Boðar bænastund í Landakotskirkju vegna dauða pólska mannsins Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. apríl 2023 09:32 Kristófer segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar að skipuleggja bænastundina í Landakotskirkju. Kristófer Gajowski, skipulagsstjóri Support for Ukraine Iceland, hefur boðað til bænastundar í Landakotskirkju klukkan 13:00 í dag vegna dauða pólska mannsins sem stunginn var til bana á bílastæði Fjarðarkaupa á fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu. Í samtali við Vísi segir Kristófer að hann skipuleggi bænastundina á eigin vegum. Fjórir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 27. apríl næstkomandi vegna dauða mannsins. Hann var af pólsku bergi brotinn og á þrítugsaldri. „Mér rann blóðið til skyldunnar að skipuleggja þennan viðburð. Þessir atburðir hafa tekið mjög á pólska samfélagið á Íslandi og ég finn fyrir því að það er mikil reiði vegna málsins,“ segir Kristófer. Kristófer segir pólska samfélagið á Íslandi vera í áfalli vegna málsins. Yfirheyrslum yfir fólkinu lauk í gær en öll eru yngri en tuttugu ára og Íslendingar, eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Áður hefur komið fram að engin tengsl virðast hafa verið milli sakborninga og þess látna. „Þetta er mikið áfall. Við erum öll Íslendingar og við þurfum að standa saman gegn svona ofbeldi. Það eru allir velkomnir í kirkjuna á eftir, þetta á að vera róleg og falleg stund þar sem við komum saman og hugsum til þessa fólks,“ segir Kristófer. „Ég á sjálfur sextán ára dreng hér heima og maður hefur miklar áhyggjur af þessu, hvernig verður þetta þegar hann fer að kíkja út á lífið?“ Lögreglumál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Reykjavík Tengdar fréttir Mennirnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Dómari við Héraðsdóm Reykjaness hefur fallist á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir fjórum mönnum sem eru til rannsóknar í tengslum við andlát karlmanns á þrítugsaldri. 21. apríl 2023 21:44 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Í samtali við Vísi segir Kristófer að hann skipuleggi bænastundina á eigin vegum. Fjórir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 27. apríl næstkomandi vegna dauða mannsins. Hann var af pólsku bergi brotinn og á þrítugsaldri. „Mér rann blóðið til skyldunnar að skipuleggja þennan viðburð. Þessir atburðir hafa tekið mjög á pólska samfélagið á Íslandi og ég finn fyrir því að það er mikil reiði vegna málsins,“ segir Kristófer. Kristófer segir pólska samfélagið á Íslandi vera í áfalli vegna málsins. Yfirheyrslum yfir fólkinu lauk í gær en öll eru yngri en tuttugu ára og Íslendingar, eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Áður hefur komið fram að engin tengsl virðast hafa verið milli sakborninga og þess látna. „Þetta er mikið áfall. Við erum öll Íslendingar og við þurfum að standa saman gegn svona ofbeldi. Það eru allir velkomnir í kirkjuna á eftir, þetta á að vera róleg og falleg stund þar sem við komum saman og hugsum til þessa fólks,“ segir Kristófer. „Ég á sjálfur sextán ára dreng hér heima og maður hefur miklar áhyggjur af þessu, hvernig verður þetta þegar hann fer að kíkja út á lífið?“
Lögreglumál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Reykjavík Tengdar fréttir Mennirnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Dómari við Héraðsdóm Reykjaness hefur fallist á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir fjórum mönnum sem eru til rannsóknar í tengslum við andlát karlmanns á þrítugsaldri. 21. apríl 2023 21:44 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Mennirnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Dómari við Héraðsdóm Reykjaness hefur fallist á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir fjórum mönnum sem eru til rannsóknar í tengslum við andlát karlmanns á þrítugsaldri. 21. apríl 2023 21:44