örmum, en það er ekki svo einfalt. Ég tala Íslensku og hef starfað sem túlkur í fjölmörg ár, en samt fæ ég oft athugasemdir um heiminn minn og spurningar hvaðan ég er. Ég ólst upp á Íslandi, og lít á mig sem Íslending. Íslendingur af pólskum uppruna, en samt, Íslendingur. Ég veit að þetta er ekki endilega illa meint, en ef ég á að vera hreinskilin þá fæ ég sting í hjartað þegar ég fæ svona athugasemdir. Ég hugsa með mér „Afhverju get ég ekki verið venjuleg?“ Mér líður ekki eins og ég sé öðruvísi, en aðrir virðast vera að hugsa það. Þó svona athugasemdir eru oftast saklausar, þá þurfum við að muna að við höfum áhrif. Fyrir ungt fólk, sem hefur ekki náð andlegum þroska, er oft einfalt að komast að þeirri niðurstöðu að “öðruvísi” er það sama og „verri.“ Að þetta er barátta. „Við“ gegn „þeim.“ Svona hugsunarháttur getur dregið með sér hræðilegar afleiðingar. Ég neita því ekki að sumt fólk af erlendum uppruna hefur líka gert eitthvað af sér, en það eru undantekningar, ekki regla. Við þurfum öll að gera betur og hugsa um hvernig við komum fram við fólk í kringum okkur. Á stundum eins og þessum er mikilvægt að muna að við erum öll partur af íslensku samfélagi, hvaðan sem við komum. Við þurfum öll að vinna í gagnkvæmum skilningi og umburðarlyndi. Höfundur hefur búið á Íslandi síðan 2005 og er af pólskum uppruna, starfar sem túlkur og rekur túlkunarfyrirtæki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglumál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Tengdar fréttir Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46 Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn fimmtudag átti sér stað hræðilegt atvik í Hafnarfirði. Ungur Pólskur maður var stunginn til bana á bílastæði fyrir utan Fjarðarkaup. Meintir gerendur eru fjórir Íslenskir strákar á framhaldsskólaaldri, sem gerir þetta kannski en sorglegra. Þetta atvik er mikill harmleikur og hefur tekið mjög á pólskt samfélag hér á landi. Þetta vekur upp hjá öllum margar spurningar og vangaveltur. Af hverju gerðist þetta? Hvað leiddi til þess? Var hægt að koma í veg fyrir þessa hörmung? Það eru jafn margar skoðanir á þessu og spurningar. En að mínu mati, sem pólsk kona sem hefur búið hér á landi síðan ég var á grunnskólaaldri hef ég mitt eigið álit. Pólverjar á Íslandi er einn stærsti hópur innflytjenda á Íslandi. Samkvæmt hagstofu Íslands eru 20% af öllu fólki á íslenskum vinnumarkaði pólskir ríkisborgarar. Ísland ekki fjölmennasta ríki í heimi, en til þess að þróa áfram okkar hagkerfi þurfum við að fá vinnuafl að utan. Pólverjar sem koma hér koma til Íslands einmitt til þess að starfa, en við þurfum að muna að þetta fólk á líka fjölskyldur, börn og vini. Talsvert af innflytjendum ákveða að vera áfram hér á landi og kalla Ísland sitt land. En á móti, þó margir eru opnir og jákvæðir í garð innflytjenda, atvik eins og harmleikur síðasta fimmtudags sýnir fram að við erum ennþá með langan veg fyrir framan okkar. Fordómar og misskilningar eru því miður út um allt. Það sem mér finnst en sorglegra er það að okkar yngri kynslóð er líka með slíkt viðhorf. Þetta sýnir það að við þurfum að bæta okkur. Fordómar byrja oft smáir, með gríni og athugasemdum. Ég hef oft heyrt að ef útlendingar myndu læra Íslensku þá væri þetta í lagi og þeim yrði boðið velkomið með opnum örmum, en það er ekki svo einfalt. Ég tala Íslensku og hef starfað sem túlkur í fjölmörg ár, en samt fæ ég oft athugasemdir um heiminn minn og spurningar hvaðan ég er. Ég ólst upp á Íslandi, og lít á mig sem Íslending. Íslendingur af pólskum uppruna, en samt, Íslendingur. Ég veit að þetta er ekki endilega illa meint, en ef ég á að vera hreinskilin þá fæ ég sting í hjartað þegar ég fæ svona athugasemdir. Ég hugsa með mér „Afhverju get ég ekki verið venjuleg?“ Mér líður ekki eins og ég sé öðruvísi, en aðrir virðast vera að hugsa það. Þó svona athugasemdir eru oftast saklausar, þá þurfum við að muna að við höfum áhrif. Fyrir ungt fólk, sem hefur ekki náð andlegum þroska, er oft einfalt að komast að þeirri niðurstöðu að “öðruvísi” er það sama og „verri.“ Að þetta er barátta. „Við“ gegn „þeim.“ Svona hugsunarháttur getur dregið með sér hræðilegar afleiðingar. Ég neita því ekki að sumt fólk af erlendum uppruna hefur líka gert eitthvað af sér, en það eru undantekningar, ekki regla. Við þurfum öll að gera betur og hugsa um hvernig við komum fram við fólk í kringum okkur. Á stundum eins og þessum er mikilvægt að muna að við erum öll partur af íslensku samfélagi, hvaðan sem við komum. Við þurfum öll að vinna í gagnkvæmum skilningi og umburðarlyndi. Höfundur hefur búið á Íslandi síðan 2005 og er af pólskum uppruna, starfar sem túlkur og rekur túlkunarfyrirtæki.
Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun