Vorið verður fremur svalt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. apríl 2023 11:03 Einar Sveinbjörnsson segir að vorið verði svalt en maímánuður verði þurr. Fremur svalt verður í veðri í vor en eiginleg vorhret eru ólíkleg. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Einar fer yfir veðurspána fyrir síðustu daga apríl á vef sínum Blika.is. Hann segir meðalspána sýna mjög eindregna mynd. Hæðarsvæðið í suðaustri sé á undanhaldi og vægi þess flyst til vesturs og yfir Grænland. „Við það skiptir um vindátt í háloftunum. Í stað hagfelldrar S- og SA áttar með mildu veðri frá því um mánaðarmót, tekur nú við NV-átt í 500 hPa. Þetta er mikilvæg breyting og sést vel á fyrra kortinu,“ segir Einar. Hann segir þrýstifrávik í tíu daga spánni kunnugleg fyrir árstímann. „Almennt séð hár þrýstingur á okkar slóðum og með háþrýstimiðju yfir Grænlandi. En þó Grænlandshæðin sé oft áberandi á vorin, er henn nú spáð stærri og víðáttumeiri, en alla jafna.“ Hæðarsvæðið sést vel á kortunum hjá Einari. Fremur svalt verður í veðri en eiginleg vorhret ólíkleg. „Næturfrost regla, frekar en hitt, einkum um norðan- og norðaustantil og þar hæg framþróun vorgróandans,“ segir Einar. „Eins dregur úr leysingu á hálendinu frá því sem verið hefur. Í þurrara lagi verður sunnan- og vestantil, en kemur kannski ekki svo að sök, því nokkuð hefur rignt síðustu vikurnar. Þar hins vegar margir sólardagar.“ Maí þurrastur allra mánaða Hvað varðar framhaldið segir Einar á vef sínum Blika.is að safnspá sýni þrjá möguleika fyrir miðvikudaginn 3. maí. Allir geri þar ráð fyrir hæðarsvæði við landið og að mestu háþrýstisveigju í vindasvið háloftanna. Spáin gefi ekki tilefni til breytinga. „Staðviðri eru tíð í maí og veðurlag sjaldan þrálátara. Höfum hugfast að meðalloftþrýstingur er að jafnaði hæstur í maí hér á landi og hann er einnig þurrastur allra mánuða. Spárnar fram í maí ríma ágætlega við þann veruleika!“ Veður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Einar fer yfir veðurspána fyrir síðustu daga apríl á vef sínum Blika.is. Hann segir meðalspána sýna mjög eindregna mynd. Hæðarsvæðið í suðaustri sé á undanhaldi og vægi þess flyst til vesturs og yfir Grænland. „Við það skiptir um vindátt í háloftunum. Í stað hagfelldrar S- og SA áttar með mildu veðri frá því um mánaðarmót, tekur nú við NV-átt í 500 hPa. Þetta er mikilvæg breyting og sést vel á fyrra kortinu,“ segir Einar. Hann segir þrýstifrávik í tíu daga spánni kunnugleg fyrir árstímann. „Almennt séð hár þrýstingur á okkar slóðum og með háþrýstimiðju yfir Grænlandi. En þó Grænlandshæðin sé oft áberandi á vorin, er henn nú spáð stærri og víðáttumeiri, en alla jafna.“ Hæðarsvæðið sést vel á kortunum hjá Einari. Fremur svalt verður í veðri en eiginleg vorhret ólíkleg. „Næturfrost regla, frekar en hitt, einkum um norðan- og norðaustantil og þar hæg framþróun vorgróandans,“ segir Einar. „Eins dregur úr leysingu á hálendinu frá því sem verið hefur. Í þurrara lagi verður sunnan- og vestantil, en kemur kannski ekki svo að sök, því nokkuð hefur rignt síðustu vikurnar. Þar hins vegar margir sólardagar.“ Maí þurrastur allra mánaða Hvað varðar framhaldið segir Einar á vef sínum Blika.is að safnspá sýni þrjá möguleika fyrir miðvikudaginn 3. maí. Allir geri þar ráð fyrir hæðarsvæði við landið og að mestu háþrýstisveigju í vindasvið háloftanna. Spáin gefi ekki tilefni til breytinga. „Staðviðri eru tíð í maí og veðurlag sjaldan þrálátara. Höfum hugfast að meðalloftþrýstingur er að jafnaði hæstur í maí hér á landi og hann er einnig þurrastur allra mánuða. Spárnar fram í maí ríma ágætlega við þann veruleika!“
Veður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira